Umfjöllun um bækur

Hér er hægt að lesa greinar um bækur eftir leika og lærða, gagnrýni bókmenntafræðinga um ný verk og pistla frá lesendum um ýmis konar lesefni.

Ef þú hefur verið að lesa áhugaverða bók sem þú vilt benda öðrum á, sendu okkur þá endilega línu, hvort sem bókin er gömul eða ný, íslensk eða erlend.

Gagnrýni um bækur er raðað eftir útgáfuárum verka hér til vinstri og lesendapistla má nálgast undir liðnum Ég les.


Lungnafiskarnir eftir Gyrði Elíasson
Vinkona mín las Gyrði. ‚Hann fer alveg með mig‘, sagði hún, og horfði hvasst á mig eins og ég bæri einhverja ábyrgð á þessu, ‚grefur sig inn í hausinn á mér og svo bara dreymir mig eitthvað brjálæðislegt rugl‘. Hún var með bauga undir augunum, konur á okkar aldri þola illa truflaðar draumfarir. ...
DNA eftir Yrsu Sigurðardóttur
DNA | 05.12.2014
Aðdáendur glæpasagna bíða vanalega spenntir eftir nýrri bók frá Yrsu Sigurðardóttur. Það er ekki að undra því að henni tekst mætavel að skapa spennu og má því oft ganga að góðri afþreyingu vísri hjá henni. Það er þó dálítið misjafnt hvernig tekst að halda þeirri spennu. Stundum er eins og öll smáatriðin sem höfundur vill að komi fram, og þurfa væntanlega að koma fram, dragi frásögnina óþarflega á langinn og valdi óþolinmæði hjá lesandanum. En einmitt þessi óþolinmæði er oft og tíðum ófrávíkjanlegur hluti af nautninni við að lesa glæpasögur. Spurningin er þá hvar nautninni sleppir og við tekur erfiði. ...
Hafnfirðingabrandarinn eftir Bryndísi Björgvinsdóttur
Klara er fimmtán ára gömul Hafnarfjarðarmær sem er skilin eftir í umsjá ömmu sinnar á meðan foreldrarnir fara í heilsubótarferð til sólarlanda. Hún er ekkert yfir sig hrifin af þessari ráðstöfun í fyrstu en daglegt líf hins dæmigerða unglings, þar sem heilinn er á yfirsnúningi allan daginn og alltaf eitthvað dramatískt að gerast, verður fljótlega til þess að hún er nánast búin að gleyma því að þau séu til. Á meðan hún reynir að komast að því hvort amma hennar sé raunverulega elliær, eins og foreldrana grunar, veltir Klara fyrir sér strákum, vinkonum sínum, bekkjarfélögum og fjölskyldu. Hún sér nýjar hliðar á fólkinu sem er henni næst og áttar sig smám saman á því að þegar er klórað aðeins í yfirborðið kemur oft eitthvað allt annað í ljós en maður átti von á. ...
Drón eftir Halldór Armand Ásgeirsson
Drón | 05.12.2014
Drón er önnur bók Halldórs Armands Ásgeirssonar sem skaust upp á stjörnuhiminn íslenskra bókmennta með sinni fyrstu bók, Vince Vaughn í skýjunum (2013), en sú inniheldur tvær nóvellur; titilsöguna og Hjartað er jójó. Frumraun Halldórs var ferskt innlegg í íslenska bókmenntaflóru, sannkölluð 21. aldar saga þar sem höfundurinn beinir sjónum sínum að lífi ungs fólks á tölvuöld. ...
Freyja Dís sem vildi BARA dansa og dansa eftir Birgittu Sif
Myndabækurnar Freyja Dís sem vildi BARA dansa og dansa, Knúsbókin og Skrímslakisi eru mjög ólíkar bækur þar sem vel tekst til bæði við að virkja ímyndunarafl lesandans og vekja áhuga hans. ...
KOK eftir Kristínu Eiríksdóttur
KOK | 28.11.2014
Kristín er bæði skáld og myndlistarmaður og KOK er á mörkum þess að vera ljóðabók og listaverk. Það tvíræða form birtist bæði í innviðum verksins en einnig í „útviðum“ þess, þ.e. útliti, útgáfu og kynningu. Bókin er gefin út af bókaútgáfunni Forlaginu og kynnt undir flokkinum „Ljóð og leikrit“ í Bókatíðindunum núna fyrir jólin. Á sama tíma hafa sjónrænir eiginleikar bókarinnar mikið vægi; brot bókarinnar er með stærra móti en gengur og gerist sem gefur bæði texta og myndum meira andrými á síðunni. Það er auðséð að myndunum er ekki ætlað að skreyta textann heldur eru þær sjálfstæðar einingar sem hafa jafn mikið vægi og ljóðin í bókinni. ...
Velúr eftir Þórdísi Gísladóttur
Velúr | 25.11.2014
Velúr er önnur ljóðabók Þórdísar Gísladóttur og kom út í byrjun sumars. Fyrsta ljóðabók hennar, Leyndarmál annarra, kom út árið 2010 og hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Þá hefur Þórdís einnig skrifað tvær barnabækur um þau Randalín og Munda og starfað við þýðingar. Velúr er stórskemmtileg bók er hefur að geyma ljóð sem fjalla um sameiginlegt minni og sértækar minningar því tengdu, skáldaðar persónur er lesendur gætu vel þekkt úr eigin lífi og samtíma og hversdagsleg málefni sem teflt er gegn hinu háleita er einkennir svo oft ljóðlistina. Það síðastnefnda tel ég að endurspeglist í titli bókarinnar, Velúr, en skilgreining á því efni úr ungmennatímaritinu Monitor birtist aftan á ljóðabókinni: „Velúr er eitt af þessum efnum sem maður ýmist elskar eða hatar. Hefur það þótt nokkuð hallærislegt síðustu ár en kemur nú sjóðheitt inn.“ Að vissu leyti má ímynda sér að ljóðið hafi svipaða stöðu í huga ljóðmælanda. Hún virðist hafa tvíbenta afstöðu til ljóða og finnst þau hallærisleg þegar þau verða of háleit og uppskrúfuð. ...
Leið eftir Heiðrúnu Ólafsdóttir
Leið | 25.11.2014
Hún lætur ekki mikið yfir sér, skáldsaga Heiðrúnar Ólafsdóttur, Leið. Titillinn er stuttur og brotið lítið, nokkru minna en hefðbundið kiljubrot. Kápan er látlaus, grænlitaður vefnaður, sem mögulega geymir leynd mynstur. Sjálf er sagan ekki átakamikil, þó vissulega sé þar fjallað um átakanleg mál. Það er kannski einmitt í því sem styrkur verksins felst, að skila rífandi tilfinningaóreiðu í hógværum og fumlausum stíl. ...
Listin að vera einn eftir Shuntaro Tanikawa
Ljóðskáldið Shuntaro Tanikawa er eitt af stórskáldum heimsins að mati þýðanda þessa kvers, Listin að vera einn, sem inniheldur safn ljóða Tanikawa frá harla löngum ferli. Þýðandinn, Gyrðir Elíasson, ritar einnig formála, ekki skoðanalausan, þar sem dregin er upp mynd af skáldinu, sagt undan og ofan af ferlinum, greint frá einkennum og hugðarefnum skáldsins, raktir hugsanlegir áhrifavaldar úr bókmenntum, tónlist og lífinu. Tanikawa er vel við aldur, fæddur árið 1931, hefur þýtt töluvert, fengist við barnabókmenntir og handritaskrif, en þó hefur hann fyrst og síðast fengist við ljóðlist. ...
Kamp Knox eftir Arnald Indriðason
Kamp Knox | 24.11.2014
Einu sinni var hér bandarískur her. Hann markaði þáttaskil fyrir íslenskt samfélag, skipti sköpum í íslenskri menningarsögu. Samband Íslendinga við herinn og söguna um hersetuna og herstöðina hefur alltaf verið flókið eins og best kom líklegast fram við brotthvarf hans. Og í ljósi ítrekaðra mótmæla á Austurvelli í kjölfar efnahagshrunsins, sem stjórnmálamenn áttu þátt í að skapa, er ekki úr vegi að rifja upp að fram að því tengdust kröftugustu mótmæli Íslandssögunnar einmitt herstöðinni. ...


Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál