Jump to content
íslenska

Sumarið 1970 (The Summer of 1970)

Sumarið 1970 (The Summer of 1970)
Author
Ágúst Borgþór Sverrisson
Publisher
Ormstunga
Place
Reykjavík
Year
2001
Category
Short stories

Úr Sumarið 1970:

Úr sögunni Hverfa út í heiminn

(1975)

Þó að veikindi bróður míns hafi lagt undir sig heimilislífið er hann orðinn enn fyrirferðarmeiri eftir að hann dó. Ég velti því stundum fyrir mér hvort ég muni nokkurn tíma losna við hann.

Stofan er ekki stór og núna rúmar hún ekki annað en hann. Áður lagði hann bara undir sig gólfið. Reisti búgarð í einu horninu: brún plastgirðing, kýr kindur og hundar; og bóndinn hjó gólfteppið með ljá sem var fastur við hendur hans. Í hinu horninu reisti hann borg úr legókubbum og borgin stækkaði og teygði sig sífellt lengra inn á gólfið, eins og nýju húsin í hverfinu sem sífellt spretta upp og færast nær okkur. Stundum átti bóndinn leið til borgarinnar í bíl sem hafði verið smíðaður þar, og þá var hvergi hægt að stíga niður fæti á gólfinu.
Núna er dótið hans hvergi sjáanlegt en ofan á stofuskápnum er raðað mörgum litlum ljósmyndum af honum í leðurrömmum á fæti. Á miðri skápröndinni stendur græni minningarvasinn frá spítalanum. Á morgnana hrekk ég stundum upp af draumi um boltaleik í stofunni um leið og boltinn skellur á vasann.
Á veggnum hanga tvær stórar myndir af honum. Önnur er ljósmynd með dökkgrænum máluðum bakgrunni. Kinnarnar eru þykkar af bjúg en ásjónan björt og skær. Svipurinn alvarlegur og augun ekki laus við ásökun.
Hin myndin er málverk, önnur minningargjöf frá spítalanum. Andlitið á þeirri mynd er ekki mjög líkt honum en skyrtan er gamalkunnug: marglitar rendur í bítlastíl. Við áttum báðir svona skyrtur en þær hafa fyrir löngu verið klipptar niður í afþurrkunarklúta. Um daginn sá ég mömmu þurrka af myndinni með leifum af annarri skyrtunni. Ég vona að það hafi verið mín skyrta þó að það skipti ekki máli.

(s. 9-10)

More from this author

Hliðarspor (Side Steps)

Read more

Fyrsti dagur fjórðu viku

Read more

Tvisvar á ævinni (Twice in a Lifetime)

Read more

Hringstiginn - og sjö sögum betur (The Spiral Staircase - and seven other stories)

Read more

Síðasti bíllinn (The Last Car)

Read more

Í síðasta sinn (For the Last Time)

Read more

Eftirlýst augnablik (Wanted Moments)

Read more

The First Day of the Fourth Week

Read more

Smásaga í Wortlaut Island

Read more