Ég les

Marjatta Ísberg: Aminas breve og fleira

Ég var norður í landi í sumar og þar hafði ég mikinn tíma til að lesa. Las m.a. Færeyingasögu og Jómsvíkingasögu, Fursta eftir Macciavelli og fleiri eldri rit. Af nýjustu bókum get ég sérstaklega mælt með Aminas breve eftir Danann Jonas T. Bengtsson, en þetta er frumraun Bengtssons sem rithöfundur og segir frá geðklofasjúklingnum Janusi. Ekki veit ég hvort lýsingar Bengtssons séu í samræmi við raunverulegan geðklofa en alla vega var bókin svo heillandi að ég gat ekki lagt hana frá mér fyrr en ég var búin.

Svo má hér nefna tímaritið Hugur og hönd sem Heimilisfélagið gefur út. Ég fletti nýjasta tölublaðinu í Borgarbókasafninu og það var mjög glæsilegt, stútfullt af áhugaverðum greinum um mismunandi efni og fyrsta flokks myndir fylgdu. Einnig voru nokkrar handavinnuuppskriftir. Mæli með því.

En þar sem ég er Finni, þá langar mig að vekja athygli á eina Nóbelsskáldinu okkar, Frans Emil Sillanpää. Leshringurinn minn er einmitt núna að lesa aðra af bókum hans sem þýddar hafa verið á íslensku, Sólnætur. Hin bókin sem hefur komið út á íslensku heitir Skapadægur og eru báðar bækurnar fáanlegar á Borgarbóksafninu. Sillanpää var líffræðingur að mennt og bera bækurnar vott þess að hann hafi næmt auga á náttúru í öllum smáatriðum.

Marjatta Ísberg, ágúst 2006.

Marjatta er kennari við Digranesskóla í Kópavogi og “ein af þeim útlendingum sem hefur ætlað að vera hér í ár og aldrei farið heim.”


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál