Greinar og umfjöllun

Steinunn Sigurðardóttir

Almenn umfjöllun

Alda Björk Valdimarsdóttir: ""Á tímum varanlegra ástarsorga" Ástin, dauðinn og lesandinn í þremur skáldsögum eftir Steinunni Sigurðardóttur."
(Ástin fiskanna; Hundrað dyr í golunni; Sólskinshestur"
Skírnir, vor 2006, s. 179-206.

Gert Kreutzer: “Jahre wie Pfeilschüsse ins Nichts: Zur Lyrik von Steinunn Sigurðardóttir.”
Í Isländische und färöische Gegenwartsautoren.
Köln: Seltmann und Hein, 2002.

Guðni Elísson: "Í kirkjugarði nefnum við ekki nöfn. Tími og tregi í ljóðum Steinunnar Sigurðardóttur."
Ritið, 3, 2003, s. 91-113.

Kjartan Árnason: "Ung, græn- og yrkja ljóð!" Um ljóðagerð ungra skálda á síðasta áratug
Mímir, 24. og 25. árg., 1. tbl. 1986, s. 6-14

Pétur Blöndal: "Prósinn er pína, djöfuls pína"
Sköpurnarsögur. Mál og menning, 2007, s. 116-135

Unnur H. Jóhannsdóttir: "Þrjár sortir af ást"
Mannlíf, 19. árg., 10. tbl. 2002, s. 64-74.

Úlfhildur Dagsdóttir: "Að hringa sig í miðju tímans"
Viðtal við Steinunni Sigurðardóttur
Tímarit Máls og menningar, 57. árg., 2. tbl. 1996, s. 6-21

Úlfhildur Dagsdóttir: "Selvportretter i tiden"
På jorden 1960-1990, Nordisk kvinndelitteraturhistorie, bind iv, ritstj. Elisabeth Møller Jensen og fl. København, Rosinante 1997, s. 449-455

Úlfhildur Dagsdóttir: "Steinunn Sigurðardóttir (1950- )"
Icelandic Writers. Dictionary of Literary Biography, vol. 293, ritstj. Patrick J. Stevens, Detroit, Gale 2004, s. 322-327Um einstök verk

Ástin fiskanna
Alda Björk Valdimarsdóttir: "Á tímum varanlegra ástarsorga: ástin, dauðinn og lesandinn í þremur skáldsögum eftir Steinunni Sigurðardóttur"
Skírnir, vor 2006, s. 179-206

Ástráður Eysteinsson: "Adskillelsens kunst / The Art of Separation"
Nordisk litteratur, 1994, s. 66-67.

Byrman, Gunilla: "Steinunn Sigurðardóttir. Fiskarnas kärlek"
Gardar, 26, 1995, s. 35-36

Silja Aðalsteinsdóttir: "Skáldskapur um skáldskap"
Tímarit Máls og menningar, 55. árg., 1. tbl. 1994, s. 95-97

Hanami
Halla Kjartansdóttir: "Að vera lifandi grafinn"
Tímarit Máls og menningar, 59. árg., 3. tbl. 1998, s. 141-147

Hjartastaður
Áslaug Thorlacius: "Hjartastaður"
Vera, 14. árg., 6. tbl. 1995, s. 33

Eiríkur Guðmundsson: "Ofbeldi tímans. Hugað að nokkrum skáldsögum ársins 1995"
Andvari, 121. árg., 1996, s. 138-159

Kristján B. Jónasson: "Flóttinn til vorlandsins"
Tímarit Máls og menningar, 57. árg., 1. tbl. 1996, s. 116-119

Úlfhildur Dagsdóttir: "Að hringa sig í miðju tímans" Viðtal við Steinunni Sigurðardóttur.
Tímarit Máls og menningar, 57. árg,, 2. tbl. 1996, s. 6-21.

Hugástir
Friðrika Benónýsdóttir: "Einlæg og meitluð ljóð."
Vera, 18. árg., 6. tbl. 1999, s. 60.

Soffía Auður Birgisdóttir: "Allt sem skiptir máli..."
Tímarit Máls og menningar, 61. árg., 4. tbl. 2000, s. 139-142.

Hundrað dyr í golunni
Alda Björk Valdimarsdóttir: "Á tímum varanlegra ástarsorga: ástin, dauðinn og lesandinn í þremur skáldsögum eftir Steinunni Sigurðardóttur"
Skírnir, vor 2006, s. 179-206

Kartöfluprinsessan
Pétur Gunnarsson: "Kartöflugarður um vetur"
Tímarit Máls og menningar, 50. árg., 1. tbl. 1989, s. 129-132

>Kúaskítur og norðurljós
Jón Hallur Stefánsson: "Mannleg náttúra"
Tímarit Máls og menningar, 53. árg., 3. tbl. 1992, s. 100-104

Síðasta orðið
Anna Orrling Welander: "Steinunn Sigurðardóttir: Sista ordet"
Gardar, 1994 årsbok 25, s. 27-28.

