Jump to content
íslenska

Hin eilífa þrá (The Eternal Desire)

Hin eilífa þrá (The Eternal Desire)
Author
Guðbergur Bergsson
Publisher
JPV-útgáfa
Place
Reykjavík
Year
2012
Category
Novels


Um Hina eilífu þrá:

 


Hin eilífa þrá er lygileg prakkarasaga og harmræn dæmisaga um Íslendinga samtímans.

 

 


Lesendur eru leiddir inn í regnfatagerðina Iceland Rain í iðnaðarhverfi í Reykjavík. Það eiga allir sér sameiginlegan draum um skjótfenginn auð. Hvað býr að baki þessum draumi? Hver er hin eilífa þrá?

 

 


Úr Hinni eilífu þrá:

 

 


Hali ýtir Bensa inn í salinn í hjólastólnum. Þeir koma sér fyrir úti í horni þar sem stelpan í leikritinu átti að vera í hlutverki þeirrar sem varð fyrir einelti. Hún hímir ein á öðrum stað eins og illa gerður hlutur. Strákurinn sem tók málstað hennar í leikfimitíma og trúlofaðist henni í falslausri unglingaást á bekknum í skóginum er týndur. Allt er í uppnámi. Flestir virðast vera búnir að gleyma leikritinu sem átti að vera með félagslegu ívafi undir leiðsögn skólasálfræðinga.

 

 


Strákarnir eru í pilsum eins og stelpurnar en líkja síður en þær eftir „Björk“. Í staðinn eru þeir með hommastæla eins og þátttakendur í Gay Pride. Pilsin þeirra eru rauð en pils stelpnanna blá. Þeir skilja sig frá hópnum fúlir yfir að þurfa að vera skemmtilega hommalegir til að sýna fordómaleysi og að samkynhneigð er hvorki sjúkdómur né geðveiki.

 

 


Nokkrir strákar og stelpur halda sig sér í hóp. Þetta virðsit vera útvalda liðið, Stellið í skólanum. Í hópnum halda allir á kókdósum og farsímum, sífellt að gá hvort einhver hefur sent skilaboð. Sumir strákar jarma eins og Björk og skæla sig til að sýna að þeim finnist hún vera orðin hálfgert frat, algert grýlukerti með smástelpustæla.

 

 


Oooooó!

 

 


Strákur hringir í farsíma og segir:

 

 


Það er svo hallærislegt á svona skólaskemmtunum að allt verður ógeðslega skemmtilega leiðinlegt.

 

 


Erum við Skotar eða Ítalir? spyr einn strákanna í pilsunum. Eða erum við bara einhverjar latar hommapussur?

 

 


Taktu sjálfur ákvörðun, svarar annar. Hvar er skólasálfræðingurinn? Erum við ekki sannir Íslendingar og sambland af engu?

 

 


Kennslukona ýtir til hliðar stóru tjaldi þar sem á stendur með bleikum stöfum:

 

 


Þessi skemmtun er studd af Glitni og Tali.

 

 


(86-7)

 

More from this author

Als isländischer Autor im Ausland

Read more

Androclus und der Löwe

Read more

Die Frau mit dem Proviantkasten

Read more

Die vierte Weihnachtsgeschichte, die nicht schlechter ist als die davor: Jesus lehrt einen kommunisten, nicht mehr seine frau zu betrügen

Read more

Wovon wird Gott fett?

Read more

Der Mann, dem ein Unglück widerfuhr

Read more

Da oben fliegt Elli

Read more

De l'exil

Read more