Jump to content
íslenska

Eva Rún Snorradóttir

Æviatriði

Eva Rún Snorradóttir er fædd í Reykjavík, 9. apríl 1982. Hún er sjálfstætt starfandi sviðslistakona, leikskáld og ljóðskáld.

Hún hefur um árabil starfað með sviðslistahópunum Kviss búmm bang og 16 elskendur. Eva Rún hefur sent frá sér ljóðabækurnar Heimsendir fylgir þér alla æviTappi á himninum og Fræ sem frjóvga myrkrið sem og sagnasveiginn Óskilamunir.

Árið 2019 hlaut hún ljóðaverðlaunin Maístjarnan fyrir bókina Fræ sem frjóvga myrkrið.

Árið 2020 var hún valin sem leikskáld Borgarleikhússins þar sem hún vann að verkinu Góða ferð inn í gömul sár sem frumsýnt var í febrúar 2023.

Fyrsta skáldsaga Evu Rúnar, Eldri konur kom út 2024.