Jump to content
íslenska

Hversdagsgæfa (Everyday happiness)

Hversdagsgæfa (Everyday happiness)
Author
Þóra Jónsdóttir
Publisher
Salka
Place
Reykjavík
Year
2010
Category
Short prose

Af bókarkápu

Þóra Jónsdóttir frá Laxamýri hefur áður sent frá sér níu ljóðabækur. Hér horfir hún til baka og bregður upp myndum í söguformi. Henni eru hugleikin hin órjúfanlegu tengsl manneskjunnar við fortíð og náttúru og hversdagsmyndir hennar gæða okkar eigin hvunndag lit og lífi.

Úr Hversdagsgæfu

Á bókasafninu

Hún var á leið á bókasafnið með þrjár bækur í poka. Þær hafði hún tekið að láni fyrir mörgum árum en aldrei komið í verk að skila. Fyrst í stað vegna gleymsku og síðar vegna þess að hún óttaðist að verða rukkuð um háa fjárhæð vegna dráttarins. Nú hafði hún loks mannað sig upp og vildi koma bókunum af sér. Þetta var hlýr og bjartur dagur og fólk á götunum var upplitsdjarft og brosmilt. Skilagjaldið reyndist smáræði. Á því var hámarksþak sem allir gátu sætt sig við. Á eftir settist hún á tröppur safnsins og skrafaði við einhvern sem var þar fyrir. Hún sagði meðal annars frá bókaskilum sínum. Viðmælandinn spurði um hvað bækurnar hefðu fjallað. Því hafði hún gjörsamlega gleymt. Hún sneri aftur inn og sá hvar bækurnar sem hún hafði skilað lágu á borði, fékk þær aftur að láni og hélt heimleiðis.

(bls. 30)

More from this author

Á hvítri verönd (On a White Veranda)

Read more

Augu í draumi (Eyes in a Dream)

Read more

Línur í lófa (Lines in a Palm)

Read more

Bæn í ljóði

Read more

Blessun

Read more

Nýbúar. Blátár

Read more

Safngler

Read more

Tvö ljóð (Two Poems)

Read more

Landrekskenningin

Read more