Umfjöllun um bækur

Hér er hægt að lesa greinar um bækur eftir leika og lærða, gagnrýni bókmenntafræðinga um ný verk og pistla frá lesendum um ýmis konar lesefni.

Ef þú hefur verið að lesa áhugaverða bók sem þú vilt benda öðrum á, sendu okkur þá endilega línu, hvort sem bókin er gömul eða ný, íslensk eða erlend.

Gagnrýni um bækur er raðað eftir útgáfuárum verka hér til vinstri og lesendapistla má nálgast undir liðnum Ég les.


Verndargripur eftir Roberto Bolaño, í þýðingu Ófeigs Sigurðssonar
Verndargripur | 23.02.2017
Í fróðlegum eftirmála að stuttu skáldsögunni Verndargripur nefnir þýðandinn að verkið sé líklega það sjálfsævisögulegasta af skáldsögum höfundar og að það myndi einskonar millikafla eða ‚brú‘ milli tveggja stórra skáldsagna hans, Villtu spæjaranna og 2666. ...
Bjargræði eftir Hermann Stefánsson
Bjargræði | 13.02.2017
Árið 2016 markar 300 ára afmæli skáldkonunnar Bjargar Einarsdóttur sem iðulega er kennd við bæinn Látra. Þó að þetta sé ein af örfáum konum sem ég man til að nefndar hafi verið til sögunnar í bókmenntasögu fyrri alda hefur ekki farið mikið fyrir Björgu í íslensku bókmenntalandslagi; þó nóg sé til af ævisögum og ritum um dauða karla þá fer minna fyrir dauðum konum. Þó dúkkaði Björg upp í tveimur ritum á aldaafmælinu, annarsvegar er texti sem talinn er hennar prentaður í fræðiriti Guðrúnar Ingólfsdóttur, Á hverju liggja ekki vorar göfugu kellíngar og hinsvegar í skálduðum dagbókarbrotum í ljóðabók Sigurlínar Bjarneyjar Gísladóttur, Tungusól og nokkrir dagar í maí. Og svo er það auðvitað bókin sem hér er til umfjöllunar, Bjargræði eftir Hermann Stefánsson. ...
Þín eigin hrollvekja eftir Ævar Þór Benediktsson
Ævar Þór Benediktsson, eða Ævar vísindamaður, er flestum landsmönnum kunnur enda hefur hann verið áberandi á hinum ýmsu sviðum menningar fyrir börn á undanförnum árum. Hann hefur meðal annars verið umsjónarmaður útvarpsþáttanna Vísindavarp Ævars og sjónvarpsþáttanna Ævar vísindamaður á RÚV og hefur auk þess skrifað bæði vísindabækur og skáldsögur fyrir börn ásamt því að standa fyrir árlegu lestrarátaki í grunnskólum landsins. Ævar Þór fékk sérstaka viðurkenningu á degi íslenskrar tungu í nóvember á þessu ári fyrir stuðning við íslenska tungu með vinnu sinni til að auka lestraráhuga barna. ...
Eyland eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur
Eyland | 30.01.2017
Fyrsta skáldsaga Sigríðar Hagalín Björnsdóttur, Eyland, er margslungin bók sem er erfitt að festa undir eina ákveðna bókmenntagrein. Bókin hefst á einbúa í eyðifirði sem er að taka á móti lömbum. Einbúanum er umhugað um að komast lífs og virðist vera á flótta undan einhverju. Hann sest svo við skriftir í hrörlega kofanum sínum þar sem hann ætlar sér að skrifa annál um það sem hefur gerst og „hvernig þetta myrkur skall á“ (bls. 11). Í næsta kafla breytist sjónarhornið og lesandinn fær að kynnast Hjalta Ingólfssyni, blaðamanni, sem heldur fínt matarboð í Hlíðunum ásamt kærustu sinni, Maríu. Þrátt fyrir að boðið sé hið glæsilegasta og eldamennskan til fyrirmyndar kemur fljótlega í ljós að það leikur ekki allt í lyndi milli Hjalta og Maríu. Hjalti á erfitt með að tengjast börnum Maríu, Margréti og Elíasi, og sinnir þeim ekki nógu vel að mati Maríu. Þessi ágreiningur leiðir á endanum til átakanlegra sambandsslita. Upphaf bókarinnar gefur því til kynna að um sé að ræða eins konar ástar- og harmsögu þar sem stormasamt samband verður krufið til mergjar. Um leið liggur óleyst ráðgátan um aðstöðu einbúans í byrjun sögunnar, sem virðist vera Hjalti sjálfur. ...
Sumartungl eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson
Sumartungl | 30.01.2017
Sumartungl telur rúmar 70 síður með stuttum athugasemdakafla. Bókin sameinar það tvennt sem felst í nafni hennar, annarsvegar tunglið – melankólíu, hina hrjóstugu auðn; og hinsvegar sumarið – frjósemi, von og gleði. Þessi tvö þemu, ást og tregi, gleði og missir togast á í verkinu og úr verða mörg hugljúf og falleg ljóð. Sum ljóðanna hafa verið gefin út áður, á íslensku og ensku í bókinni Ruin Memories. ...
Vetrarhörkur eftir Hildi Knútsdóttur
Vetrarhörkur | 30.01.2017
Loksins er komið framhald af hrollvekjunni Vetrarfrí sem kom út fyrir jólin í fyrra. Margir (alla vega ég) hafa eflaust beðið þess með eftirvæntingu að fá að vita hvað yrði um Íslendinga eftir að geimverurnar gerðu innrás. Mörgum spurningum var ósvarað í lok sögunnar og hreint ekki ljóst hvað framtíðin hefði í för með sér. Í Vetrarhörkum fáum við svörin sem við höfum beðið eftir og þau eru skemmtilega ófyrirsjáanleg. ...
Víghólar eftir Emil Hjörvar Petersen
Víghólar | 10.01.2017
Víghólar er ríflega 400 blaðsíðna skáldsaga sem blandar saman fantasíu og hefðbundinni glæpasögu með norrænu ívafi. Við kynnumst huldumiðlinum Bergrúnu Búadóttur, sem hefur verið verkefnalaus lengi og því átt erfitt með að greiða húsaleigu og láta laga gleraugun, sem hún hefur límt saman með teipi. Hér mætir norrænn raunveruleiki lesandanum, blokkaríbúðin, harkið og afleiðingar hjónaskilnaðar. Bergrún á í erfiðu sambandi við dóttur sína, Brá, en hún er tvítug og við það að falla á mætingu í MH. ...
Takk fyrir að láta mig vita eftir Friðgeir Einarsson
Það er vandasamt verk að fjalla um smásagnasafn á heildstæðan máta, sérstaklega þegar umrætt safn inniheldur mjög fjölbreyttar sögur, bæði hvað varðar sjónarhorn og efnisval. Þrátt fyrir að sögurnar séu margbreytilegar á yfirborðinu má engu að síður finna ákveðna stemningu sem sameinar sögurnar og umlykur verkið í heild sinni. Stemningin er ljúfsár þar sem Friðgeir dregur fram litlu atriðin í hversdagslífinu sem eru ósköp ómerkileg á yfirborðinu en reynast merkingarþrungin þegar kastljósinu er beint að þeim. Eftir lestur verksins er það angurværðin í sögunum sem stendur upp úr, smávægilega hryggðin sem sáldrað er yfir lífið í örlitlum skömmtum. Hryggðin sem við eigum að harka af okkur og ekki láta á okkur fá. ...
Úlfur og Edda: dýrgripurinn
Sumarið framundan virðist ekki lofa góðu fyrir Eddu og allt stefnir í að það verði bæði langdregið og leiðinlegt. Pabbi hennar hefur ákveðið að leigja heimili þeirra til túrista yfir sumarið og þau feðginin ætla að búa í Skálholti á meðan ásamt litla stjúpbróður Eddu, honum Úlfi, sem Eddu kemur ekkert allt of vel saman við. Pabbi Eddu hefur nefnilega tekið að sér sumarvinnu sem kokkur í Skálholti, þrátt fyrir að kunna ekkert að elda. Eina bjarta hliðin er að í Skálholti vinnur amma Eddu og nafna, en hún er fornleifafræðingur og er bæði stórskemmtileg og helsta fyrirmynd barnabarnsins. ...
Góðfúslegt leyfi til sígarettukaupa eftir Eyrúnu Ósk Jónsdóttur
Eyrún Ósk Jónsdóttir hefur sent frá sér þrjár skáldsögur, tvær ljóðabækur og skrifað fjöldan allan af leikritum sem sett hafa verið upp bæði hérlendis og erlendis. Hún hlaut verðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir bókina Góðfúslegt leyfi til sígarettukaupa í sumar ...


Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál