Ég les

Babys in Black
Baby´s in Black | 30.09.2011
Baby’s in Black er myndasaga sem fjallar um kynni þýska ljósmyndarans Astridar Kirchherr og „fimmta Bítilsins“ Stuarts Sutcliffe. Sagan hefst á því að þau kynnast á skuggalegri búllu á Große Freiheit í Hamborg undir lok ársins 1960 og segir svo frá trúlofun þeirra og sambúð allt til sviplegs dauða Sutcliffes í apríl 1962.Alex Crosss Trial
Alex Cross's Trial | 07.06.2011
Þorkell Már Ingólfsson, bókavörður í Ársafni Borgarbókasafns, er mikill aðdáandi bandaríska höfundarins James Patterson. Hann skrifar hér um bók úr Alex Cross seríunni, en hún snýst um átök samnefndrar leynilöggu við glæpahyski í Suðurríkjum Bandaríkjanna.Bókmennta- og kartöflubökufélagið
Bókmennta- og kartöflubökufélagið byggist upp á bréfaskriftum milli sögupersónanna. Aðalpersónan er Juliet Ashton, sem er í byrjun bókar árið 1946, að leita að efni í nýja bók. Hún fær þá bréf frá ókunnum manni sem eignast hefur bók sem áður var í eigu skáldkonunnar. Nafn hennar var ritað á saurblaðið og þar sem hún er þekktur pistlahöfundur á hann auðvelt með að hafa upp á henni.Rithöfundaferill Helenu Henschen er margra hluta vegna óvenjulegur. Eftir að hafa starfað alla tíð við hönnun og myndskreytingar ýmis konar þá gefur hún út sína fyrstu „alvörubók“, 64 ára gömul - og það enga venjulega bók.Af einhverjum ástæðum komu þónokkrar þýðingar sem tengjast helförinni út hér á síðasta ári. Ég hef lesið þrjár þessara bóka en þær eru Dagbók Hélène Berr, Bókaþjófurinn og Strákurinn í röndóttu náttfötunum.Armur krónópi er úti að aka á bílnum sínum þegar hann verður fyrir því óláni að bremsurnar bila á götuhorni og hann klessir á annan bíl. Umferðarlögreglumaður kemur askvaðandi og dregur upp sektakompu í bláu bandi.Bókin sem ég valdi er ævisaga séra Sigurjóns Einarssonar, Undir Hamrastáli, Uppvaxtar og mannlífsmyndir úr Arnarfirði.Rán er fimmta skáldsaga Álfrúnar Gunnlaugsdóttur. Sögusviðið er Genf og Barcelona. Sjónarhornið er Íslendings í útlöndum, konunnar Rán en hún er gift svissneskum manni, Hansjürg og býr í Genf.Eitt af því mikilvægasta í lífinu tel ég að vera í góðu sambandi við barnið í sjálfri mér. Til að svo megi vera verð ég að leggja rækt við þetta samband.Bækurnar sem ég mæli með eru allar eftir sama höfund, J.R.R. Tolkien og má alveg líta á þær sem eitt heildarverk. Bækurnar eru Silmerillinn, Hobbitinn og Hringadróttinssaga.Linda Ólafsdóttir | 17.03.2010
Þær tvær bækur sem ég ætla aðeins að fjalla um eru báðar um fjársjóði að vissu leyti.Sossa sólskinsbarn eftir Magneu frá Kleifum er skemmtileg fyrir bæði börn og fullorðna. Hún segir frá lífi lítillar telpu í sveit í upphafi 20. aldar á afar notanlegan hátt.Grettis saga er hnitmiðuð saga, sem fjallar um lífsferil einstaklings frá vöggu til grafar. Grettir er tragísk hetja; á honum sannaðist að sitt er hvað gæfa eða gjörfileiki.Eyja gullormsins (2006) eftir Sigrúnu Eldjárn. Sagan er sú fyrsta í þríleik um ferðir fjögurra barna til jafn margra eyja.Ég mæli með bókinni bókinni Hálf gul sól eftir Chimamanda Ngozi Adichie. Þetta er áhugaverð og grípandi skáldsaga sem fjallar um borgarastyrjöldina í Nigeríu og upphaf og endi lýðveldisins Bíafra á sjöunda áratugnum.Appelsínustelpan eftir Jostein Gaarder er yndisleg saga um lífið og ástina. Georg er fimmtán ára strákur sem býr með móður sinni, stjúpa og hálfsystur.Uppáhaldsbækur mínar í bernsku voru sögurnar um Ferð Gúllivers til Putalands eftir Jonathan Swift og Odysseifur, hinar ævintýralegu frásagnir Hómers endursagðar við hæfi barna.Eldað í dagsins önn eftir Stefaníu Valdísi Stefánsdóttur er frábær bók með hollum og ljúffengum uppskriftum að heimilislegum mat. Tilvalin fyrir þá sem vilja tileinka sér heilbrigt matarræði.Harper Lee: To kill a Mocking Bird. Þessi margverðlaunaða saga er byggð á æskuminningum höfundar. Hún hefur meðal annars fengið Pulitzer verðlaunin og einnig var hún valin ein af bestu skáldsögum síðustu aldar.Marley og ég, skáldsaga eftir John Grogan er síðasta bókin sem ég hef verið að lesa og hún er hreint út sagt frábær. Ég tek undir ummæli um bókina þar sem henni er lýst þannig: ,,Hugsanlega hugljúfasta bók ársins. Sannarlega hundavinabók ársins.“Þegar ég er hérna við vinnu í Borgarbókasafninu líður ekki sá dagur að fólk víki sér ekki að mér og spyrji, nánast orðrétt: ,,Hvar eru svarthvítu myndasögurnar ykkar og hvers vegna eru þær ekki komnar í pokann minn nú þegar?"Bókin Eine Frau in Berlin / Dagbók Berlínarkonu (þýðandi Arthúr Björgvin Bollason, Stöng 2004) fjallar um hörmungar seinni heimsstyrjaldar.Velmeinandi frænka mín gaf mér um jólin bókina Opinská ævisaga gleðikonu í London eftir Belle de jour (þýð. Sigurður Hróarsson 2008).Núna um áramótin tók ég af mér það loforð að lesa eina blaðsíðu á dag í skáldsögu José Saramago, Árið sem Ricardo Reis dó, á spænsku.Ég las þýðinguna að bókinni Frankenstein eða hinn nýi Prómoþeus. Þessi þýðing er mjög góð og vandað til hennar á margan máta.Einn af mínum uppáhalds rithöfundum er skáldkonan Isabel Allende. Hún er fædd í Perú árið 1942, bjó svo bæði í Bólivíu og Líbanon áður en hún fluttist með fjölskyldu sinni til Chile árið 1958.Skáldsagan Little man, what now? (Kleiner Mann, was nun) eftir Hans Fallada er verk sem hefur tryggt sér öruggan sess á topplista mínum yfir bestu bækur sem ég hef lesið.Fyrir skólafólk eru sumarfríin hentugur tími til að sökkva sér í einhvern kjarngóðan lestur. Ekki er verra að leggja land undir fót og dvelja um vikutíma eða svo í orlofshúsi.Í sumar las ég þrjár bækur eftir Yrsu Sigurðardóttir; Þriðja táknið, Sér grefur gröf og Ösku. Vinkona mín hafði fengið að gjöf bókina Ösku og mælti með henni við mig.Á haustin breytast lesvenjur mínar allverulega þegar ég skipti út skáldsögum fyrir fræðigreinar og námsbækur.Þegar vorboðinn ljúfi birtist þá kemur hann með Se og hør og Alt for damerne fyrir mig, síðan ligg ég í íslenskri sól og dönskum huggulegheitum fram eftir sumri.Fyrir næstum tuttugu árum síðan var ég stödd við Patríarkatjarnir í Moskvu, en einmitt þar missti bókmenntamaðurinn Berlíoz höfuðið snemma í skáldsögu rússneska rithöfundarins Míkhaíls Búlgakofs, Meistarinn og Margaríta, í meistaralegri þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur.Tvær síðustu bækur sem ég las eru gjörólíkar en mér finnst alveg vert að benda á þær báðar. Ég rakst á þá fyrri í útstillingu á bókasafninu mínu um daginn og greip hana með mér heim, hafði hvorki heyrt um hana né þekki ég höfundinn.Lengi hefur blundað í okkur starfsmönnum Sólheimasafns að hreykja okkur dálítið af því hversu mörg skáld búa eða hafa búið í hverfinu okkar.Mig langar til að segja ykkur frá bók sem ég fann á ólíklegum stað, innan um upplitaðar túristabækur á sólríkri eyju. Þetta er myndabók fyrir eldri börn og fullorðna sem heitir The Arrival.Mér var öðru sinni ekki alls fyrir löngu litið í bók með titlinum Ein til frásagnar eftir tútsíska konu sem mig minnir heita Immaculeé að fornafni. Bókin hefur verið þýdd á íslensku og er efni hennar jafn athyglisvert og það er óhugnanlegt.Hefur þú séð álfa eftir Unni Jökulsdóttur. Frábær bók og skemmtilega skrifuð, lifandi lýsingar og yfir höfuð vel með efnið farið.Að skrifa endurminningar sínar er ekki aðeins upprifjun á liðinni tíð heldur felst einnig í því ákveðin sjálfssköpun - og gleymska. Um leið og einn atburður, staður, samræða eða upplifun er rifjuð upp hljóta aðrir þættir ekki náð hjá minninu heldur falla í óminnið.Á flugstöð um daginn las ég bók Álfrúnar Gunnlaugsdóttir, Af manna völdum. Hana hafði ég auðvitað lesið áður fyrir löngu síðan, og þótti þetta mjög góður lestur. Bókin er næm og skemmtileg aflestrar og á allan hátt vel gerð.Jón Ólafsson | 17.03.2010
Undanfarnar vikur hef ég af vissum ástæðum verið að lesa gúlagbókmenntir af talsverðu kappi. Gúlagbókmenntir eru umfangsmikil bókmenntagrein sem skiptist í marga flokka og undirflokka, ef vel er að gáð ...Sumar bækur fylgja manni í gegnum árin og maður les þær aftur og aftur með reglulegu millibili. Ein slík er bók Astridar Lindgren Bróðir minn Ljónshjarta sem er með fallegri bókum sem ég hef lesið.Í sumarfríum og ferðalögum er ágætt að lesa krimma og þeir norrænu eru oft frábærir. Síðasta bókin sem ég las var Nærmeste pårörende eftir Elsebeth Egholm, f. 1960.Eins og við bókaormarnir vitum þá ratar maður af og til á eitthvað alveg sérstakt - á bók sem gleypir mann í sig um leið og maður sjálfur gleypir hana í sig.Svarfdæla sögu, verstu Íslendingasöguna að mati margra. Fyrstur til að fullyrða þetta var hinn menntaði Guðbrandur Vigfússon á ofanverðri 19. öld. Hann rökstuddi dóm sinn ekki mjög vel.Þegar kennslu er lokið get ég farið að lesa til afþreyingar. Ég fór til Ródos um daginn í 3 vikur, vel birg af bókum. Las léttmetið en fræðibækurnar bíða betri tíma og verra veðurs.Ein af mínum uppáhaldsbókum er skáldsagan Le ravissement de Lol.V. Stein eftir frönsku skáldkonuna Marguerite Duras. Bókin hefur ekki verið þýdd á íslensku.Þýskur liðsforingi tekur hús á gömlum manni og ungri frænku hans í litlu þorpi einhversstaðar í Frakklandi. Eitt herbergi í húsinu er í raun hernumið. Í sögunni er síðan lýst samskiptum liðsforingjans og húsráðenda.Bókin segir frá Daniel, farsælum uppistandara sem hefur byggt feril sinn á því að spila á fordóma áhorfenda sinna. Hann er þekktur fyrir napurt háð á mannlífið, en hefur þó meiri áhuga á eigin kynlífi en á mannkyninu almennt.Ég var að lesa Gangandi íkorna eftir Gyrði Eliasson. Aðalpersóna hennar er Sigmar, sem er í kringum 12 ára gamall held ég, glettinn strákur og frekar mikill prakkari.Það er best að segja það strax að Kongungsbók er ekki dæmigerð spennusaga. Hér hefur Arnaldur greinilega ætlað að róa á ný mið, þar sem hinn forni menningararfur og sagnahefð Íslendinga er í forgrunni.Ég var norður í landi í sumar og þar hafði ég mikinn tíma til að lesa. Las m.a. Færeyingasögu og Jómsvíkingasögu, Fursta eftir Macciavelli og fleiri eldri rit.Eftir því sem maður eldist fækkar bókunum sem geta breytt hugsunarhætti manns til frambúðar. Af og til kviknar þó enn dálítill neisti í höfðinu þegar maður rekst á þær sjaldgæfu bækur sem eru færar um að flytja lesandann inn í nýja vídd.Mig langar til að byrja á að nefna bók eftir danskan höfund, Hanne-Vibeke Holst, Krónprinsessan. Þar segir frá ungri konu á framabraut í stjórnmálunum og hvernig henni gengur að gera allt í senn – að vera eiginkona, móðir og stjórnmálamaður.Það er víst ýmislegt, ef marka má af himinháum bókastöflum á náttborðunum mínum. Af nógu er að taka. Já, ég verð að viðurkenna að ég er oft með margar bækur í einu hálflesnar. Sumar hæfa kvöldi, aðrar morgni. – En núna?Ég hef nýlega lesið tvær bækur, og svolítið í þeirri þriðju. Allt eru þetta sannkallaðar fagurbókmenntir: Draumalandið eftir Andra Snæ, Skuggabaldur eftir Sjón og Matarást eftir Nönnu Rögnvaldardóttur.Það er kannski til að hvíla sig á 21. öldinni að ég hef síðasta misserið horft nokkuð til fortíðar í vali á lesefni í frístundum.Ég er svo heppin að í vinnunni les ég mikið. Mest reyndar Litlu gulu hænuna, Lesum og lærum, Skóladagur, Sílaveiðin, Dísa á afmæli, Doddi fer í siglingu, Lax lærir að hlusta og aðrar ámóta bókmenntir.Í mínu starfi les ég mikið og það getur verið erfitt að hafa sig upp í að lesa venjulega bók að vinnudegi loknum. Það er einna helst á sumrin sem tækifæri gefst til að sökkva sér niður í annað en fræðin, ekki síst ef farið er í sumarbústað út fyrir bæinn.Ég er að lesa nýjustu kvittunina frá safninu og úrvalið er óvenju fjölbreytt að þessu sinni: Andrés og félagar, nokkur Gestgjafablöð, teiknimyndaseríur (Spiderman, Vetrarvíg og Sandman), tölvublöð, tvær sakamálasögur og tvær fantasíur.guðrún geirsdóttir
Í janúar þegar allir eiga að vera að taka á honum stóra sínum eftir ofgnótt jólahaldsins dett ég í bókasukk af verstu sort. Að baki eru umræður gáfumanna um jólabækurnar og nú hafa þær loksins líkamnast á hillum bókasafnanna.Meðal þeirra bóka sem á fjörur mínar rak, í síðasta bókaflóði, eru Auður eftir Vilborgu Davíðsdóttur, Magnea, sem Sigmundur Ernir Rúnarsson færir í letur og loks Freyjuginning eftir Christina Sunley í íslenskri þýðingu Þórdísar Bachmann.Ég var snemma á ævinni vaninn við bóklestur. Það var föst venja að að minnsta kosti ein bók kæmi úr jólapakka. Þegar búið var að ganga frá öllu eftir matinn og taka upp úr pökkum settist hver með sína bók og hóf sinn lestur.
Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál