Umfjöllun um bækur

Hér er hægt að lesa greinar um bækur eftir leika og lærða, gagnrýni bókmenntafræðinga um ný verk og pistla frá lesendum um ýmis konar lesefni.

Ef þú hefur verið að lesa áhugaverða bók sem þú vilt benda öðrum á, sendu okkur þá endilega línu, hvort sem bókin er gömul eða ný, íslensk eða erlend.

Gagnrýni um bækur er raðað eftir útgáfuárum verka hér til vinstri og lesendapistla má nálgast undir liðnum Ég les.


Marlene og ég
Marlene og ég | 22.06.2011
Marlene og ég er þriðja ljóðabók Gunnars M. G. en hann er ungt skáld, mannfræðingur að mennt, samkvæmt því sem njósnaði á gegnir.is. Bókin er ein af fjórum ljóðabókum sem Uppheimar sendu frá sér á vormánuðum og eru allar forvitnilegar þó ég verði að játa að kápuhönnunin gerði ekki mikið til að hvetja mig til lesturs. ...
Mírgorod
Nú þegar sumarið er komið, að nafninu til að minnsta kosti, er ekki úr vegi að næla sér í klassískar bækur og gefa sér góðan tíma til að njóta þeirra - hvort sem leiðin liggur í fríið eða bara heim í sófa. Hér er fjallað um Theresu eftir Mauriac og Mírgorod eftir Gogol, en báðar komu þær út í íslenskum þýðingum árið 2006. ...
Tunglið braust inn í húsið
Þegar ég var beðin um að skrifa um safn ljóðaþýðinga Gyrðis Elíassonar átti ég von á góðu, en gat þó ekki gert mér í hugarlund hvers konar fengur þetta yrði. Þetta er ekkert lítið kver með nokkrum vel völdum ljóðum frá ýmsum tímum, nei, þetta er sko alvöru safn uppá 324 síður með ríflega 250 ljóðum eftir 36 skáld frá 15 löndum. Verk sem sver sig í ætt safna ljóðaþýðinga Helga Hálfdanarsonar og Jóns Helgasonar, en á engan sinn líka á 21. öld. Falleg bók að vandaðri gerð, með upplýsandi en stutta eftirmála um öll skáldin, sem má dýfa sér í um ókomin ár, í leit að andlegri næringu, hressingu og ögrun. ...
Eftir skjálftann
Eftir skjálftann | 15.03.2011
Hugur okkar hér á vefnum, likt og flestra annarra, er hjá fólkinu í Japan. Því endurbirtum við umfjöllun um þýðingu Ugga Jónssonar á smásagnasafni Haruki Murakamis, Eftir skjálftann, sem kom út árið 2004. ...


Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál