Beint í efni

Langelstur í bekknum

Langelstur í bekknum
Höfundur
Bergrún Íris Sævarsdóttir
Útgefandi
Bókabeitan
Staður
Reykjavík
Ár
2017
Flokkur
Barnabækur

um bókina

Það getur verið dálítið skrítið að byrja í nýjum skóla þar sem maður þekkir engan. En það er eiginlega stórfurðulegt þegar níutíu og sex ára gamall karl sest við hliðina á manni og enginn kippir sér upp við það! Fljótlega verða bekkjarfélagarnir Eyja og Rögnvaldur ágætis vinir þrátt fyrir níutíu ára aldursmun. Þegar Eyja kemst að leyndarmáli Rögnvaldar gera þau með sér samning en tekst Eyju að standa við hann?

Bergrún Íris er höfundur bæði texta og mynda.

 

úr bókinni

Næstu dagar eru jafn undarlegir og sá fyrsti. Eyja er alltaf mætt á réttum tíma og fylgist vel með því sem kennarinn segir. Rögnvaldur mætir hins vegar þegar honum sýnist og virðist engan áhuga hafa á náminu.

Nestistímarnir eru skrítnastir og stundum þarf Eyja að halda fyrir nefið þegar Rögnvaldur opnar nestisboxið sitt. Fyrsta daginn mætir hann með súrar gúrkur sem Eyju langar alls ekki að smakka!

Daginn eftir er fiskur í boxinu. Það er þó ekki stöppuð ýsa með tómatsósu, sem Eyju finnst algjört nammi. Fiskurinn hans Rögnvaldar lyktar ekki vel og Eyja hristir höfuðið þegar hann býður henni að fá sér signa ýsu og kalda hamsatólg.

Einn daginn mætir hann með seigfljótandi gums í fötu sem hann kallar bestu brauðsúpu landsins. Svo opnar hann litla rjómafernu og hellir henni allri út í súpuna! Rögnvaldur segist ekki þurfa skeið og htekur út úr sér tennurnar!

Eyja gapir þegar hann legtur gervitennurnar á borðið fyrir framan sig og hellir kaldri brauðsúpunni upp í tannlausan munninn, beint úr fötunni. Það fer hrollur um Eyju og hún missir næstum því matarlystina. Hún teygir sig í vatsnbrúsann sinn og reynir að horfa ekki þegar Rögnvaldur setur tennurnar aftur upp í sig.

"Skál!" segir Rögnvaldur og brosir. Hann heldur fram glasi með gulu glundri , sem hann segir að heiti mysa og sé allra meina bót.

"Já, uuu... skál," segir Eyja og fitjar upp á nefið. Húnn vill alls ekki vera ókurteis.

Á meðan nemendurnir borða nestið les kennarinn fyrir þau söguna um Rauðhetti. Rögnvaldur byrjar að tuða eitthvað óskiljanlegt, hreistir höfuðið og grípur skyndilega fram í fyrir kennaranum.

"Nei, nei, nei! Þú breytir sögunni, kona!  Úlfurinn á að éta bæði ömmuna og Rauðhettu!"

Hanna Dóra kennari er fljót að svara. "Já, já, Rögnvaldur, við höfum rætt þetta áður. Höfum nú hljóð, vinur, rétt á meðan ég les."

(s. 23-25)

 

Fleira eftir sama höfund

Stórhættulega stafrófið

Lesa meira

Langelstur að eilífu

Lesa meira

Búðarferðin

Lesa meira

Vinur minn, vindurinn

Lesa meira

Kennarinn sem hvarf - sporlaust!

Lesa meira

Afi sterki: Hættuför að Hlíðarvatni

Lesa meira

Freyja og Fróði í klippingu

Lesa meira

Freyja og Fróði geta ekki sofnað

Lesa meira

Freyja og Fróði eru lasin

Lesa meira