Ég les

Viðar Snær Garðarsson: Um Gangandi íkorna eftir Gyrði Elíasson

Ég var að lesa Gangandi íkorna eftir Gyrði Eliasson. Aðalpersóna hennar er Sigmar, sem er í kringum 12 ára gamall held ég, glettinn strákur og frekar mikill prakkari. Sagan gerist í sveit á Íslandi, sennilega á áttunda áratugnum eða fyrri hluta þess níunda, þar sem Sigmar er um sumar hjá hjónunum Ágústi og Björgu. Annar hluti sögunnar gerist svo í einhvers konar ævintýraheimi inni í borg. Sagan er sögð annars vegar af Sigmari í raunheiminum en í ævintýraheiminum er sérstakur sögumaður sem segir söguna.
Fyrri hluti bókarinnar gerist í sveitinni og er þar sagt frá daglegu lífi Sigmars þangað til hann teiknar mynd af íkorna, kofa og fleiru. Hann hverfur inn í myndina og þá er sagt frá lífi íkornans sem er að flytja úr skóginum inn í borgina. Hann kynnist stórum hundi, ketti og hittir líka annan íkorna. Þegar hann dvelur í borginni er sagt frá daglegu lífi hans þar þangað til hann ákveður að flytja aftur í skóginn, en þegar hann kemur þangað er kveikt í myndinni í sveitinni, en hún hefur verið sett inn í brennsluofn .....

Mér fannst bókin skemmtileg og vel skrifuð. Hún er frekar ljóðræn í fyrri hlutanum en í heildina er hún á frekar auðskildu máli þótt stundum þurfi maður að lesa blaðsíðu yfir aftur. Höfundurinn segir söguna vel og þegar inn í ævintýraheiminn er komið er frásagnarstíllinn mjög lifandi og sagan skemmtileg. Í heildina fannst mér þetta mjög góð bók og skemmtileg.

Viðar Snær Garðarsson, desember 2006.

Viðar er nemandi í 10. bekk í Austurbæjarskóla.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál