Umfjöllun um bækur

Hér er hægt að lesa greinar um bækur eftir leika og lærða, gagnrýni bókmenntafræðinga um ný verk og pistla frá lesendum um ýmis konar lesefni.

Ef þú hefur verið að lesa áhugaverða bók sem þú vilt benda öðrum á, sendu okkur þá endilega línu, hvort sem bókin er gömul eða ný, íslensk eða erlend.

Gagnrýni um bækur er raðað eftir útgáfuárum verka hér til vinstri og lesendapistla má nálgast undir liðnum Ég les.


Ófriður
Ófriður | 05.12.2012
Fátt er hollara hrelldri sál en dálítill hryllingur. Fyrir utan hvað hrollvekjan er skemmtilegt fyrirbæri þá er hún fullkomin leið til að fá að upplifa allskonar ýktar tilfinningar og átök – úr hæfilegri fjarlægð. Undanfarið hafa hrollvekjur verið í uppsveiflu á ný, sem birtist meðal annars í endurnýjuðum áhuga á zombíum og vampýrum. ...
Bíldshöfði eftir Bjarna Gunnarsson
Bíldshöfði | 03.12.2012
Titillinn Bíldshöfði er útskýrður aftast í bókinni í kafla sem ber heitið „Úr alfræðinni“. Ég hef sennilega ekki verið sú eina að sjá fyrir mér götu í 110 Reykjavík þegar ég heyrði titilinn fyrst nefndan og ímynda mér að innviðir bókarinnar þræddu bílasölur og sveitta hamborgarastaði. Svo er ekki. Bjarni skapar ákveðið samhengi með því að setja saman orðin bíldur og höfði sem ramma inn þema bókarinnar. Bíldur vísar hér til gamals lækningaáhalds notað til að tappa af blóði í þeim tilgangi að losa líkamann við óholla vessa og kvilla. ...
Bjarna-Dísa eftir Kristínu Steinsdóttur
Bjarna-Dísa | 30.11.2012
Draugasagan um Bjarna-Dísu er kannski ekki eins þekkt og frægustu íslensku draugasögurnar, en hún er samt afar minnisstæð, ekki síst fyrir lýsinguna á háttalagi afturgangna. Samkvæmt sögunni þurfa afturgöngur að feta sig fjóra faðma burt og stökkva so öfugt í einu hlaupi jafnfætis aftur í bæli sitt. Tveimur þessara hafði Dísa náð þegar komið var að henni eftir fimm daga dvöl í fönn, en það þriðja vantaði og því náði hún ekki að verða eins kraftmikil og skyldi. ...
Boxarinn eftir Úlfar Þormóðsson
Boxarinn | 28.11.2012
Á síðasta ári sendi Úlfar Þormóðsson frá sér stutta ljóðræna skáldsögu með sjálfsævisögulegu ívafi um samskipti fullorðins manns og aldraðrar móður hans, sem er við það að hverfa í þoku eigin gleymsku. Bókin nefnist Farandskuggar og vakti verðskuldaða athygli, enda ekki aðeins á ferðinni fallegt verk heldur einnig óvenjulegt í höfundarverki Úlfars, sem þó er langt því frá að vera einsleitt. Nú fylgir Úlfar bókinni eftir með Boxaranum, sem að þessu sinni er sjálfsævisöguleg skáldsaga um föður og (aðallega) syni. ...
Kuðungasafnið: 54 ljóð um undarleg pláss eftir Óskar Árna Óskarsson
Kuðungasafnið | 26.11.2012
Svona almennt séð er Óskar Árni Óskarsson ekki höfundur sem vant er að kenna við pólitík eða ádeilu, þó vissulega búi margir textar hans yfir snarpri samfélagslegri sýn. Það er kannski hæpið að heimfæra nýjustu bók hans, Kuðungasafnið, alfarið yfir á svið dæmisögunnar, en samt er sú samlíking ekki úr vegi, en hér er á ferðinni einskonar þorpatal, með tilheyrandi greiningu á sérkennum hvers þorps fyrir sig. ...
Ljóðorkulind eftir Sigurð Pálsson
Ljóðorkulind | 23.11.2012
Það er óhætt að segja að án Sigurðar Pálssonar væri Íslenskur bókmenntaheimur mun fátæklegri. Auk þess að vera afkastamikið skáld – Ljóðorkulind, nýjasta ljóðabók Sigurðar og aðalumræðuefni þessa pistils er 15. ljóðabókin sem hann gefur út (ef talið er rétt – þetta er ansi langur listi sem birtur er aftast í bókinni) – hefur hann látið að sér kveða á nánast öllum sviðum bókmennta, skrifað skáldsögur, leikrit, óperutexta og endurminningar. ...
Fyrir Lísu eftir Steinunni Sigurðardóttur
Fyrir Lísu | 21.11.2012
Í bókinni Wednesday‘s Child birtu Antonia Bifulco og Patricia Moran niðurstöður rannsókna sinna um áhrif kynferðisofbeldis í æsku á þunglyndi á fullorðinsárum. Titillinn er fenginn úr enskri þjóðvísu um fæðingardaga ...
Milla eftir Kristínu Ómarsdóttur
Milla | 19.11.2012
Heimurinn er ákaflega hinsegin í nýjustu bók Kristínar Ómarsdóttur, Millu. Tónninn er léttari en í síðustu tveimur skáldsögum hennar og minnir meira á smásagnasafnið frá í fyrra, Við tilheyrum sama myrkrinu, auk þess að sverja sig í ætt við fyrstu skáldsöguna, Svarta brúðarkjóla (1992). Eins og oft vill vera með sögur Kristínar er ekkert sérstaklega auðvelt að átta sig á sögunni, þetta er það sem frænka mín myndi kalla ‚undarleg bók‘. Sem slík er hún full af undrum, aðallega þó þeim sem búa í hversdagsleikanum. Fantasían er þó ekki fjarri, ímyndunarafl Millu er auðugt auk þess sem vinur hennar John á flugvængi sem gerir þeim kleift að svífa ósýnileg um borgina. ...
Málarinn eftir Ólaf Gunnarsson
Málarinn | 16.11.2012
Árið 1945 fær ungur drengur gefins málverk frá meistara Kjarval. Þannig hefst saga Davíðs í Málaranum eftir Ólaf Gunnarsson. Davíð er listmálari sem hefur selt sig markaðsöflunum til að öðlast efnahagslegt sjálfstæði. Hann á einbýlishús, fallega konu og fínan bíl en það situr þó í honum að líklega hefur hefur hann fórnað því sem mestu máli skipti fyrir fjárhagslegt öryggi. Hann þráir viðurkenningu listaelítunnar og menningarforkólfanna þótt hann um leið fyrirlíti þessi fyrirbæri. Annar stór þáttur í vanlíðan Davíðs er lát sonar hans á unga aldri. Sá atburður er líka fleygur í sambandi þeirra hjóna sem aldrei hefur tekist að fjarlægja. ...
Strandir eftir Gerði Kristnýju
Strandir | 14.11.2012
Hún er fótviss á svellinu, verðlaunaskáldkonan Gerður Kristný, og hefur greinilegan meðbyr. Strandir er hennar fimmta ljóðabók og býr yfir öllum því sem einkennt hefur skáldskap Gerðar til þessa: öguðu og knöppu myndmáli, nokkurri hörku í bland við húmor, og tilvísunum í skáldskap, skáld og goðafræði. ...


Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál