Greinar og umfjöllun

Guðbergur Bergsson

Almenn umfjöllun

Birna Bjarnadóttir: Holdið hemur andann. Um fagurfræði í skáldskap Guðbergs Bergssonar
Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2003

Birna Bjarnadóttir: "Í guðlausu fjaðrafoki. Um sambönd og innra líf í sögum Guðbergs Bergssonar"
Tímarit Máls og menningar, 59. árg., 1. tbl. 1998, s. 34-52

Birna Bjarnadóttir: "Fagurfræði í skáldskap Guðbergs Bergssonar : kynning á doktorsverkefni"
Tímarit íslenskra háskólakvenna, 2. árg., 2. tbl. 1999, s. 12-16

Einar Kárason: "Af þremur sagnamönnum"
Tímarit Máls og menningar, 49. árg., 2. tbl. 1988, s. 208-217

"Entervista con Gudbergur Bergsson, escritor" (viðtal)
Cuadernos Cervantes de la Lengua Espanola, 27. árg. 2002, s. 8-9

Jakob F. Ásgeirsson: „Guðbergur“ [viðtal við Guðberg Bergsson rithöfund]
Í húsi listamannsins : 25 svipmyndir,. Ugla, Reykjavík, 2006, s. 32-48

Marta Jerábková-Bartoskova: "Guðbergur Bergsson (1932- )"
Icelandic Writers. Dictionary of Literary Biography, vol. 293, ritstj. Partick J. Stevens, Detroit, Gale 2004, s. 70-76

Jón Yngvi Jóhannsson (ritstj.): Ritþing um Guðberg Bergsson
Reykjavík: Menningarmiðstöðin Gerðuberg, 1999

Tone Myklebost: "En fandenivodsk ironiker : møte med Guðbergur Bergsson"
Vinduet, 54. árg., 1. tbl. 2000, s. 53-56


Um einstök verk

Anna
Ólafur Jónsson: "Anna. Ritdómur"
Skírnir, 144. árg., 1968, s. 234-237

Steinunn Inga Óttarsdóttir: "Maðurinn er ekki einn. Gróteska í Önnu Guðbergs Bergssonar"
Tímarit Máls og menningar, 55. árg., 3. tbl. 1994, s. 26-29

Ástir samlyndra hjóna
Gunnar Benediktsson: "Ástir samlyndra hjóna. Ritdómur"
Tímarit Máls og menningar, 29. árg., 1. tbl. 1968, s. 89-94

Jóhanna Sveinsdóttir: "Guðbergsk siðbót"
Tímarit Máls og menningar, 39. árg., 3. tbl. 1978, s. 281-300

Sverrir Hólmarsson: "Ástir samlyndra hjóna, tólf tengd atriði"
Skírnir, 142. árg., 1968, s. 191-194

Don Kíkóti frá Mancha
Sigrún Ástríður Eiríksdóttir: "Miguel de Cervantes. Don Kíkóti frá Mancha I-VIII"
Skírnir, 159. árg., 1985, s. 274-286

Eins og steinn sem hafið fágar
Gunnþórunn Guðmundsdóttir: "Að hafa fjarlægð á nálægðina"
Tímarit Máls og menningar, 60. árg., 3. tbl. 1999, s. 108-112

Endurtekin orð
Einar Bragi: "Litið í fáeinar ljóðabækur"
Birtingur, 8. árg., 1.-2. tbl. 1962, s. 43-64

Þorgeir Þorgeirsson: Ritdómur
Tímarit Máls og menningar, 23. árg., 4.-5. tbl. 1962, s. 418-420

Faðir og móðir og dulmagn bernskunnar
Birna Bjarnadóttir: "Endurfæðing harmleiks. Um skapandi mörk lífs og listar í skáldævisögu Guðbergs Bergssonar"
Andvari, 124. árg., 1999, s. 141-156

Gunnþórunn Guðmundsdóttir: "Það að lifa er að setja tæting saman"
Tímarit Máls og menningar, 59. árg., 4. tbl. 1998, s. 132-136

Þórður Helgason: "Þetta er skáldævisaga"
Frjáls verslun, 59. árg., 2. tbl. 1998, s. 70

Flateyjar Freyr
Pétur Örn Björnsson: "Nokkur orð um Flateyjar-Frey"
Mímir, 18. árg., 1. tbl. 1979, s. 52-65

Froskmaðurinn
Margrét Eggertsdóttir: Ritdómur
Tímarit Máls og menningar, 48. árg., 1. tbl. 1987, s. 119-123

Örn Ólafsson: Ritdómur
Skírnir, 160. árg., 1986, s. 335-340

Hið eilífa þroskar djúpin sín
Berglind Gunnarsdóttir: "Lifandi rómur; vegna nýlegra ljóðaþýðinga úr spænsku"
Skírnir, 168. árg., vor 1994, s. 219-232

Hinsegin sögur
Kristján Árnason: "Hinsegin sögur. Ritdómur"
Skírnir, 159. árg., 1985, s. 297-300

Hjartað býr enn í helli sínum
Þorvaldur Kristinsson: "Þetta eru vorir tímar"
Tímarit Máls og menningar, 44. árg., 3. tbl. 1983, s. 337-340

Leikföng leiðans
Gunnar Benediktsson: "Þrjú ung sagnaskáld"
Tímarit Máls og menningar, 29. árg., 1. tbl. 1968, s. 83-94

Gunnar Sveinsson: "Ritfregnir"
Skírnir, 138. árg., 1964, s. 280-281

Jón frá Pálmholti: "Spegill á kojugaflinum"
Birtingur, 10. árg., 1.-4. tbl. 1964, s. 149-151

Þorsteinn frá Hamri: "Grindavík"
Tímarit Máls og menningar, 25. árg., 4. tbl. 1964, s. 403

Leitin að landinu fagra
Guðmundur Andri Thorsson: "Ó, hann felur djúp sín"
Tímarit Máls og menningar, 48. árg., 1. tbl. 1987, s. 114-119

Lömuðu kennslukonurnar
Úlfhildur Dagsdóttir: "Lömuðu kennslukonurnar"
Bókmenntavefurinn, umfjöllun um bækur, sjá hér

Maðurinn er myndavél
Eiríkur Guðmundsson: "Einu sinni var maður sem..."
Ársrit Torfhildar, 5. árg., 1991, s. 15-25

Missir
Úlfhildur Dagsdóttir: "Vatnið suðar í katlinum"
Bókmenntavefurinn, umfjöllun um bækur, sjá hér

Músin sem læðist
Ólafur Jónsson: "Músin sem læðist: ritdómur"
Andvari, 87. árg., 2. tbl. 1962, s. 233-235

Gunnar Sveinsson: "Ritfregnir"
Skírnir, 136. árg., 1962, s. 236-237

Sú kvalda ást sem hugarfylgsnin geyma
Geir Svansson: ,,Ósegjanleg ást. Hinsegin sögur og hinsegin
fræði í íslensku samhengi"
Skírnir, 172. árg., haust 1998, s. 476-512

Friedhelm Rathjen: "Weißes, teuflisches Geheimnis : Guðbergur Bergsson"
(um Svaninn og Sú kvalda ást sem hugarfylgsnin geyma)
Tintenkurs Nordwest : 2006, s. 152-156

Svanurinn
Ástráður Eysteinsson: "Í svartholi eða svanslíki. Heilabrot um tvær nýjar skáldsögur"
Skírnir, 166. árg., 1992, s. 211-225
Umbrot : bókmenntir og nútími, s. 320-334. Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1999

Hallgrímur Helgason: "Hin hversdagslega eilífð"
Tímarit Máls og menningar, 53. árg., 1. tbl. 1992, s. 99-104

Milan Kundera: "Svanurinn"
Þýðandi: Friðrik Rafnsson. Sjá hér

Friedhelm Rathjen: "Weißes, teuflisches Geheimnis : Guðbergur Bergsson"
(um Svaninn og Sú kvalda ást sem hugarfylgsnin geyma)
Tintenkurs Nordwest : 2006, s. 152-156

Torfi Tulinius: "Um Svaninn eftir Guðberg Bergsson"
Bjartur og frú Emilía, 6. árg., 1. tbl. 1992, s. 14

Tómas Jónsson: metsölubók
Árni Óskarsson: "Sannleikur hugaróra og ótrúlegrar lygi"
Fjölnir, 1. árg., 2. tbl. 1997, s. 61-63

Ástráður Eysteinsson: "Fyrsta nútímaskáldsagan og módernisminn"
Umbrot : bókmenntir og nútími, s. 56-91

Bjarni Benedikt Björnsson: "Karllæg þjóð í kör: Tómas Jónsson Metsölubók"
Mímir, 39. árg. (48). 2000, s. 55-68

Ólafur Jónsson: "Tómt mas, Tómas?"
Líka líf: greinar um samtímabókmenntir. Reykjavík: Iðunn, 1979, s. 100-113

Sigfús Daðason: "Útmálun neikvæðisins"
Tímarit Máls og menningar, 27. árg., 4. tbl. 1966, s. 423-426

Sverrir Hólmarsson: "Um bækur. Tómas Jónsson metsölubók"
Mímir, 61. árg., 1967, s. 39-41

Tóta og táin á pabba
Hildur Hermóðsdóttir: ,,En víst er táin laglegt leikfang"
Tímarit Máls og menningar, 45. árg., 1. tbl. 1984, s. 113-116

Ólöf Pétursdóttir: ,,Tóta og táin sem týndist"
Tímarit Máls og menningar, 47. árg., 3. tbl. 1986, s. 329-332

Það sefur í djúpinu
Dagný Kristjánsdóttir: "Um bækur. Það sefur í djúpinu"
Mímir, 13. árg., 1. tbl. 1974, s. 40-42

