Lögreglukonan Kristín erfir óvænt gamalt prestsetur á landsbyggðinni, ásamt hálfbróður sínum. Setrið er á jörðinni Stóru-Hlíð þar sem eru aðeins fáein íbúðarhús önnur og eitt gistiheimili. Kristín sér húsið sem kærkomið athvarf frá glæpaerlinum í höfuðborginni. Á staðnum býr lítill er fjölskrúðugur hópur fólks á ólíkum aldri, á ólíkum stað í lífinu og með ólíkar þarfir og langanir – og einn morðingi.