Jump to content
íslenska

Glæsir

Glæsir
Author
Ármann Jakobsson
Publisher
JPV
Place
Reykjavík
Year
2011
Category
Novels

um bókina

Glæsir hefur marga fjöruna sopið. Hann heyr harða glímu við sjálfan sig og einn og yfirgefinn gerir hann upp líf sitt og nöturleg örlög og leggur á ráðin um hefndir. Aleinn í myrku fjósi flytur hann sjálfum sér eigin ævisögu um væntingar og svik, heiður og vansæmd, einmanaleik og botnlausa óhamingju. Saga hans tengist pólitískum deilum og valdabáráttu. En hver er hann sem á svo harmræna fortíð að baki.

úr bókinni

Þau óttast mig.
   Með augun lukt heyri ég þau nálgast af lítt dulinni gætni. Síðan lýk ég þeim upp, hvessi glyrnurnar og gef frá mér eitthvað sem ég held að sé baul. Mér skilst á Finnageirsstaðafólkinu að í mér liggi ógnarraust, áþekkust ópi beint úr neðra. Hvað veit ég? Ég kann ekki tungu nautgripa þó að ég sýnist vera af því kyni. Hitt hef ég smám saman lært: að kveða við þannig að fólkinu á Finngeirsstöðum standi stuggur af hljóðunum.
   Það er rétt að vara þau við annað veifið, láta þau vita að ég er kominn hingað til að drepa. Dagarnir í fjósinu væru dauflegir ef ekki væri fyrir þennan leik og ánægjuna sem fylgir því að horfa á þau melta sannleikann en neita þó að trúa því sem blasir við. Það má lengi leika sér þannig: að vara fólk við og fylgjast með ráðleysi þess.
   Vanmáttur þeirra er dægrastytting mín í skammdegissortanum. Kýr eru lítill félagsskapur fyrir elstu og vitrustu veruna í Álftafirði.
   Dungaður nautamaður hefur tekið eftir þessu: Glæsir er alltaf einn, hefur hann sagt. Hann skeytir engu um hin nautin í fjósinu. Það er eins og hann sé af annarri tegund.
   Stundum eru nautamenn óhugnanlega skynugir. Ég er sannarlega af annarri tegund.

(7-8)

 

More from this author

Bölvun múmíunnar (The Mummy's Curse)

Read more

Tíbrá: saga um glæp (Mirage: Story of a Crime)

Read more

Illa fenginn mjöður: lesið í miðaldatexta (Ill-Begotten Mead: Medieval Texts Examined)

Read more

Íslendingaþættir: saga hugmyndar (The Short Tales of Icelanders: History of an Idea)

Read more

Icelandic Literature of the Vikings: An Introduction

Read more

Bókmenntir í nýju landi : íslensk bókmenntasaga frá landnámi til siðaskipta (Literature in a New Land: Icelandic Literary History from the Settlement till the Reformation)

Read more

Tolkien og hringurinn (Tolkien and the Ring)

Read more

Urðarköttur: saga um glæp (Corpse Cat: Story of a Crime)

Read more

Útlagamorðin: saga um glæp (The Outlaw Murders: Story of a Crime)

Read more