Umfjöllun um bækur

Hér er hægt að lesa greinar um bækur eftir leika og lærða, gagnrýni bókmenntafræðinga um ný verk og pistla frá lesendum um ýmis konar lesefni.

Ef þú hefur verið að lesa áhugaverða bók sem þú vilt benda öðrum á, sendu okkur þá endilega línu, hvort sem bókin er gömul eða ný, íslensk eða erlend.

Gagnrýni um bækur er raðað eftir útgáfuárum verka hér til vinstri og lesendapistla má nálgast undir liðnum Ég les.


Mamma klikk!
Mamma klikk! | 09.12.2015
Eftir hinar geysivinsælu fótboltabækur um Jón Jónsson og félaga hans í Þrótti snýr Gunnar Helgason sér að sígíldu unglingavandamáli, eða hvernig það er að eiga klikkaða foreldra þegar maður er bara að reyna að vera venjulegur. ...
Stóri skjálfti
Stóri skjálfti | 09.12.2015
Sjöunda skáldsaga Auðar Jónsdóttur, Stóri skjálfti, hefst á gífurlegri óvissu þar sem aðalpersóna sögunnar er jafn týnd og lesandinn. Fljótlega kemur í ljós að aðalpersónan, sem heitir því vel til fundna nafni Saga, hefur fengið alvarlegt flogakast á gangi með rúmlega þriggja ára syni sínum við Klambratún. Saga er flogaveik en hefur ekki fengið flog í mörg ár. Flogið reynist hafa miklar afleiðingar þar sem Saga missir minnið að hluta til og er ekki treystandi til að vera ein. Þetta ástand er grundvöllurinn að söguþræði bókarinnar sem gengur að miklu leyti út á hvernig Saga tekst á við minnisleysið og breyttar aðstæður í lífi sínu. ...
Sogið
Sogið | 09.12.2015
Yrsa Sigurðardóttir hlaut íslensku glæpasagnaverðlaunin fyrir bók sína DNA sem kom út á síðasta ári og segir þar meðal annars frá seinheppna lögreglumanninum Huldari og sálfræðingnum Freyju. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Yrsa hvílir sig á lögfræðingnum Þóru og kynnir nýja rannsóknaraðila til sögunnar, en hingað til hefur það lið ekki öðlast framhaldslíf. En nú bregður svo við að Huldar og Freyja eru mætt til leiks á ný í Soginu. ...
gráspörvar og ígulker eftir Sjón
Í nýjustu ljóðabók Sjóns, gráspörvar og ígulker, verða staðir sem lesendur þekkja úr borgarlandslagi Reykjavíkur að vettvangi ljóða. Í meðförum skáldsins eru þeir þó sviptir raunsæislegu og hversdagslegu yfirbragði og verða að sviði drauma og goðsagna. Þetta á við um ljóðin „(hólavallagarður)“, sem er upphafsljóð bókarinnar, „(landsbókasafn)“ og „(reykjavíkurhöfn)“, sem birtast lesendum í köflum sem bera heitin „i“ og „ii“, og koma á milli tveggja lengri ljóðabálka, „danse grotesque“ og „draumkvæði úr suðurhöfum“. Í þessum þremur ljóðum eru staðirnir nefndir sínu nafni og ljóðið þannig rækilega staðsett í borgarrýminu sem verður í kjölfarið að ákveðnum ramma fyrir önnur ljóð bókarinnar. Hins vegar eru staðarnöfnin höfð innan sviga sem gefur tilkynna ákveðinn fyrirvara; staðurinn í ljóðinu er í raun draumaútgáfa þess staðar sem vísað er á og því aðeins til í huga ljóðmælanda. ...
Vetrarfrí eftir Hildi Knútsdóttur
Vetrarfrí | 02.12.2015
Hryllingur og fantasía eru ríkjandi meðal barna- og unglingabóka þessi jólin og kennir þar ýmissa grasa. Vetrarfrí eftir Hildi Knútsdóttur er stíluð á unglinga á efsta stigi grunnskóla og í menntaskóla og byrjar eins og hefðbundin unglingasaga, hún er þó fljót að skipta algerlega um ham og snúast upp í sannkallaða hryllingssögu. ...
Leiðin út í heim eftir Hermann Stefánsson
Leiðin út í heim | 30.11.2015
Leiðin út í heim er fimmta skáldsaga Hermanns Stefánssonar og nýjasta afurð ferils sem hófst með skáldfræðiritinu Sjónhverfingar árið 2003. Á eftir fylgdi þríleikurinn um rithöfundinn Guðjón og konu hans Helenu í sögunum Níu þjófalyklar (2004), Stefnuljós (2005) og Algleymi (2008). Fyrir tveimur árum gaf Hermann út skáldsöguna Hælið í 1005, tímariti sem kom út um árabil og hann ásamt fleirum stóð að, og í fyrra kom út endurminningabókin Spennustöðin á vegum Tunglútgáfunnar. Eintökin sem Tunglútgáfan gefur út eru meira en lítið fágæt því hver bók er aðeins gefin út í 69 eintökum og eingöngu seld í útgáfuhófi sem fram fer undir fullu tungli. Spennustöðin fór því ef til vill ekki hátt en hlaut lof þeirra sem lásu og hana er hægt að nálgast á öllum betri bókasöfnum bæjarins. ...
Hrollur
Hrollur | 27.11.2015
Bókabeitan hefur komið sterk inn á undanförnum árum í að leggja sitt af mörkum til að auka fjölbreytileika í útgáfu barna- og unglingabóka á Íslandi. Nú koma út á hennar vegum þrjár þýðingar úr Hrolls bókaflokknum, eða Goosebumps á ensku, eftir hinn vinsæla og afkastamikla hrollvekjuhöfund R. L. Stine, sem hefur stundum verið kallaður Stephen King barnabókanna. Á heimasíðu Stine, www.rlstine.com, er hægt að nálgast lista yfir allar bækur höfundarins og sá listi er ansi hreint langur. Goosebumps bókaflokkarnir telja í heild eitthvað um 120 bækur. Hefnd garðdverganna og Sá hlær best sem síðast hlær eru þýðingar á bókum úr fyrsta Goosebumps bókaflokknum, en í honum eru samtals heilar 62 bækur! Kvikmyndin er alveg ný og er hér eins konar inngangur, þó að hún gerist í raun á eftir öllum hinum sögunum. Bókin er ekki eftir Stine sjálfan heldur byggir á kvikmyndahandriti myndarinnar Goosebumps sem er væntanleg í bíó eftir áramót. ...
Hundadagar eftir Einar Má Guðmundsson
Hundadagar | 25.11.2015
“Yfirvöldin sátu í útlöndum og enginn trúði því að heimurinn gæti verið eitthvað öðruvísi en hann var. Menn sungu bara sálma, voluðu og dóu.” Svo segir í bók Einars Más Guðmundssonar, Hundadagar. Ekki hefur mannlíf á Íslandi talist merkilegt á þeim tíma er Jörgen Jörgensen rakst hingað og gerðist verndari lands og þjóðar eitt sumar á landinu bláa. Ekki miklu að bylta svo sem, segir Einar í þessari víðfeðmu bók sem spannar ævi Jörgens eða Jörundar og auk þess búta úr ævi Jóns Steingrímssonar eldklerks, Finns Magnússonar fornfræðings, Guðrúnar Johnsen og margra fleiri. ...
Tilfinningarök eftir Þórdísi Gísladóttur
Tilfinningarök | 23.11.2015
Áður en ég tók mér nýjustu ljóðabók Þórdísar Gísladóttur í hönd hafði ég lifað við þann misskilning að hún bæri titilinn Tilfinningabók en ekki Tilfinningarök. Mér fannst fyrri titillinn vera í fullkomnum takti við fyrri stef höfundar og var viss um að þarna væri hún að leika sér með hugmyndina um tilfinningablogg sem var gott og gilt form hér á árum áður – blogg þar sem höfundur kom orðum að tilfinningum sínum á degi hverjum. Miðað við fyrri efnistök Þórdísar fannst mér bara alls ekki ólíklegt að hún myndi nýta sér annað eins dægurefni sem uppsprettu að yrkisefni fyrir ljóð sín og ég ímyndaði mér að hér væri komin tilfinningabók með kaldhæðnislegum og skemmtilegum útúrdúrum. ...
Skuggasaga - Arftakinn
Þjóðasagnaarfurinn hefur veitt mörgum barnabókahöfundum innblástur í gegnum tíðina. Sögur af samskiptum manna og álfa lifa enn góðu lífi í barna- og unglingabókum enda mikinn og áhugaverðan efnivið þar að finna. Skuggasaga - Arftakinn eftir Ragnheiði Eyjólfsdóttur hlaut barnabókaverðlaunin í ár en þar er hugmyndum úr þjóðsögum af íslenskum álfum og furðuverum fléttað saman við hefðir bæði úr norrænum sögum og úr fantasíum. ...


Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál