Jump to content
íslenska

Elífar speglanir: vísindalegar athuganir (Eternally Mirrored: Scientific Observations)

Elífar speglanir: vísindalegar athuganir (Eternally Mirrored: Scientific Observations)
Author
Kristín Ómarsdóttir
Publisher
Tunglið
Place
Reykjavík
Year
2013
Category
Short short stories

Um bókina:

58 stuttir prósatextar um efni vísinda og fræða, svo sem líffræði, læknisfræði, félagsfræði og hagfræði.

Úr Eilífum speglunum:

34

Ungur, mér liggur við að segja kornungur – lýsingarorðið er oft notað um ljóðskáld – þjófur opnar ókunnuga ferðatösku heima hjá vinafólki um nótt. Það er guðdómleg birta inni. Helgibirta. Hann tekur upp föt konu og föt karls. Dollur. Sólgleraugu. Belti. Nærföt. Hárkollur. Jólasveinninn útdeilir gjöfunum. Venjuleg lykt af ilmvatni úðast úr ilmvatnsflösku. Ég segi venjuleg, sannleikanum samkvæmt, ég veit ekki af hverju ilmur ránsilmvatna bergmálar oftast nær staðlaðri minningu um hversdagsleika. Þjófurinn ungi tekur tómu flöskuna í fangið og hendir niður af svölunum. Svo sest hann þreyttur í sófann og strýkur sér um magann. Konuna á heimilinu langar til að strjúka honum um magann, hún hefur aldrei strokið magann á þjófi. Það jafnast fátt á við það. Spennulosandi æsingur. Þægileg birtan hér inni. Helgibirta. Karlinn á heimilinu langar til að nudda axlir þjófsins, hann hefur aldrei nuddað þjófsaxlir frekar en aðrar axlir. Þjófurinn ropar. Hárin í kringum naflann sjást þegar peysan lyftist. En hvað hann er með fallegan nafla þessi bannsetti þjófur á helgri nótt.

(23)

More from this author

Við tilheyrum sama myrkrinu (We Belong to the Same Darkness)

Read more

Ljóð í leiðinni: skáld um Reykjavík (Poetry to Go: Poets on Reykjavík)

Read more

Children in the Reindeer Woods

Read more

Hjartatrompet

Read more

Margrét mikla (Margret the great)

Read more

Smásögur

Read more

Afmælistertan (The Birthday Cake)

Read more