Jump to content
íslenska

Kamilla Vindmylla og leiðinn úr Esjunni (Kamilla Windmill and the boredom from Esjan)

Kamilla Vindmylla og leiðinn úr Esjunni (Kamilla Windmill and the boredom from Esjan)
Author
Hilmar Örn Óskarsson
Publisher
Bókabeitan
Place
Reykjavík
Year
2013
Category
Children‘s books

Um bókina

Hvað er hægt að gera þegar fólk tekur upp á því að verða leiðinlegt með endemum? Kamillu Vindmyllu finnst það alls ekki dæmigert og eiginlega alveg dæmalaust ef út í það er farið. Sérstaklega þegar hún tekur eftir leiðindum í sínu eigin fari og í fari vina sinna.

Hin rækilega hressa Kamilla Vindmylla býst því til varnar ásamt félögum sínum og hinum sérvitra Elíasi Emil gegn glænýrri ógn sem ætlar sér að eyða allri gleði, hvar svo sem hún kann að finnast.

Úr bókinni

Ekkert þeirra tók hins vegar eftir hröfnunum sem fylgdust með hverri hreyfingu þeirra í gegnum eldhúsgluggann. Þeir voru horaðir og óhuggulegir og augu þeirra svo forvitin og rannsakandi að rúðan nánast svignaði undan augnaráðinu. Það var ekki fyrr en þeir heyrðu djúpt og ógnvænlegt urr berast frá Úlfi sem þeir hættu að stara inn um eldhúsgluggann. Úlfur sat undir trénu og mændi illúðlega á óboðnu gestina. Þeir vissu svo sem að Úlfur gæti ekki náð til þeirra og héldu því ró sinni. Þeir voru á grænni grein sem lá allt of hátt fyrir risavaxna úlfa.

Þetta vissi Úlfur auðvitað líka enda óvitlaus og því kallaði hann á Uglu í huganum. Það var eitthvað vafasamt við þessa hrafna. Úlfur fann það á sér og hann var viss um að Ugla yrði honum sammála. Hann lét hinsvegar Elías ekki vita því sumt var bara á færi ferfættra eða vængjaðra dýra að skilja. Elías var líka niðursokkinn í hugmyndavinnu með nýju samstarfsfélögunum sínum og þessi ljóshærða sem talaði og mikið var nýkomin í heimsókn.

(s. 37-38)

More from this author

Funi og Alda falda (Funi and Alda the hidden)

Read more

Kamilla Vindmylla og svikamyllurnar (Kamilla Windmill and the traitors)

Read more

Húsið í september (The House in September)

Read more

"Uppvakningar" ("Zombies")

Read more

"Brúður" ("Dolls")

Read more