Umfjöllun um bækur

Hér er hægt að lesa greinar um bækur eftir leika og lærða, gagnrýni bókmenntafræðinga um ný verk og pistla frá lesendum um ýmis konar lesefni.

Ef þú hefur verið að lesa áhugaverða bók sem þú vilt benda öðrum á, sendu okkur þá endilega línu, hvort sem bókin er gömul eða ný, íslensk eða erlend.

Gagnrýni um bækur er raðað eftir útgáfuárum verka hér til vinstri og lesendapistla má nálgast undir liðnum Ég les.


Siglingin um síkin eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur
Siglingin um síkin | 13.11.2012
Frásagnir, vitund um fortíð, skáldskapur, elli, valdaleysi, sjálfsmynd, minni og gleymska eru meðal viðfangsefna nýjustu skáldsögu Álfrúnar Gunnlaugsdóttur, Siglingin um síkin. Aðalpersónan og sögumaðurinn, Gyða, er gömul kona sem glímir við einhvers konar minnisglöp. Hún býr á heimili sonar síns, að því er virðist tímabundið, og þarf að finna sér leiðir til að ráða við veruleikann, hversdaginn, soninn og aðstoðarkonuna Elenu, en ekki síður fortíðina, sem birtist henni á margvíslegan máta í verkinu. ...
Reykjavíkurnætur eftir Arnald Indriðason
Reykjavíkurnætur | 09.11.2012
Það er ekki úr vegi að lesendur skelli Megasi á fóninn og hlusti á lagið góða „Reykjavíkurnætur“. Reykjavíkurnætur Arnaldar Indriðasonar eru ekki ósvipaðar Megasar, nema bara aðeins ítarlegri. Rónar koma við sögu, drykkjulæti um nætur og svo auðvitað lögreglan. Sjálfur er Erlendur Sveinsson, sem þarna birtist sem ungur maður, dálítið eins og týndi drengurinn í texta Megasar, enda fyrsta kynslóð á mölinni. Og svo má ekki gleyma sjálfum glæpnum: „Það er einhver úti í nóttinni / sem gröfina sína grefur“. ...
Rómantískt andrúmsloft
Bragi Ólafsson hóf rithöfundaferil sinn sem ljóðskáld og einhvern veginn finnst mér ljóðið alltaf fara honum sérlega vel. Hann er ákaflega fundvís á þau augnablik lífsins sem eru í senn bæði ómerkileg og gagnslaus og gerir sér mat úr þeim – veisluborð þegar best lætur. Dæmi um þetta er mýmörg en hér langar mig að nefna ljóðið „Nýting tímans“ en það hefst á því að ljóðmælandi tilkynnir að nágranni sinn sé dáinn. ...
Allt er ást eftir Kristian Lundberg
Allt er ást | 22.05.2012
Það er ekki mikil rómantík í skáldsögu Svíans Kristians Lundbergs, Allt er ást, þó nóg sé af ástinni, eins og titillinn gefur til kynna. Bókin er þó ástarsaga, en í stað rómantískrar sögufléttu sem gengur út á kynni elskendanna og það hvernig þau ná að lokum saman byggir höfundur upp heim algerra andstæðna, heim eyðileggingar og niðurlægingar sem hann speglar í ástinni sem skyndilega kemur inn í líf hans. ...
Hér vex enginn sítrónuviður, eftir Gyrði Elíasson
Eitt einkenni nútímaljóða (og jafnvel allra ljóða) er það sem kallað hefur verið rödd skáldsins, einhverskonar nærvera eða ‚ég‘ sem heldur öllu í hendi sér og réttir lesanda ýmsa þræði tilvísana, hugleiðinga eða mynda. Þessi rödd eða nærvera tekur yfirleitt á sig form ljóðmælanda, en getur líka verið hlutlaus með öllu. ...


Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál