Ég les

Bergrún Bjarnadóttir: Ég mæli með . . .

Marley og ég, skáldsaga eftir John Grogan er síðasta bókin sem ég hef verið að lesa og hún er hreint út sagt frábær. Ég tek  undir ummæli um bókina þar sem henni er lýst þannig: ,,Hugsanlega hugljúfasta bók ársins. Sannarlega hundavinabók ársins.“ Ég átti sjálf hund sem varð 15 ára og sé að margt hefur verið líkt með honum og Marley. Nú á ég annan sem er þriggja ára, mjög líflegur og skemmtilegur, og sé ég fram á mörg góð ár og gott hundalíf með honum.

Mig langar til að grípa niður í setningu í bókinni þar sem er hugleiðing um fallvaltleika lífsins:  „Við tökum því sem sjálfsögðum hlut, en það er brothætt, hættulegt, ótryggt og því getur lokið á hverri stundu. Ég var minntur á það sem ætti að vera augljóst en er það ekki alltaf, að það ber að njóta hvers dags, hverrar klukkustundar, hverrar mínútu.“ (Marley og ég, bls. 257.)

Síðan langar mig að mæla með annarri bók sem er í „Kvenspæjaraseríunni“ eftir Alexander McCall Smith. Fyrir stuttu las ég nýjustu bókina, Bláir skór og hamingja. Þessar bækur eru einkar hugljúf lesning og gott mótvægi við krimmana sem ég les svona inná milli. Ég hef lesið allar bækurnar í seríunni og stundum hef ég verið óþolinmóð að bíða eftir íslensku þýðingunni og les hana því á ensku. Eins er gaman að hlusta á hljóðbækurnar á ensku sem komið hafa út í seríunni. Svo endilega: Settu afríkanska tónlist í tækið og fáðu þér rauðrunnate og sestu niður með „kvenspæjarabók“ í hönd eða hlustaðu á hljóðbókina og þú kemst í „fílinginn“– Þú ert komin(n) til Botswana!!

Bergún Bjarnadóttir, apríl 2009

Bergrún vinnur í Ársafni Borgarbókasafns í Hraunbæ.

John Grogan: Marley og ég: að eiga og elska heimsins versta hund. Elín Guðmundsdóttir þýddi. Hólar, 2008
Alexander McCall Smith: Bláir skór og hamingja. Helga Soffía Einarsdóttir þýddi. Reykjavík. Mál og menning, 2008

Þú getur fundið bækurnar sem hér er fjallað um í bókasafnskerfinu Gegni, sem er aðgengilegt á netinu, sjá www.gegnir.is


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál