Umfjöllun um bækur

Hér er hægt að lesa greinar um bækur eftir leika og lærða, gagnrýni bókmenntafræðinga um ný verk og pistla frá lesendum um ýmis konar lesefni.

Ef þú hefur verið að lesa áhugaverða bók sem þú vilt benda öðrum á, sendu okkur þá endilega línu, hvort sem bókin er gömul eða ný, íslensk eða erlend.

Gagnrýni um bækur er raðað eftir útgáfuárum verka hér til vinstri og lesendapistla má nálgast undir liðnum Ég les.


Bettý | 24.03.2010
Þær glæpasögur sem hvað mest hafa verið áberandi hér á landi eru lögreglusögur, sem sverja sig nokkuð í ætt við norrænar sakamálasögur, og einkennast af ákveðnu félagsraunsæi í bland við samfélagslýsingar. ...
Týndu augun | 24.03.2010
Týndu augun eftir Sigrúnu Eldjárn ber þess nokkur merki að nú er kominn upp aukinn áhugi á átakameiri sögum fyrir börn, í kjölfar vinsælda bókanna um Harry Potter, Hringadróttinssögu og hinna rammíslensku Blíðfinnsbóka. ...
Mér fannst þessi orð úr fyrsta ljóði bókarinnar Inn og út um gluggann eins og töluð til mín, því þó ég sé hrifin af skáldsögum og smásögum og örsögum Kristínar Ómarsdóttur, þá er ég hrifnust af ljóðunum hennar, og finnst alltaf eins og hún sé komin heim þegar hún skrifar ljóð. ...
Það er varla hægt að hugsa sé meiri andstæður en útvarpsþáttinn Zombí, þarsem Gunnar Hjálmarsson og Sigurjón Kjartansson fara mikinn, og hæglætisbækur Gyrðis Elíassonar, Tvífundnaland og Hótelsumar. Samt fylgist þetta að hjá mér þennan morguninn. ...
Svartir Englar | 24.03.2010
Ég var svo heppin að fá í hendurnar handrit af nýrri glæpasögu Ævars Arnar Jósepssonar, Svartir englar. (Lesist: sem gagnrýnandi var ég beðin að koma með komment, ef ég væri nægilega hrifin!). Með glóðheitt handritið settist ég svo niður fyrir framan MTV sjónvarpsskjáinn (sem ég nota sem útvarp) og hellti mér í lesturinn. ...
Blóðregn | 24.03.2010
Ég verð að játa að mér hefur alltaf leiðst Njála, og þegar ég frétti að nú ætti að færa hana í myndasöguform varð ég fyrir vonbrigðum. Hinsvegar varð ég ekki fyrir vonbrigðum með Blóðregn og er ekki laust við að sagan hafi gefið mér nýjan áhuga á Njálu, allavega nýja sýn á söguna. ...
Skugga-Baldur
Skugga-Baldur | 24.03.2010
Skuggabaldur er afkvæmi kattar og tófu, þó sumir segi hann getinn af samræði kattar og hunds. Og Skugga-Baldur er nýjasta afkvæmi rithöfundarins Sjóns og bókaforlagsins Bjarts. Skugga-Baldur í skáldsögu Sjóns er stóran hluta sögunnar á tófuveiðum og verður þar fyrir óvæntri upplifun, eins og gengur þegar fólk fer á íslensk fjöll, full af þjóðsögum. ...


Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál