Um þýðinguna
Ljóð eftir Paulus Utsi. Einar Bragi þýddi úr samísku.
Úr Handan snæfjalla
Ég er leifar lítillar þjóðar
förumaður í eigin landi
fæddur í tjaldi við rætur fjarlægs fjalls
Í augum ókunnugra er ég sem afturganga
þar sem ég þramma með lassó um öxl
og dólkinn hangandi í breiðu belti
Ég er sá sem ég er
Sami í Samalandi
Aðkomumenn mörkuðu lendur okkar grófum sporum
svældu þær undir sig
hrifsuðu auðlindirnar
röskuðu hringrás náttúrunnar
Ég lifi rétt sem leifar minnar þjóðar