Umfjöllun um bækur

Hér er hægt að lesa greinar um bækur eftir leika og lærða, gagnrýni bókmenntafræðinga um ný verk og pistla frá lesendum um ýmis konar lesefni.

Ef þú hefur verið að lesa áhugaverða bók sem þú vilt benda öðrum á, sendu okkur þá endilega línu, hvort sem bókin er gömul eða ný, íslensk eða erlend.

Gagnrýni um bækur er raðað eftir útgáfuárum verka hér til vinstri og lesendapistla má nálgast undir liðnum Ég les.


Enginn sá hundinn
Af hundum og hetjum | 25.11.2016
Þrjár myndabækur fyrir yngstu börnin: Enginn sá hundinn, Hekla skilur hundamál og Hetjubókin. ...
Perurnar í íbúðinni minni
Ljóðið er ekkert halt. Það gengur hnarreist og meira að segja í flunkunýjum skóm. Nú flytja menn og konur þau að vísu við takfastan undirleik en prinsippið er hið sama. Og eins og með öll önnur form, þá er listræna inntakið kannski misheimspekilegt og stíllinn ekki alltaf jafn bragðmikill. En ljóðið hefur raunar aldrei staðið jafn stöðugt á tveimur jafnlöngum og nú. ...
Skóladraugurinn eftir Ingu Mekkin Beck
Skóladraugurinn | 22.11.2016
Skóladraugurinn fjallar um það hvernig ung stúlka tekst á við breyttar aðstæður í lífinu og sorgina í kjölfar bróðurmissis. Sagan gerist á Íslandi nútímans og segir frá Gunnvöru sem flytur 11 ára gömul í smábæ úti á landi ásamt foreldrum sínum, eftir að bróðir hennar og amma láta lífið í bílslysi. Þegar sagan hefst er Gunnvör að byrja í skólanum á nýja staðnum og verður fyrsta daginn vitni að áhugaverðum samræðum skólastjórans og húsvarðarins. Samræðurnar vekja forvitni hennar en þær benda til þess að eitthvað dularfullt sé í gangi í ákveðinni kompu í kjallara skólans. ...
Að heiman eftir Arngunni Árnadóttur
Að heiman | 18.11.2016
Að heiman segir frá Unni, tuttuguogþriggja ára gömglum háskólanema í sagnfræði, sem snýr aftur heim til Íslands eftir að hafa verið í skiptinámi í Berlín. Eftir dvölina úti í hinum stóra heimi virðist Ísland þrengja að Unni og hún á erfitt með að fóta sig í tilverunni. Unnur er í millibilsástandi þegar hún snýr aftur heim og hefur ekki gert upp við sig hvað hún vill fá út úr lífinu né hvar hún vill vera. Að snúa aftur heim til Íslands er í raun ekki hennar ákvörðun eða löngun heldur einungis rökrétt framhald eftir skiptinám. Fyrst fer maður að heiman og svo snýr maður aftur heim, þannig er gangur lífsins. En ekkert í lífinu er klippt og skorið og Unnur á erfitt með að vera neydd aftur í sama gamla farið. ...
Petsamo
Petsamo | 17.11.2016
Í Petsamo heldur Arnaldur Indriðason áfram að miðla til lesenda rannsóknum sínum á íslensku samfélagi á hersetuáránum. Það er ljóst að mikil söguleg rannsóknarvinna býr að baki síðustu þremur glæpasögum sem Arnaldur hefur sent frá sér en Petsamo er, líkt og þær, söguleg glæpasaga. Allar fjalla þær um áhrif hersetunnar á íslenskt samfélag og um samskipti herliðsins við íbúa landsins, ekki síst íbúa höfuðborgarinnar Reykjavíkur. ...
Raddir úr húsi loftskeytamannsins eftir Steinunni G. Helgadóttur
Bókin hefst á sögu loftskeytamannsins, sem lýsir því hvernig hann var alla tíð frekar einrænn en átti þó einnar nætur ástarævintýri með ungri konu sem bjó fyrir ofan sjoppu í miðbænum. Hann flytur út á land og einangrar sig þar að mestu og helgar sig loftskeytum og skrifum. Ekki vill betur til en svo að þegar hann hefur nýlokið við handrit kemur sú bók út undir nafni annars höfundar. ...
Hestvík eftir Gerði Kristnýju
Hestvík | 04.11.2016
Nýlega sat ég rithöfundaþing og hlýddi á prófessor í bókmenntafræði spjalla við höfund sem kalla mætti þungavigtarmann í íslenskum samtímabókmenntum. Umræðuefnið var hrollvekjan. Prófessorinn lýsti því hvernig hrollvekjan hefði verið álitin lægst allra bókmenntagreina og ómerkilegust, en þrátt fyrir það, og kannski einmitt þess vegna, hafði hún veitt þungavigtarhöfundinum botnlausan innblástur og hugmyndir um hvernig mætti breyta mögulegu söguefni í góða skáldsögu. Höfundurinn vildi meina að b-myndirnar og reyfararnir hefðu verið búnir að kortleggja dulda óra mannsins löngu áður en höfundar fagurbókmennta hófu að takast á við það viðfangsefni. Þá hefur frásagnartækni hrollvekjunnar komið mörgum skáldsagnahöfundum að góðu gagni og oft hleypt fersku blóði í allt að því staðnaðar bókmenntir. ...
Smámyndasmiðurinn eftir Jessie Burton
Smámyndasmiðurinn | 14.06.2016
Það verður að játast að ég er líklega ekki sú hlutlausasta þegar kemur að umfjöllun um smáhluti, en ég hef alla tíð heillast af smækkuðum útgáfum hluta og heima og hef ævinlega verið þeirra skoðunar að fegurðin felist í hinu smáa, hvort sem það eru smáatriði eða bara smámyndir. Þessi áhugi jarðrar við blæti, sem kannski kemur best fram í því að á heimilinu er hilla lögð undir altari þar sem smækkaðar útgáfur hinna ýmsu guða (ó)líkra trúarbragða deila rými systursamlega og skrafa saman á nóttunni meðan ég sef. ...


Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál