Ég les

Benedikt Brynjólfsson: Það sem ég hef verið að lesa

Hefur þú séð álfa eftir Unni Jökulsdóttur. Frábær bók og skemmtilega skrifuð, lifandi lýsingar og yfir höfuð vel með efnið farið. Ég er búinn að ferðast um landið þvert og endilangt í mínu starfi, en með lestri bókarinnar hreinlega ferðast maður með henni, fyrir mér er það nýr og heillandi ferðamáti.

Jarlhettur, sagan um Þórunar tvær á Þingvöllum eftir Björn Th. Björnsson er frábær lesning og skemmtileg, rifjar upp fyrir manni sögu Oddverja og Svínfellinga, mæli með henni.

Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman. Ég gafst upp á henni, en kannski ekki búinn að ná þeim andlega þroska sem þarf til að skilja og meta slíkar bókmenntir, og næ honum varla héðanaf.

Þar sem vegurinn endar eftir Hrafn Jökulsson. Mjög góð, skemmtileg flétta af sögunni og lífshlaupi Hrafns, mætti reyndar segja meira frá sjálfum sér því þar er ábyggilega af mörgu að taka. Frábær bók.

Í fátækralandi eftir Pétur Gunnarsson. Mjög skemmtileg lýsing á æviferli Þórbergs Þórðarsonar og vel skrifuð, mæli hiklaust með henni.

Harðskafi Arnaldar Indriðasonar er mjög góð, dálítið öðruvísi í stíl en fyrri bækur, til dæmis þessi einleikur Erlendar. Já, mjög góð og frambærileg. Enginn svikinn af lestri hennar.

Benedikt Brynjólfsson, febrúar 2008

Benedikt er fyrrverandi sjómaður og bílstjóri.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál