Jump to content
íslenska

Allt fínt ... en þú? (I'm Fine ... and You?)

Allt fínt ... en þú? (I'm Fine ... and You?)
Author
Jónína Leósdóttir
Publisher
Mál og menning
Place
Reykjavík
Year
2010
Category
Novels

Um bókina:

Nína veit ekki hvernig hún á að taka því þegar sjötugur faðir hennar er kominn með kærustu, örfáum vikum eftir lát eiginkonu sinnar. En stjörnuleikkonan Sunna, systir Nínu, velkist ekki í vafa: Hún vill slíta öllu sambandi við föður sinn. Strax!

Eins og sönnum máttarstólpa fjölskyldunnar og sómakærri prestfrú sæmir reynir Nína að miðla málum. Þó hefur hún meira en nóg á sinni könnu – fjárhagurinn er í molum, dæturnar tvær valda henni áhyggjum og eiginmaðurinn þráast við að lesa hugsanir hennar.

Ástandið í fjölskyldunni verður sífellt skrautlegra og loks er suðumarki náð.

Sagan segir frá nokkrum mánuðum í lífi tæplega fertugrar konu í Reykjavík. Konu sem kann ekki að segja nei og vill svo gjarnan vera góð við alla … og hættir þess vegna til að vanrækja sjálfa sig.

Úr bókinni:

Ofurkonan mætti að sjálfsögðu til leiks þegar Sunna hætti loks að láta eins og krakki í sykursjokki og vildi ræða málið. Samræðurnar fóru þó ekkerrt sérlega vel af stað.

„Segðu mér allt sem þú veist,“ hvíslaði hún og benti á eldhúsrúllu í statífi uppi á vegg.

Ég stóð upp, sleit tvö blöð af rúllunni og rétti henni. Eitt til að þurrka tárin, annað til að snýta sér á.

„Það eina sem ég veit er að hann á einhverja vinkonu.“

Hún hætti við að þerra maskarataumana af kinnunum og nýtt æði virtist ætla að renna á hana. Ég flýtti mér að bæta við að þetta væri ekki oftúlkun. Hann hefði sagt vinkona en átt við kærustu. Ég væri alveg viss.

„Hvernig getur hann gert okkur þetta?“ vældi Sunna, snýtti sér í bæði eldhúsrúllublöðin, vöðlaði þeim saman og nuddaði bleytuna af kinnunum.

„Þetta snýst nú ekki beinlínis um okkur.“

„En þetta snertir okkur. Hann er pabbi okkar og mamma er nýdáin!“

„Ég veit. En þetta er hans líf.“

Sunna fyllti lungun af lofti og opnaði munninn en ég hleypti henni ekki að.

„Auðvitað söknum við mömmu og það gerir hann líka, sama hvað er í gangi hjá honum,“ hélt sú yfirvegaða áfram. „Ég veit að þetta er ofboðslega snemmt og að við áttum ekki von á þessu en … æ, kannski á hann mörg góð ár framundan. Það er ekkert mikið að vera sjötugur nú til dags. Fólk er í svo góðu formi og pabbi alveg sérstaklega, alltaf í golfinu og göngutúrum og sundi. Ja, eða var það að minnsta kosti. Ekki vildum við frekar að hann væri aleinn það sem eftir er.“

(40-1)

More from this author

M’aime – m’aime pas!

Read more

Við Jóhanna (Jóhanna and I)

Read more

Am liebsten gut

Read more
andlitslausa konan

Andlitslausa konan (The Woman Without Face)

Andlitslausa konan er fimmta bók Jónínu um Eddu á Birkimelnum, glímu hennar við flókin sakamál og samskiptin við fjölskylduna sem stundum eru síst einfaldari.
Read more
varnarlaus

Varnarlaus (Defenceless)

Adam er rétt mættur í vinnuna á sálfræðistofunni Sáló þegar barni er rænt úr afgreiðslunni.
Read more

Elskar mig, elskar mig ekki (Loves me, Loves me Not)

Read more

Ég & þú (I and You)

Read more

Svart & hvítt (Black & White)

Read more

Kossar & ólífur (Kisses & Olives)

Read more