Fréttir

Tómas Guðmundsson
Auglýst er eftir óprentuðu handriti að ljóðabók til að keppa um bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2014.


Ritvél Halldórs Laxness
Aðventudagskrá Gljúfrasteins, húss skáldsins, heldur áfram á sunnudag.


Táknmynd bókmenntaverðlauna starfsfólks bókaverslana árið 2013
Starfsfólk bókaverslana hefur kveðið upp dóm yfir bókaútgáfu á Íslandi á voru herrans ári tvö þúsund og þrettán.


Fjöruverðlaunin
Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna, voru kynntar á Borgarbókasafni í gær, miðvikudag.


Bók og kertaljós og rólegheit. Í öllum bænum slökkvið samt á öllum kertum áður en þið farið úr húsi, hvort sem þau standa yfir bókum eður ei. Annað er að bjóða hættunni heim. Eigum eldvoðalaus jól.
Nokkur skáld lesa úr nýjum og eldri verkum á Bast við Hverfisgötu á fimmtudagskvöld.


Fjöruverðlaunin
Tilkynnt verður um tilnefningar til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna, á Borgarbókasafni á miðvikudag.


Bíó paradís
Þriðjudagskvöldin 10. og 17. desember stendur Bíó Paradís fyrir upplestri í anddyri bíósins.


Bandalag þýðenda og túlka
Kynntar hafa verið tilnefningar til Íslensku þýðingarverðlaunanna, sem verða afhent undir lok apríl.


Íslensku bókmenntaverðlaunin
Tilnefningar til Íslensku bókmennta-verðlaunanna voru kynntar þann 1. desember síðastliðinn, þegar ljóst þótti að nægar bækur hefðu verið gefnar út þetta árið.


Ósjálfrátt og Illska bíða róleg eftir orðaleikjum þjóðarinnar
Auður Jónsdóttir og Eiríkur Örn Norðdahl eru tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir Íslands hönd


Sagan af Jóa (brot)
Bókabeitan fagnar útgáfu nýrra bóka sinna í Bókabúð Máls og menningar á morgun, laugardag.


Fætur Halldórs Laxness
Upplestrardagskrá Gljúfrasteins hefst á fyrsta sunnudag í aðventu, þann 1. desember.


Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur stendur fyrir málþingi um Camus á föstudag í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli skáldsins.


Literary Death Match – Hólmganga rithöfunda
Á miðvikudagskvöld verður enn á ný haldin Hólmganga rithöfunda á KEX við Skúlagötu.


Síðasta Bókakonfekt Forlagsins þetta árið verður haldið á Rósenberg á miðvikudagskvöld.


Iceland Noir
Glæpasagnahátíðin Iceland Noir hefst á morgun, fimmtudag.


Árleg upplestrarkvöld Hins íslenska glæpafélags og Bandalags þýðenda og túlka verða bæði haldin kl. 20 á fimmtudag.


Háborgin (brot)
Sögufélag og Hannesarholt standa fyrir samræðu um fagurfræði íslenskrar stjórnmálabaráttu á miðvikudag.


Blóð hraustra manna
Forlagið heldur boðssýningu á kvikmyndinni Borgríki, í tilefni af útkomu skáldsögunnar Blóð hraustra manna.


Ljóðstafur Jóns úr Vör (brot)
Lista- og menningarráð Kópavogs efnir til ljóðasamkeppninnar Ljóðstafs Jóns úr Vör í þrettánda sinn, en skilafrestur er til 21. desember.


Kamban: Líf hans og störf
Guðmundar Kambans verður minnst á Kambanskvöldi í Gunnarshúsi á fimmtudag.


Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur og Bókmenntaborgin Reykjavík standa fyrir opnu málþingi um læsi í Laugalækjarskóla á fimmtudag.


Strætó / Ljóðarúta
Lokaviðburður Lestrarhátíðar í ár fer fram í ljóðarútu sem keyrir um í borgarmyrkrinu fimmtudagskvöldið 31. október.


Gunnarshús
Skáldin Anton Helgi Jónsson og Sigurlín Bjarney Gísladóttir stýra dagskrá í húsi Rithöfundasambandsins, sem stendur opið gestum fimmtudagskvöldið 24. október.


Sigurbjörg Þrastardóttir
Sigurbjörg Þrastardóttir flytur eigin ljóð og fjallar um borgarljóðlist frá ýmsum hliðum í bókakaffi í Gerðubergi á miðvikudagskvöld.


ORT
Málþing um ljóðaþýðingar verður haldið í Norræna húsinu á miðvikudag kl. 10-12.


Súpuskál, ljóð ekki á mynd.
Jakob S. Jónsson og Kryddlegin hjörtu bjóða upp á andlega og líkamlega næringu á hádegi fimmtudaga næstu vikur á aðalsafni Borgarbókasafns.


Jakobína Sigurðardóttir
..er yfirskrift málþings um Jakobínu Sigurðardóttur og verk hennar, sem haldið verður í félagsheimilinu Skjólbrekku í Mývatnssveit laugardaginn næstkomandi, þann 5. október.


Reykjavík Bókmenntaborg
Lestrarhátíð í Reykjavík verður sett þriðjudaginn 1. október kl. 11. Hátíðin er tileinkuð borgarljóðum þetta árið og hefur yfirskriftina Ljóð í leiðinni.


Vilborg Dagbjartsdóttir
Nokkrar bókmenntagöngur Borgarbókasafnsins og Bókmenntaborgarinnar eru nú aðgengilegar í stafrænu formi á vef Bókmenntaborgarinnar. Göngurnar eru á íslensku, ensku og þýsku.


Stefán Máni
Skáldsaga Stefáns Mána, Húsið, hlaut glæpasagnaverðlaun Hins íslenska glæpafélags sem afhent voru fyrr í dag.


Blóðdropinn
Verðlaun Hins íslenska glæpafélags fyrir bestu glæpasögu síðasta árs verða afhent á aðalsafni Borgarbókasafns fimmtudaginn 20. júní kl. 17.


Sautjándi júní
Árni Bergmann, Kristín Steinsdóttir, Sigurbjörg Þrastardóttir og Þorgrímur Þráinsson hlutu öll verðskuldaðar viðurkenningar fyrir störf sín á afmælisdegi Jóns, þann sautjánda júní.


Enskar bókmenntagöngur 2013
Borgarbókasafn býður upp á ókeypis bókmenntagöngur á ensku alla fimmtudaga í júní, júlí og ágúst. Fyrsta gangan verður farin fimmtudaginn 6. júní.


Miðstöð íslenskra bókmennta
Tilkynnt var um nýræktarstyrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta í gær, fimmtudag. Hér er sitthvað um skáldverkin sem hljóta styrk í ár.


Guðbergur Bergsson
Laugardaginn 1. júní verður haldið alþjóðlegt málþing til heiðurs rithöfundinum Guðbergi Bergssyni í Hátíðarsal Háskóla Íslands.


Brot úr myndasögu Unu Bjarkar
Úrslit voru tilkynnt í myndasögusamkeppni Borgarbókasafns á laugardag, og sýning opnuð á þeim sögum sem bárust í keppnina.


1005 (brot)
Fyrsti árgangur tímaritraðarinnar 1005 kemur út 10. maí næstkomandi, í tilefni af því býður Kind útgáfa til vorfagnaðar á Kex hostel þann sama dag kl. 17.


Bókmenntaganga (brot)
Gengið verður með skáldum og lóðsum um Heima og Voga laugardaginn 11. maí í tilefni af 50 ára afmæli Sólheimasafns Borgarbókasafns


Svarti sauðurinn og aðrar fabúlur
Kristín Guðrún Jónsdóttir veitti Íslensku þýðingaverðlaununum viðtöku á Gljúfrasteini í gær, þriðjudag.


Mitt eigið harmagedón og Stiklað á stóru um býsna margt
Anna Heiða Pálsdóttir og Guðni Kolbeinsson hlutu þessi góðu barnabókaverðlaun fyrr í vikunni.


Miðstöð íslenskra bókmennta
Miðstöð íslenskra bókmennta auglýsir eftir umsóknum um Nýræktarstyrki, hverra hlutverk er að hvetja til útgáfu nýs íslensks skáldskapar af öllum toga.


Baldur Óskarsson 1932-2013
Baldur Óskarsson, skáld, lést sunnudaginn 14. apríl síðastliðinn.


Dæmi um erlend tungumál
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum heldur ráðstefnu um barnabókmenntir minnihlutahópa og munnlega hefð dagana 24. og 25. apríl.


Örlagaborgin
Einar Már Jónsson kemur í Hannesarholt á mánudag til að lesa úr og spjalla um bók sína Örlagaborgin: brotabrot úr afrekasögu frjálshyggjunnar.


Þúfnatal eftir Guðbrand Siglaugsson
Uppheimar bjóða til ljóðakvölds næstkomandi laugardag til að fagna útgáfu þriggja nýrra ljóðabóka.


Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum býður til bókamessu í Hannesarholti miðvikudaginn 10. apríl kl. 16-18.


María Antonia Mezquita Fernández
María Antonia Mezquita Fernández heldur fyrirlestur um kanadísku skáldkonurnar Laurence, Munro og Atwood í Odda á hádegi þriðjudags 9. apríl.


Sagnfræðingafélag Íslands
Guðrún Harðardóttir, sagnfræðingur, fjallar um tilgátuhús og -teikningar sem sögulegan skáldskap í hádegisfyrirlestri Sagnfræðingafélags Íslands á þriðjudag.


Friðrik Erlingsson
Ný smásaga Friðriks Erlingssonar var frumflutt samtímis í öllum grunnskólum landsins og í Ríkisútvarpinu í morgun.


Sögusteinn Þórarins Eldjárn
Þórarinn Eldjárn tók við Sögusteini, barnabókaverðlaunum IBBY á Íslandi, við hátíðlega athöfn á aðalsafni Borgarbókasafns í gær.


H.C. Andersen, vinstri vangi
Í tilefni alþjóða barnabókadagsins hefur Rafbókavefurinn gert aðgengileg Ævintýri H.C. Andersens í þremur bindum.


Helga E. Jónsdóttir
Það verður heilmikil fjölskyldudagskrá í Hannesarholti á laugardag til að fagna áratugalangri tilveru Emils í Kattholti hér á landi.


Gljúfrasteinn í sól og blíðu
Auður og Rannveig Jónsdætur segja frá ömmu sinni, Auði Sveinsdóttur, á Gljúfrasteini á fimmtudagskvöld.


Annemette Hejlsted
Annemette Hejlsted heldur erindi um eðli og einkenni skáldskapar í Norræna húsinu á miðvikudag.


Hugvísindaþing Háskóla Íslands verður haldið dagana 15.-16. mars. Bókmenntaáhugafólk finnur þar e.t.v. eitthvað fyrir snúð sinn, snældu, viðvik og vott sætabrauð.


Arngunnur Árnadóttir
Stella útgáfa og meðgönguljóð fagna útgáfu ljóðabókarinnar Unglingar eftir Arngunni Árnadóttur í Bókabúð Máls og menningar á fimmtudag.


Spurningarmerki?
Ráðherra, rithöfundur, grunnskólakennarar og leynifélagi fjalla um framtíð barna- og unglingabóka á ráðstefnu í Gerðubergi laugardaginn 9. mars næstkomandi.


Ingibjörg Haraldsdóttir
Kvöldið verður tileinkað Ingibjörgu Haraldsdóttur í Gunnarshúsi, húsi rithöfundasambandsins, þriðjudaginn 5. mars næstkomandi.


Steinunn Sigurðardóttir
Steinunn Sigurðardóttir fjallar um tvær nýjustu skáldsögur sínar á Háskólatorgi fimmtudaginn 7. mars næstkomandi kl. 12.00.


Jón Björnsson
Jón Björnsson og gestir hans spá í heilnæmi dalalífsins og siðspillinguna á mölinni í bókakaffi Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs fimmtudagskvöldið 28. febrúar.


Félag íslenskra fræða
Bjarki heldur erindi um rím og ýmis álitaefni sem því tengjast á rannsóknarkvöldi Félags íslenskra fræða á miðvikudagskvöld í Hannesarholti.


Þorvaldur Þorsteinsson
Þorvaldur Þorsteinsson, listamaður og rithöfundur, lést á heimili sínu á laugardag.


Gréta Kristín Ómarsdóttir
Sigurður Pálsson, Gréta Kristín Ómarsdóttir og Bergrún Anna Hallsteinsdóttir koma fram á upplestrarkvöldi meðgönguljóða og Bókmenntaborgarinnar í Iðu við Tryggvagötu á þriðjudag.


Fjöruverðlaunin 2013
Auður Jónsdóttir, Þórdís Gísladóttir og Steinunn Kristjánsdóttir eru handhafar Fjöruverðlaunanna – bókmenntaverðlauna kvenna í ár.


Fjöruverðlaunin
Bókmenntaverðlaun kvenna verða afhent við hátíðlega athöfn í Iðnó sunnudaginn 24. febrúar.


Hanne-Vibeke Holst
Danski rithöfundurinn Hanne-Vibeke Holst kemur fram á höfundakvöldi Norræna hússins á miðvikudagskvöld, og ræðir þar við þýðandann Halldóru Jónsdóttur.


Brot úr plakati
Ljóðaslamm Borgarbókasafns var haldið í sjötta sinn á Safnanótt sem var, föstudaginn 8. febrúar. Hér er allt um það.


Illska
Eiríkur Örn Norðdahl og Gunnar F. Guðmundsson eru handhafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2012.


Með lögum sem samþykkt voru á Alþingi í desember hefur Miðstöð íslenskra bókmennta nú verið stofnsett, en þar renna saman Bókmenntasjóður og Sögueyjan Ísland.


Þennan blýant þekkja margir.
Vefurinn rithringur.is fagnar tíu ára afmæli í dag, fyrsta febrúar.


Bókakaffi í Gerðubergi
Kvæði Ómars Kajams, Rúbajat eða Ferhendur tjaldarans, verður til umfjöllunar á bókakaffi í Gerðubergi miðvikudagskvöldið 30. janúar.


Hagþenkir
Félag höfunda fræðirita og kennslugagna hefur kynnt tilnefningarnar tíu til viðurkenningar Hagþenkis. Kunngjört verður um úrslit í mars.


Örlítið brot úr Óliver eftir Birgittu Sif Jónsdóttur
Birgitta Sif Jónsdóttir hlaut nýverið Dimmalimm – íslensku myndskreytiverðlaunin fyrir bókina Óliver.


Skór Halldórs Laxness tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Málþing um varðveislu og skráningu gagna er tengjast Halldóri Laxness verður haldið í Norræna húsinu fimmtudaginn 31. janúar kl. 13.


Íslensku myndskreytiverðlaunin 2012 – Dimmalimm
Dimmalimm – íslensku myndskreytiverðlaunin verða afhent í Gerðubergi sunnudaginn 27. janúar. Um leið opnar þar sýning á myndskreytingum úr íslenskum barnabókum frá 2012.


Magnús Sigurðsson
Ljóðstafur Jóns úr Vör var afhentur í Salnum í Kópavogi í gær, Magnús Sigurðsson bar sigur úr býtum fyrir ljóðið Tunglsljós.


Brot úr verki Mari Ahokoivu
Laugardaginn 12. janúar kl. 15 opnar sýning á norrænum myndasögum í aðalsafni Borgarbókasafns við Tryggvagötu.


LoveStar eftir Andra Snæ Magnason
LoveStar Andra Snæs Magnasonar var nýlega tilnefnd til Philip K. Dick verðlaunanna.


Einar Kárason
Einar Kárason segir sögu Sturlu Sighvatssonar í Landnámssetrinu í Borgarnesi laugardaginn 12. janúar.


Tómas Guðmundsson, stjarfur af undrun
Frestur til að skila inn handritum í samkeppni um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar rennur út 1. júní næstkomandi.Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál