Á æskuheimili hennar í Þingholtsstræti þótti svívirða að henda nokkru. Gömlu gólfborðin voru gersemi og gluggafögin heilög, silfurskottur voru krútt og myglusveppir voru ekki til. Allt gert frá grunni eða lagað, aftur og aftur, og sjaldan var nokkru skipt út. Samkvæmt pabba Söndru var æðsta dyggð mannsins að veita hinum forheimskandi heimi eyðslusemi og græðgi viðnám. Ikea var höfuðból plebba og uppa