Ég les

Arnfríður Jónasdóttir

Ég mæli með bókinni bókinni Hálf gul sól eftir Chimamanda Ngozi Adichie. Þetta er áhugaverð og grípandi skáldsaga sem fjallar um borgarastyrjöldina í Nigeríu og upphaf og endi lýðveldisins Bíafra á sjöunda áratugnum. Bókin gefur innsýn í líf einstaklinga sem lifðu þessa tíma frá mismunandi sjónarhornum og þjóðfélagsstöðu. Hún er upplýsandi um Biafrastríðið og ástæðurnar fyrir hungursneyðinni sem margir tengja við börnin í Biafra. Bókin lýsir mjög vel kjörum og menningu fólksins í Nígeríu á þessum tímum.

Arnfríður Jónasdóttir, apríl 2009.

Arnfríður vinnur í Kringlusafni Borgarbókasafns.

Chimamanda Ngozi Adichie: Hálf gul sól. Ingunn Ásdísardóttir þýddi. Bjartur, 2008

Þú getur fundið bókina sem hér er fjallað um í bókasafnskerfinu Gegni, sem er aðgengilegt á netinu, sjá www.gegnir.is


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál