Jump to content
íslenska

Betty

Betty
Author
Arnaldur Indriðason
Publisher
Vaka-Helgafell
Place
Reykjavík
Year
2003
Category
Novels

Af bókarkápu:

Ég gerði mistök. Ég féll ofan í hverja gryfjuna af annarri. Sumar viljandi. Innst inni vissi ég af þeim og vissi að þær voru hættulegar en ég vissi ekki allt. Ég hugsa stundum með mér að líklega myndi ég láta mig falla í sumar þeirra aftur ef ég bara gæti.

Ungur lögfræðingur situr í gæsluvarðhaldi og rifjar upp afdrifarík kynni sín af Bettý sem birtist einn daginn í aðskornum kjól með litla gullkeðju um ökklann. Og þegar hún brosti.... 

Úr Bettý:

Ég man ekki lengur um hvað ráðstefnan í Háskólabíói fjallaði. Ég man ekki einu sinni hvað ég kallaði erindið mitt enda skiptir það engu máli. Það var eitthvað um samningsstöðu íslensks sjávarútvegs í Brüssel, eitthvað um ESB og fiskinn okkar. Ég notaði skjávarpa og súlurit. Ég veit, ég hefði líka sofnað.
 Hún var þar. Hún kom seint inn og ég tók strax eftir henni vegna þess að hún ... hún var dýrleg. Dýrleg frá þeirri stundu sem ég sá hana fyrst koma inn í rökkvaðan salinn. Ljósið af ganginum fyrir aftan hana lýsti hana upp eins og kvikmyndastjörnu. Hún var óhrædd við að vera kvenleg, ólíkt mörgum öðrum konum; ein í salnum sat í úlpu með lappirnar yfir næsta stólbak. Konan í dyrunum var í aðskornum kjól með fínlegum hlýrum yfir grannar axlirnar, þykkt, dökkt hárið féll niður á herðar, augun lágu djúpt, brún með örlitlu hvítu bliki í augasteinunum. Og þegar hún brosti ...
 Ég tók eftir smáatriðunum þegar hún kom til mín upp á sviðið strax eftir erindið. Ég reyndi að sýnast áhugalaus eða réttara sagt, ég reyndi að góna ekki á hana. Brjóstin voru smágerð og geirvörturnar þrýstust út í kjólinn. Hún var grönn, með sterklega fætur og fíngerða, næstum því brothætta ökkla. Eins og fætur á kampavínsglösum. Lítil gullkeðja var um annan ökklann. Mamma hefði átt orð yfir göngulagið. Tígulegt, hefði hún sagt.
 Ég kynnti mig og við tókumst í hendur.
 - Já, ég þekki nafnið, sagði hún. Ég heiti Bettý, bætti hún við. Ég hef heyrt svo vel af þér látið.
 Ég lokaði skjalatöskunni og horfði á hana. Hvernig hafði hún heyrt af mér? Þá var aðeins ár síðan ég kom að utan og opnaði stofuna. Fáir viðskiptavina minna, ég held aðeins tveir, voru tengdir áhugamáli mínu, sjávarútvegi. Allt annað var tóm leiðindi; deilur í fjölbýlishúsum, tryggingakarp eftir árekstra, erfðamál. Mér hafði ekki vegnað neitt sérstaklega vel. Þangað til ég hitti hana. Hún sagðist hafa heyrt vel af mér látið. Kannski var hún að ljúga. Hún var vel undirbúin þegar hún birtist þarna í salnum eins og stjarna. Kjóllinn sem sýndi ofan á lítil brjóstin. Fallega skoran á milli þeirra. Gullið um kampavínsökklann. Kannski var þetta allt sett á svið fyrir mig. Einkasýning.
 Einkadans Bettýar.
 Hann kom síðar.

(s. 8-10)

More from this author

Vinterstaden

Read more

Silence of the Grave (Audio book)

Read more

Abgründe

Read more

Frevelopfer

Read more

Einvígið (The Duel)

Read more

Frostnacht

Read more

La voix

Read more

Mocvara

Read more

Smrtící intriky

Read more