Ég les

Inga S. Jónsdóttir

Eldað í dagsins önn eftir Stefaníu Valdísi Stefánsdóttur er frábær bók með hollum og ljúffengum uppskriftum að heimilislegum mat. Tilvalin fyrir þá sem vilja tileinka sér heilbrigt matarræði. Eins og kemur fram aftan á bókinni inniheldur hún meira en hundrað fjölbreyttar uppskriftir að ljúffengum heimilisréttum sem auk þes eru fljólegir og ódýrir. Réttirnir eru settir saman samkvæmt ráðleggingum Lýðheilsustöðvar um matarræði og næringarefni. Bókin hentar bæði byrjendum í eldhúsinu og þeim sem lengra eru komnir.

Ég er sérlega hrifin af fiskréttunum og brauðuppskriftunum og á oft eftir að nota þessa bók í framtíðinni.

Inga S. Jónsdóttir, apríl 2009.

Inga vinnur í Kringlusafni Borgarbókasafns.

Stefanía Valdís Stefánsdóttir: Eldað í dagsins önn, fljótlegir og hollir heimilisréttir. JPV útgáfa, 2007

Þú getur fundið bækurnar sem hér er fjallað um í bókasafnskerfinu Gegni, sem er aðgengilegt á netinu, sjá www.gegnir.is


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál