Umfjöllun um bækur

Hér er hægt að lesa greinar um bækur eftir leika og lærða, gagnrýni bókmenntafræðinga um ný verk og pistla frá lesendum um ýmis konar lesefni.

Ef þú hefur verið að lesa áhugaverða bók sem þú vilt benda öðrum á, sendu okkur þá endilega línu, hvort sem bókin er gömul eða ný, íslensk eða erlend.

Gagnrýni um bækur er raðað eftir útgáfuárum verka hér til vinstri og lesendapistla má nálgast undir liðnum Ég les.


Að gæta bróður míns eftir Antti Tuomainen
Það er margskonar arfur sem heiðarlegi fasteignasalinn Klaus Haapala burðast með í farangrinum í sögu Antti Tuomainen, Að gæta bróður míns. Annars vegar er það saga föður hans og afa og hinsvegar saga samskipta milli Finna og Rússa. Ofan á það bætist samfélag nútímans, nútímaviðskiptahátta og gróðasjónarmiða sem hann þarf að takast á við. Ekkert af þessu fellur vel að sjálfsmynd hans sem heiðarlegs fasteignasala, enda er orðasambandið heiðarlegur fasteignasali hrein mótsögn. ...
Dröfn og Hörgult eftir Baldur Óskarsson
Dröfn og Hörgult | 09.07.2015
Ljóðið „Klúka“ hefst á þessum línum: „Stundin sem okkur var gefin / og nú ber að þakka“, á vel við þegar ég sest niður og skrifa umfjöllun um síðustu bækur Baldurs Óskarssonar. Eftir að hafa sinnt ljóðinu síðan árið 1966 (hann var aldrei alveg ánægður með prósaverkin sín) á hann svo sannarlega skilið þakkir, en allt frá því að ég kynntist ljóðum hans fyrir næstum tveimur áratugum hef ég upplifað með þeim – og í þeim – ófáar ánægjustundir. ...
Flekklaus eftir Sólveigu Pálsdóttur
Flekklaus | 09.07.2015
Eitt einkenni glæpasagna (og reyndar á þetta við um stóran hluta bókmennta yfirleitt) er að þar er einhver sem segir ekki satt. Eða segir ekki allt, sem heitir hvít lygi, eða hliðrar sannleikanum og færir í stílinn, eða jafnvel bara þegir. Iðulega eru fyrir þessu góðar ástæður, glæpamenn eru til dæmis eðlilega tregir til að játa brot sín og gera allskonar til að koma í veg fyrir að upp um þau komist, og flestir eiga sér einhver leyndarmál sem þeir vilja bara fá að eiga í friði. ...
Öræfi eftir Ófeig Sigurðsson
Öræfi | 09.07.2015
Öræfi Ófeigs Sigurðssonar hlaut Íslensku bókmennta-verðlaunin fyrir síðasta ár en áður en verkið hafði einu sinni verið tilnefnt skapaðist í kringum það mikill spenningur, bókin fékk rífandi góða dóma og byrjaði að seljast – svo, að gaumlaus útgefandinn þurfti að hendast í endurprentun. Jafnframt varð skáldsagan nokkuð umtöluð, aðallega fyrir það hvað þetta kom allt á óvart. Minna bar á því að hún væri umdeild, almennt virtist lofið einróma. ...
Krabbaveislan eftir Hlyn Níels Grímsson
Krabbaveislan | 18.05.2015
Krabbaveislan nefnist nokkuð glæsileg frumraun Hlyns Níelsar Grímssonar. Höfundur bókarinnar er læknir og fjallar hún að mestu leyti um lækna og spítalalíf. Sýn Hlyns á þessi fyrirbæri er fremur kaldranaleg og umfram allt kaldhæðin. Krabbameinslæknum tekst víst ekki alltaf að lækna sjúklinga sína, Í raun er það frekar sjaldgæft, að minnsta kosti virðast sjúkdómarnir oft taka sig upp á nýjan leik þegar meðferð á að vera lokið. Það fer þó nokkuð eftir eðli og tegund krabbans. ...
Hinn litlausi Tsukuru Tazaki og pílagrímsár hans eftir Haruki Murakami
Það að lesa bækur Murakami er óvissuferð af sérstæðri gerð, eiginlega líkamleg skynjun á bókmenntum. Þó er það ekki endilega viðfangsefnið, þó vissulega sé söguþráður þessarar bókar óvenju markviss, heldur frekar það hvernig höfundurinn smíðar verkið, og byggir inn í það endalaus skúmaskot, krúsidúllur og afvegi. Táknmálið er einfalt og sterkt: helsta ástríða hins litlausa Tsukuru Tazaki eru lestarstöðvar, hönnun lestarstöðva. Þar situr hann lon og don og fylgist með lestum – ekki beint ‚trainspotting‘ en þó, honum líður vel að vita af stundvísum lestum. ...


Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál