Umfjöllun um bækur

Hér er hægt að lesa greinar um bækur eftir leika og lærða, gagnrýni bókmenntafræðinga um ný verk og pistla frá lesendum um ýmis konar lesefni.

Ef þú hefur verið að lesa áhugaverða bók sem þú vilt benda öðrum á, sendu okkur þá endilega línu, hvort sem bókin er gömul eða ný, íslensk eða erlend.

Gagnrýni um bækur er raðað eftir útgáfuárum verka hér til vinstri og lesendapistla má nálgast undir liðnum Ég les.


Skuggasund
Skuggasund | 22.11.2013
Eins og svo oft í verkum Arnaldar Indriðasonar eru í nýjustu skáldsögu hans, Skuggasundi, fléttaðir saman glæpir úr samtíð og fortíð. Tvær rannsóknir frá mismunandi tímum fara af stað sem elta svo skottið hvor á annarri. Þessi uppbygging minnir til að mynda á Mýrina, en Skuggasund á það einnig sameiginlegt með henni, eins og mörgum öðrum verkum Arnaldar, að hér er sögð Reykjavíkursaga. Eitt hverfi verður miðpunkturinn, ekki Norðurmýrin í þetta sinn, heldur álíka vanrækt hverfi, Skuggahverfið. ...
Klefi nr. 6 eftir Rosa Liksom
Klefi nr. 6 | 20.11.2013
Það er ekki beint draumaprins sem stígur inn í klefa stúlkunnar sem er á leið með lest frá Moskvu til Mongólíu, í sögu finnsku skáldkonunnar Rosu Likström, Klefi nr. 6. Þó reynist hann henni vel, á sinn hátt. ...
Fiskarnir hafa enga fætur eftir Jón Kalman Stefánsson
Aðalpersóna bókarinnar, Ari, snýr aftur til heimabæjar síns, Keflavíkur, en hann hefur undanfarið búið í Danmörku. Faðir hans liggur hugsanlega fyrir dauðanum. Ara finnst hann eiga sitthvað óuppgert við hann en milli þeirra hefur oftast ríkt þögn. Að minnsta kosti aldrei verið tekið á því efiða máli, láti móðurinnar, eiginkonunnar, fyrir margt löngu. Föðurfjölskylda Ara kemur frá Neskaupstað og er talsvert sagt frá henni allt frá því að langafi og langamma hans flytjast þangað. Þar er það sjómennskan sem er í fyrirrúmi, æðst allra starfsgreina. Blússandi útgerð. Keflavík er hins vegar kvótalaus bær. ...
Hlustað eftir Jón Óttar Ólafsson
Hlustað | 12.11.2013
Nýr höfundur hefur stigið fram í sviðsljósið með sérlega raunsæja og kraftmikla glæpasögu. Því ber að fagna. Jón Óttar Ólafsson er doktor í afbrotafræðum og hefur starfað innan lögreglunnar líkt og söguhetja þessarar fyrstu bókar hans, Hlustað. Báðir hafa einnig starfað í fjárfestingabanka og Jón Óttar hefur starfað hjá Sérstökum saksóknara, en þar hefur söguhetjan, Davíð, hins vegar ekki starfað. Sérstakur og starfsmenn hans koma þó dálítið við sögu í bókinni, en aðallega er þó greint frá störfum lögreglumanna sem rannsaka morðmál. ...
Bjarg og Heimsendir fylgir þér alla ævi
Bjarg kom út fyrr á þessu ári en Heimsendirinn nú í október. Báðar þessar bækur fjalla um líf í fjölbýli, en hvorug er staðsett á Reykjavíkurkortinu mínu. Aftan á Bjargi segir aðeins að blokkin sé á höfuðborgarsvæðinu og káputexti Heimsendans gefur ekkert upp um staðsetningu. Samt kannaðist ég strax við tilfinninguna og sviðið sem Eva Rún lýsir, enda kom á daginn, í viðtali við hina ungu skáldkonu, að bókin geymir minningarbrot hennar frá æsku og unglingsárum í neðra Breiðholti. ...
Glæpurinn: ástarsaga eftir Árna Þórarinsson
Í nýjustu bók sinni, Glæpurinn, lýsir Árni Þórarinsson einum degi í lífi fjölskyldu sem árum saman hefur þurft að kljást við óskemmtilegt vandamál. Sagan greinir frá því á hve mismundandi hátt parið sem um ræðir hefur brugðist við þeim óvenjulegu aðstæðum sem þau hafa þurft að glíma við. Annað þeirra ákveður að fara eftir gildum samfélagsins, lögum og reglum; hitt hefði gjarnan viljað bjóða öllum siðvenjum birginn og hlýða tilfinningum sínum en fær ekki vilja sínum framgengt. Annað þeirra koðnar niður í einhvers konar lífsleiða og eftirsjá en heldur þó fast við ákvörðun sína; hitt verður alkóhólisma að bráð. ...
Mánasteinn: drengurinn sem var aldrei til
Svartir vængir ólmast í brjósti drengsins sem aldrei var til, Mána Steins, þegar hann yfirgefur Ísland árið 1918. Íslendingar hafa þá nýverið öðlast fullveldi sem drengurinn innsiglaði með ástarleik við danskan sjóliða og er í kjölfarið sendur úr landi. ...
Úlfshjarta eftir Stefán Mána
Úlfshjarta | 30.04.2013
Þrátt fyrir að úlfar hafi aldrei fundist á Íslandi má finna ýmis ummerki þeirra í sögum og kvæðum frá miðöldum. Berserkir hafa löngum tengst hamförum, meðal annars varúlfum og í Egils sögu er mikið um úlfslegar lýsingar, allt frá afa Kveld-Úlfi til augnabrúna Egils sjálfs. Norræn goðafræði er auðug af úlfum og er Fenrisúlfur líklega þeirra þekktastur. Óðinn sjálfur er nátengdur úlfum og hefur tvo til fylgdar, úlfar gleypa sól og mána þegar Ragnarökin bresta á (nú í apríllok) og ekki má gleyma Garmi, hvers gól er upphafið að endalokunum. ...


Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál