Greinar og umfjöllun

Vigdís Grímsdóttir
Almenn umfjöllun:

Dagný Kristjánsdóttir: "Den døde kvinde lever", "Løve eller lam", "Kærligheden og døden"
På jorden 1960-1990, Nordisk kvinndelitteraturhistorie, bind iv, ritstj. Elisabeth Møller Jensen og fl. København, Rosinante 1997, s. 455-460

Elín Bára Magnúsdóttir: "Maður veit kannski frekar hvað er ekki frelsi"
Mímir, 25. árg., 2. tbl. 1986, s. 11-15

Gauti Kristmannsson: "Hvaðan kemur íslenskt dulsæi?"
Tímarit Máls og menningar, 65. árg,, 4. tbl. 2004, s. 94-99

Hólmfríður Garðarsdóttir: "Latneskt-amerískt töfraraunsæi eða alíslenskt dulsæi í verkum Vigdísar Grímsdóttur"
Tímarit Máls og menningar, 65. árg., 2. tbl. 2004, s. 26-36

Kristín Viðarsdóttir: Stúlkur í innheimum. Um sagnaskáldskap Vigdísar Grímsdóttur
Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, 1997.

Pétur Blöndal: "Og ég varð ein af skrítna fólkinu"
Sköpunarsögur. Mál og menning, 2007, s. 92-115


Um einstök verk:

Eldur og regn
Páll Valsson: "Enn leynist líf í orðum"
Tímarit Máls og menningar, 47. árg., 4. tbl. 1986, s. 525-529

Védís Skarphéðinsdóttir: "Eldur og regn"
Vera, 5. árg., 2. tbl. 1986, s. 39-40

Ég heiti Ísbjörg, ég er ljón
Friðrika Benónýsdóttir: "Ég heiti Ísbjörg. Ég er ljón"
19. júní 1990, s. 61

Hrund Ólafsdóttir: "Úr listalífinu. Ég heiti Ísbjörg, ég er ljón."
Vera, 9. árg., 1. tbl. 1990, s. 35-36

Silja Aðalsteinsdóttir: "En þú Ísbjörg, hafðir þú ástæðu?"
Tímarit Máls og menningar, 51. árg., 4. tbl. 1990, s. 106-108

Ég heiti Ísbjörg, ég er ljón. Leikgerð
Ingibjörg Stefánsdóttir: "Gleðileikur í fjórum þáttum?"
Vera, 11. árg., 2. tbl. 1992, s.

Gauti vinur minn
Edda Kjartansdóttir: "Gauti vinur minn"
Vera, 15. árg., 6. tbl. 1996, s. 42

Kristín Viðarsdóttir: "Inn í drauminn"
Börn og menning, 12. árg., 2. tbl. 1997, s. 19-20

Grandavegur 7
Kristján B. Jónasson: "Lím í sprungurnar"
Tímarit Máls og menningar, 56. árg., 3. tbl. 1995, s. 119-123

Ragnhildur Richter: "Grandavegur 7"
Vera, 13. árg., 6. tbl. 1994, s. 31

Kaldaljós
Baldur Gunnarsson: "Þegar orð trufla"
Skírnir, 163. árg., 1989, s. 210-220

Silja Aðalsteinsdóttir: "Einkennilegt hvað allt gerist aftur"
Tímarit Máls og menningar, 49. árg., 4. tbl. 1988, s. 496-500

Unnur Úlfarsdóttir: "Kaldaljós"
19. júní, 38. árg., 1988, s. 79


Lendar elskhugans
Álfrún G. Guðrúnardóttir: "Orðin mátturinn orðin mátturinn…"
Tímarit Máls og menningar, 53. árg., 2. tbl. 1992, s. 96-99

Halldóra Tómasdóttir: "Lendar elskhugans"
Vera, 11. árg., 1. tbl. 1992, s. 33

Stúlkan í skóginum
Dagný Kristjánsdóttir: "Í skóginum. Um nýja strauma og stefnur í bókmenntafræði"
Dagný Kristjánsdóttir: Undirstraumar : greinar og fyrirlestrar, s. 263-289. Reykjavík : Háskólaútgáfan, 1999

Soffía Auður Birgisdóttir: "Og ég þjónaði hugmynd minni um fullkomleika listar minnar með höndina á kafi í rusli"
Tímarit Máls og menningar, 54. árg., 3. tbl. 1993, s. 99-103

Tíu myndir úr lífi þínu
Rannveig Ágústsdóttir: "Sögur um mig og þig"
19. júní, 34. árg., 1984, s. 80

Z: ástarsaga
Geir Svansson: "Ósegjanleg ást.Hinsegin sögur og hinsegin fræði í íslensku samhengi"
Skírnir, 172. árg., haust 1998, s. 476-512

Sigurrós Erlingsdóttir: "Z ástarsaga"
Vera, 15. árg., 6. tbl. 1996, s. 36

Soffía Auður Birgisdóttir: "Þeim var ekki skapað nema skilja"
Tímarit Máls og menningar, 58. árg., 2. tbl. 1997, s. 107-111

Þegar stjarna hrapar
Kristín Viðarsdóttir: "Af glæpum"
Bókmenntavefurinn, umsagnir um bækur, sjá hér

Þögnin
Dagný Kristjánsdóttir: "Út úr þögninni"
Ástráður Eysteinsson (ritstj.): Heimur skáldsögunnar. Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun H.Í., s. 103-117

Úlfhildur Dagsdóttir: "Felst vald kvenna í þögn?"
Vera, 19. árg., 5. - 6. tbl., s. 65-66


Myndbönd:

Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir: Nærmynd : Vigdís Grímsdóttir rithöfundur
Reykjavík: Ríkisútvarpið, sjónvarp, 1997

Hrefna Haraldsdóttir, Viðar Garðarsson: Skáldatími : Vigdís Grímsdóttir
Reykjavík: Hugsjón, 1998Brot úr greinum:


Úr "Ósegjanleg ást"

Sagan um Z er fyrst og fremst saga um samkynhneigð og þær skorður sem ástarsambandi tveggja kvenna eru settar. Það kemur ekki að sök þó að einblínt sé á ástina, í háleitum skilningi; lesandinn kemst ekki undan "kynvillunni" í ástarsögunni. Z er umsnúningur á hefðbundnum ástarsögum. Soffía Auður Birgisdóttir bendir á að Vigdís "færi ástir tveggja kvenna í búning [...] eilífra elskenda" og nefnir sögur Tristans og Ísoldar, Werthers og Lottu, Rómeó og Júlíu; sögur elskenda "sem var ekki skapað nema skilja". Forboðin og dauðadæmd ást þessara ástarpara er þó ólík ást Z og Önnu að því leyti að hún er ekki forboðin í augum "hins almenna" lesanda heldur samrýmist hugmyndum hans um Ástina og staðfestir hana. Ástarsaga Z og Önnu gengur þvert gegn þessum hugmyndum og er ætlað að kollvarpa þeim. Dauðinn sem hangir yfir sambandi þeirra er táknmynd fyrir það bann sem þjóðfélagið, hið gagnkynhneigða forræði, leggur á það. (s. 504)

Sjá Geir Svansson: "Ósegjanleg ást: Hinsegin sögur og hinsegin fræði í íslensku samhengi."Úr "Orðin mátturinn orðin mátturinn"

Máttur konunnar liggur ekki í heimi dagsins. Þeim heimi tilheyra húsið, börnin, elskhuginn, skyldustörfin og hin daglega lífsbarátta. Það er í heimi næturinnar, hins forboðna, sem sköpunarmátturinn flæðir. Þar eru orðin veidd, konur elskaðar, þar geisla lendarnar stinnu. Konan virkjar þar mátt sinn með erótískum krafti "komdu / finndu blossann / í líkama þeirra / í líkama mínum / blossann sem geymist / í andartakinu / alltaf". Blossinn tengist frjósemi lendanna – þar á sköpunarmáttur kvennanna upptök sín. Frjósemin er hluti af náttúruhringrásinni og um leið hluti af þeim krafti sem liggur allri sköpun að baki.
Ástin er það afl sem leysir sköpunarmáttinn úr læðingi. Þessi ást sem ákallar, krefst fórna og sjálfsleitar, er ást milli kvenna. Elskhugarnir eru hinsvegar andlitslausir og eru ýmist farnir eða sofandi. Þeir ríkja í heimi dagsins og standa því mjög líklega fyrir afl dauðans – doðann sem heldur sköpuninni niðri.

Sjá: Álfrún G. Guðrúnardóttir: "Orðin mátturinn orðin mátturinn…"Úr "Og ég þjónaði hugmynd
minni um fullkomleika listar minnar með höndina á kafi í
rusli."

Í skáldsögunni Ég heiti Ísbjörg. Ég er ljón sem kom út 1989 kannar Vigdís Grímsdóttir innviði hugtaka á borð við sekt og sakleysi, réttlæti og ábyrgð, orsök og afleiðingu, gott og illt. Sú könnun var beitt og óvægin og reyndist ganga nærri mörgum lesendum sögunnar. Þær spurningar sem leynast á milli lína í bókinni um Ísbjörgu eru flestar siðfræðilegs eðlis settar í félagslegt samhengi, m.ö.o. af texta Vigdísar hljóta meðal annars að spretta hugleiðingar um ábyrgð okkar á náunganum; um ábyrgð samfélagsins á einstaklingum; um forsendur réttlætishugmynda okkar og um uppbyggingu réttarkerfisins. Í skáldsögunni Stúlkan í skóginum sem kom út í fyrra heldur Vigdís Grímsdóttir áfram sinni siðfræðilegu íhugun, en nú snýr hún spjótunum inn, beinir þeim að sjálfri sér – að listamanninum. Þetta gerir hún á hugrakkan og heiðarlegan hátt með beinni sjálfsvísun í textanum. Þær spurningar sem hér svífa yfir síðum varða ábyrgð listamannsins, spyrja um rétt hans og skyldu gagnvart gáfu sinni og viðfangi. Einnig er spurt um gildismat og stöðu listarinnar í samfélagi okkar.
.../...
Ef Vigdís Grímsdóttir er í þessari skáldsögu sinni að benda okkur á brotalamir í gildismati okkar og umgengni við listina, þá er hún ekki síður að benda listamönnum á að týna ekki sál sinni í eftirsókn eftir vindi; að gleyma ekki tilgangi listarinnar sem hlýtur að vera í ætt við að nálgast kjarna tilverunnar án þess að missa sjónar af hinum mannlega þætti. Vigdís varar listamanninn (sjálfa sig) við að fara ekki offari, taka sér ekki (al)vald skaparans – að viðurkenna takmörk sín. Sá sem seilist of hátt má eiga á hættu að falla lágt. Hildur svífst einskis í þágu listarinnar, hún notar manneskjur og hyggur á morð, hún þjónar hugmynd sinni um fullkomleika listar sinnar með höndina á kafi í rusli eins og segir í sögunni (bls. 245).

Sjá Soffía Auður Birgisdóttir: "Og ég þjónaði hugmynd minni um fullkomleika listar minnar með höndina á kafi í rusli"Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál