Krakkahópnum á leikvellinum finnst hún ægilega hlægileg með gleraugu, svona óskaplega lítil stelpa á ekki að vera með gleraugu. Það eru bara gamlir karlar og kerlingar sem eru með gleraugu. Hún er kerlingarbarn. Henni finnst hún því eldast langt fyrir aldur fram, ekki vera eins og hinir krakkarnir og ekki nóg með það, hún er með sjónskekkju og gleraugun hennar eru alveg ógurlega sterk.. .