Brot úr greinum


Úr Tóta og táin sem týndist

Bók Guðbergs er einnig gleðilegur viðburður í sögu íslenskra barnabókmennta fyrir það að hér birtist ómenguð fantasía sem stendur undir nafni. Á sama hátt og í ódauðlegum listaverkum Lewis Carroll er draumaheimur kannaður. Þar eru að verki önnur lögmál en í vökuheimi en milli draums og vöku liggja margslungnar taugar. Að baki fantasíu Guðbergs býr engin leiðinleg siðapredikun. Nei, hér á að skemmta þeim sem kemur auga á tvíræðnina og það tekst dável. Jafnframt má ætla fantasíunni það hlutverk að sætta bernska lesendur við erfið tímamót í uppvextinum, án þess að þeir þurfi að gleypa við meinhollu en bragðvondu lýsi fullorðinsskynseminnar - hvorki með eða án sykurhúðar.
(s. 329-330)
Sjá Ólöf Pétursdóttir:"Tóta og táin sem týndist"

Úr En víst er táin laglegt leikfang

Það hlýtur að vera mikið vandaverk að skrifa bókmenntir fyrir börn og til að gera það hlýtur höfundurinn að verða að beita sjálfan sig miklum aga. Hann verður að setja sig í spor barnsins, tala við það þannig að það skilji án þess að tala niður til þess. Hann verður að neita sér um að láta ýmislegt flakka sem annars væri nothæft fyrir fullorðna og hann verður að hafa eitthvað fram að færa, eins og auðvitað allir höfundar. Þessi skilyrði uppfyllir Guðbergur vel að öllu öðru leyti en því að hann lætur of mikið flakka, með öðrum orðum hann skýtur yfir markið í tvíræðni. Orðaval er slíkt að ekki fer á milli mála þegar skírskotað er til kynlífssviðsins, en því verður hins vegar ekki á móti mælt að Guðbergur er meistari tvíræðninnar og framan af sögunni heldur hann sér vel á mottunni. Þegar líður á verður tvíræðnin of groddaleg og þá á kostnað hins gamansama ævintýris um tána sem eignast eigið líf og leikur lausum hala út um borg og bý með telpunni Tótu. Með ofurlítið mildari orðalagi hefði það ævintýri notið sín betur og viðkvæmar sálir sloppið við hrollinn.
Einhvern veginn er það svo að í barnabókum eru kynhvöt og árásarhvöt bannorð. E.t.v. er þetta ein ástæða þess hve barnabækur eiga erfitt uppdráttar. Margar hverjar hafa hreinlega lítið að segja barninu, jafnvel þó að þær séu vel gerðar og dálítið skemmtilegar. Vantar ekki einmitt lesefni sem getur leyst eitthvað af bældum hvötum barna úr læðingi eins og t.d. gömlu ævintýrin gerðu? Bæði árásarhvöt og kynhvöt, eru ríkur þáttur í sálarlífi barna. Mjög fátt í samfélaginu gefur börnum tækifæri til eðlilegrar útrásar á þessum sviðum, allra síst þær bækur sem þeim eru ætlaðar. Guðbergur rýfur þessa hefð og og ryðst inná bannsvæði barnabókmenntanna.
(s. 115-116)

Sjá Hildur Hermóðsdóttir: "En víst er táin laglegt leikfang."


Úr Ósegjanleg ást

Sú kvalda ást sem hugarfylgsnin geyma er gegndarlaus gagnrýni á borgaralega orðræðu og gildi. Líka ádeilu er að finna að meira eða minna leyti í öllu höfundarverki Guðbergs Bergssonar en sjaldan hefur hún verið beittari og meinhæðnari en hér. Tómas Jónsson. Metsölubók hneykslaði á sínum tíma en það er nær óhugsandi að Sú kvalda ást hefði fengist útgefin á því herrans ári 1966. Skáldsagan olli samt engu fjaðrafoki þegar hún kom út árið 1993. Kannski hafa frekar dauflegar viðtökur hennar að einhverju leyti verið vegna þess að bókin kom í kjölfarið á glæsisiglingu Svansins á íslenskri bókmenntatjörn. Sú kvalda ást er að mörgu leyti margræðari, meira ögrandi og mun ósvífnari. Orðræða sögunnar er nýstárleg í íslenskum bókmenntum og árásir á helstu stofnanir samfélagsins óvægnar og hefðu einhvern tíma verið kallaðar ótækar. Þessi atriði eiga eflaust þátt í því hvað þessi mikilvæga og magnaða skáldsaga fór tiltölulega hljótt en hugsanlega hefur umfjöllunarefnið sjálft líka haft sitt að segja. Sú kvalda ást sem hugarfylgsnin geyma er fyrsta íslenska skáldsagan þar sem ástarsamband tveggja karlmanna er í brennidepli og þar sem slíku sambandi er lýst á raunsæislegan og hispurslausan hátt.
(s. 506)

Geir Svansson:"Ósegjanleg ást: hinsegin sögur og hinsegin fræði í íslensku samhengi."Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál