Jump to content
íslenska

Úlfur og Edda: dýrgripurinn (Úlfur and Edda : The Precious)

Úlfur og Edda: dýrgripurinn (Úlfur and Edda : The Precious)
Author
Kristín Ragna Gunnarsdóttir
Publisher
Bókabeitan
Place
Reykjavík
Year
2016
Category
Children‘s books

Um bókina

Forngrip er stolið frá ömmu Eddu og stjúpsystkinin Úlfur og Edda eru staðráðin í að endurheimta hann. Þau elta þjófinn ofan í göng undir Skálholti en enda í öðrum heimi. Úlfur og Edda eiga fyrir höndum háskaleg ævintýri á ókunnum slóðum og svo þurfa þau líka að komast heim aftur!

Kristín Ragna Gunnarsdóttir hefur áður unnið myndabækur og barnasýningar út frá norrænum goðsögnum og hlotið margskonar verðlaun fyrir. Hér færir hún nútímabörn inn á svið goða, gyðja og jötna á frumlegan og skemmtilegan hátt.

Úr bókinni

Hellishvelfingin var nokkuð stór. Við hellismunnann skagaði oddhvasst grjót upp líkt og tennur í óargadýri.
   „Kannski er þetta Surtshellir,“ sagði Úlfur. „Mamma hefur sagt mér sögur um hann. Surtur er eldjötunn sem kveikir í öllu með logandi sverði. Hann er sko örugglega eitthvað skyldur Balrogginum í Hringadróttinssögur. Hann dregur Gandalf ofan í djúpið í Moría.“ Úlfur klöngraðist yfir urðina í átt að brúninni.
   „Ekki fara svona nálægt,“ hrópaði Edda og reyndi að grípa hann.
   „Ég er ekki skræfa eins og þú,“ sagði Úlfur og lagðist upp að stórum hnullungi á bríkinni. „Vá, hvað það er langt niður.“ Hann tók stein og kastaði honum út í frussandi vatnsflauminn. „Sjáðu, það eru tröppur.“
   Edda studdi sig við hellisvegginn og fikraði sig nær opinu. Úðinn frá fossinum kitlaði hana í kinnarnar en hún var með annars konar fiðring í maganum. Hnén voru farin að skjálfa. Brattur stigi var höggvinn í svartan klettinn fyrir aftan vatnsfallið. Þrepin lágu alla leið niður að grasi vaxinni brekku og fyrir neðan var stór hylur. Þar dundi fossinn og myndaði freyðandi hringiðu í vatninu.
   „Snúum við,“ sagði Edda. „Guðbrandur hefur ekki farið þessa leið.“ Hún gaut augunum í átt að gangamunnanum en tók þá eftir hrúgaldi. „Hvað er þetta?“
   Úlfur brölti yfir úfið hellisgólfið og potaði í hrúguna með öðrum fætinum. Ekkert gerðist. Svo rótaði hann í henni en reis síðan snögglega upp.
   „Vúúúúú.“ Hvít skyrta sveiflaðist um í loftinu eins og vofa.
   Eddu brá svo að hún var næstum dottin aftur fyrir sig. Úlfur lét skyrtuna síga og kastaði kunnuglegum köflóttum buxum upp í loftið. Svo hlammaði hann sér á kodda sem lá innan um fötin.
   „Guðbrandur var hér,“ sagði Edda. „Þetta eru jakkafötin hans.“
   „Hann hefur þurft að leggja sig,“ sagði Úlfur. „En hvert fór hann á brókinni?“
   „Varla breyttist hann í lax eða fugl,“ sagði Edda.
   „Eða leðurblöku,“ sagði Úlfur. „Hvað var þetta?“

(s. 52-53)
 

 

More from this author

Nornasaga: Hrekkjavakan (Story of a Witch : Halloween)

Read more

Völuspá (Prophecy of the Seeress)

Read more
Völuspá

Völuspá

Read more

Örlög guðanna (The Fates of the Gods)

Read more

Úlfur og Edda : Drekaaugun (Úlfur and Edda : The Dragon's Eyes)

Read more

Kata og ormarnir (Kata and the Worms)

Read more

Kata og vofan (Kata and the Ghost)

Read more

Völuspá (The Prophesy of the Seeress)

Read more

Lygasaga (A Tall Tale)

Read more