Bergljót S. Kristjánsdóttir: "Hvur er hvað og hvað er hvurs?"
Tímarit Máls og menningar, 52. árg., 3. tbl. 1991, s. 101-104

Margrét Eggertsdóttir: "Síðasta orðið"
Vera, 10. árg., 2. tbl. 1991, s. 39


Skáldsögur
Guðrún Jónsdóttir: "Skáldsögur"
Vera, 1. tbl. 1984, s. 37-38

Sólskinshestur
Alda Björk Valdimarsdóttir: "Á tímum varanlegra ástarsorga: ástin, dauðinn og lesandinn í þremur skáldsögum eftir Steinunni Sigurðardóttur"
Skírnir, vor 2006, s. 179-206

Ása Helga Hjörleifsdóttir: "En uppleyst hljómsveit tifar enn fyrir ofan mig."
Tímarit Máls og menningar, 67. árg., 3. tbl. 2006, s. 114-117

Úlfhildur Dagsdóttir: "''''Dying is easy, it''''s living that scares me to death''''"
Bókmennavefurinn, sjá umfjöllun um bækur hér

Sögur til næsta bæjar
Pétur Gunnarsson: "Steinunn Sigurðardóttir. Sögur til næsta bæjar"
Tímarit Máls og menningar, 43. árg., 1. tbl. 1982, s. 117-119

Tímaþjófurinn
Alda Björk Valdimarsdóttir: "Á frátekna staðnum fyrir mig." Ást og dauði í Tímaþjófnum í ljósi sálgreiningar."
Ritið, 6. árg., 2. tbl. 2006, s. 143-162

Helga Kress: "Dæmd til að hrekjast. Um ástina, karlveldið og kvenlega sjálfsmynd í Tímaþjófnum eftir Steinunni Sigurðardóttur"
Tímarit Máls og menningar, 49. árg., 1. tbl. 1988, s. 55-93

Magdalena Schram: "Tímaþjófurinn"
Vera, 5. árg., 6. tbl. 1986, s. 35-36

McTurk, Rory W: "Frásagnafræðin og Tímaþjófurinn"
Þýðandi Sverrir Hólmarsson. Skírnir, 164. árg., vor 1990, s. 215-229

Soffía Auður Birgisdóttir: "Konur skrifa um ástina" Kynning á skáldverkum kvenna frá síðastliðnu ári
19. júní, 37. árg., 1987, s. 94-95, 78

Örn Ólafsson: "Steinunn Sigurðardóttir. Tímaþjófurinn"
Skírnir, 161. árg., vor 1987, s. 190-197


Verksummerki
Þorleifur Hauksson: "Fyrir eigin hönd - og þína"
Tímarit Máls og menningar, 41. árg., 1. tbl. 1980, s. 126-128Myndbönd

Hrefna Haraldsdóttir, Viðar Garðarsson: Skáldatími : Steinunn Sigurðardóttir
Reykjavík : Hugsjón, 1997
Brot úr greinum

Úr "Ofbeldi tímans"

Fyrirheitna landið er í þessari sögu tvíbentur staður, þrátt fyrir nánast alfullkomnar lýsingar á draumalandinu. Annars vegar er Hjartastaðurinn sá staður þar sem allar óskir rætast, glæsilegur endir á ferðalagi aftur í bernsku söguhetjunnar sem verður um leið ferð til bernskuslóða tungumálsins þar sem táknin og landið renna saman í eitt. Hins vegar er hann umgjörð nýrra þráa sem veldur því að heimurinn þurrkast út. Þessi heimur skilur Hörpu eftir í allri sinni sjálfhverfni þar sem hún er að einhverju leyti týnd í veröld sinnar eigin vitundar. Allir siðferðilegir dómar yfir henni orka þó tvímælis vegna íróníu textans sem tekur völdin af lesandanum og gerir honum ókleift að setja sig í dómarasæti gagnvart óhamingju Hörpu og sigri hennar í lok sögunnar. Ég læt nægja að segja að hann hljóti að vera tvíræður þótt framtíðin virðist blasa við söguhetjunni eina kvöldstund í einkadal undir unaðstungli. Ýmislegt í textanum bendir til þess að hamingja Hörpu verði stundleg en ekki ævarandi. Eina stundina þráir hún heitast að velta sér upp úr eigin óförum, leggja rækt við listina að hugsa sitt; þá næstu er hún horfin á vit drauma um elskhuga í öðrum landsfjórðungi. Hún hefur aldrei skilið tilgang lífsins nema á góðum degi í ömmulundi eða á öðrum hjartastað sögunnar, Perpignan, "og svo kannski rétt á meðan kossinn stendur yfir" (140). Sagan endar einmitt á slíku tilvistaraugnabliki og kannski verður enginn viðstaddur þegar ofbeldi tímans birtist aftur í öllu sínu veldi og augun bresta á ný. Að minnsta kosti ekki lesandinn.

Sjá Eiríkur Guðmundsson: Ofbeldi tímans
Úr "Að vera grafinn lifandi"

Sagan um hina sérkennilegu og þversagnakenndu tilvistarkreppu Hálfdans Fergussonar hefur alvarlegan undirtón þótt sjónarhornið sé skoplegt, rétt eins og hjá meistara Þórbergi, og stíllinn fjörugur og léttur. En vegna þess að Hálfdan beitir óvenjulegum aðferðum við að takast á við einsemd sína og angist og þar sem dauði hans lýtur ekki sömu lögmálum og dauði annarra verður örlagasaga hans bæði einstök, áhrifarík og frumleg. Og þótt meintur dauði hans sé upphaflega fullkomin fjarstæða og algjörlega tilefnislaus ímyndun öðlast hann dýpri merkingu og almennari skírskotun eftir því sem líður á söguna og endurfæðingin kemur í ljós. […/…]
Líf Hálfdans Fergussonar er einnig háð þeirri þversögn að fá fyrst raunverulega merkingu og inntak í "dauðanum" og í "dauðanum" kynnist hann bæði ástinni og sælu eilífs lífs. Í sögunni fá lesendur þó ekki að kynnast neinu ofurmenni heldur ósköp venjulegum meðaljóni sem lifir heldur tíðindasnauðu lífi enda hvorki stórbrotin né djúphyggin persóna. Höfundur hlífir lesandanum við mjög nánum kynnum af lífi hans enda er söguefnið umfram allt hinn skáldaði eða ímyndaði dauðdagi og spenna atburðarásarinnar felst í því hvernig eða hvort Hálfdani takist að losa sig út úr flækju þessarar martraðar, hvort hann muni vakna aftur til lífsins og þá með hvaða hætti.

Sjá Halla Kjartansdóttir: Að vera grafinn lifandi

Úr "Mannleg náttúra"

Kúaskítur og norðurljós er fín bók, mér finnst hún besta ljóðabók Steinunnar hingað til. Hér er engin tilraunastarfsemi á ferðinni og höfundurinn tekur hvergi neina verulega áhættu. En hvers vegna ætti hún líka að gera það þegar hún veit nákvæmlega hvað hún á að gera? Bókin er greinilega ekki ort sem ein heild en allt fellur prýðilega saman og tengist gegnum skyldar hugmyndir og stef sem ég hef reynt að benda á: náttúran og umhverfið sem hluti af manninum, listin og minningarnar, ekki síst þær sáru: allt sem dýpkar og hækkar skynjun okkar á lífinu, svo lagt sé út frá kvæðinu "Leiðin". Fyrsta ljóðið er sennilega ágætis öngull fyrir kímniþyrsta lesendur, þó ég felli mig ekki alveg við tóninn í því; en bæði þar og annars staðar er orðunum vel raðað saman, þetta eru ómþýð ljóð, standa undir þeim tilvísunum til söngs og tónlistar sem koma fram í heitum einstakra bókarhluta. Steinunn kann þá list að láta óvænt orð á réttum stað uppljóma heilu kvæðin, samanber lýsingarorðið "snarbjartur" í ljóðinu um efnivið lífsins. Ekki veit ég hvort kindurnar á kápunni eru afturþungar, þær halla reyndar báðar í þá átt miðað við lárétta línu og dindlarnir eru utan rammans. Í öllu falli hefur minnið og mannshugurinn farið um þær höndum, því þetta eru huglægar kindur með sín rauðu augu og ókindarlegu horn. Fígúran á bak við þær virkar hálf satanísk svo maður býst fyrst við einhverjum djöfuldómi, sem ekki er. En er þetta ekki eins konar skuggi af annarri skepnunni, blóðskuggi, mennskur af dýri, náttúran í manninum?

Sjá Jón Hallur Srefánsson "Mannleg náttúra".Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál