Jump to content
íslenska

Útlaginn (The Outlaw)

Útlaginn (The Outlaw)
Author
Jón Gnarr
Publisher
Mál og menning
Place
Reykjavík
Year
2015
Category
Novels

Í samstarfi við Hrefnu Lind Heimisdóttur.

Um bókina

Jón Gunnar Kristinsson er nýfermdur pönkari í Reykjavík sem er sendur í skóla vestur að Núpi í Dýrafirði. Á meðan fjöllin sofa sínum eilífa svefni iðar allt annað af lífi og drengurinn sem snýr aftur tveimur árum seinna er orðinn maður. En enginn venjulegur maður. Enda var það ekkert venjulegt sem gerðist. Örlög útlagans eru óumflýjanleg. Við tekur stefnulaus ferð um borg óttans.

Útlaginn er þriðja skáldævisaga Jóns Gnarr. Áður hafa komið út Indjáninn og Sjóræninginn. Hér rekur Jón sögu sína á aldrinum fjórtán til nítján ára. 

Úr bókinni

   Leiklistin opnaðist fyrir mér eins og undraheimur. Hún var ekki bara þetta leikrit eða einhver orð heldur eitthvað miklu stærra. Tungumál leiklistarinnar var tungumál annars heims. Mál sem var við hliðina á venjulegu máli. Það var eins og ég hefði uppgötvað nýja vídd þar sem giltu önnur lögmál en í hinum venjulega heimi. Leiklistarlandið var næsta land við draumalandið. Og ég mundi ekki eftir því að hafa nokkurn tíma verið svona glaður. Allir dagar voru nú fullkomnir. Leiklistarkennarinn kenndi mér ýmsar aðferðir og trikk. Hann kenndi mér meðal annars að beita röddinni. Þegar maður talar á sviði þarf maður að muna að spenna magavöðvana. Maður á ekki að búa orðin til í hálsinum heldur í maganum. Þannig heyrist betur í manni og maður verður aldrei hás.
   - Þú ert verkfæri, Jón, og líkaminn er þitt hljóðfæri.
   Þá útlistaði hann fyrir mér hvernig ég ætti að standa á sviðinu. Ég átti alltaf að reyna að vera í ljósi þannig að fólk sæi mig. Svo kenndi hann mér hvernig ég átti að snúa líkamanum á sviðinu.
   - Þó að þú sért að tala við einhvern annan á sviðinu þá horfirðu samt að hálfu leyti fram í salinn því þú ert líka að tala við áhorfendur.
   Mér fannst þetta allt rökrétt. Það var ekkert í leiklistinni ssem mér fannst bull eða óþarfi eins og flest af því sem reynt var að kenna mér í skólanum. Leiklistin hafði tilgang. Mér fannst sem leiklistarkennarinn væri engill sem hefði verið sendur til mín úr annarri vídd til að bjarga mér. Hann var kominn til þess að fara með mig úr leiðinlega landinu yfir í leiklistarlandið. Og ég fann að ég var góður í þessu. Hann hrósaði mér oft og sagði að ég væri náttúrutalent.
   - Þú ert fæddur leikari, Jón!
   Aldrei á ævinni hafði ég fengið annað eins hrós. "Fæddur leikari!" Þarna var loksins komið eitthvað sem ég var góður í. Fram að þessu hafði mér ekki fundist ég góður í neinu sem skipti máli. Ég var ekki góður í skóla eða íþróttum eða tónlist. Ég var bara góður í bulli og einhverju sem skipti engu máli, eins og að spila Útvegsspilið við sjálfan mig. Nú var ég leikari. Kannski væri það eitthvað sem ég gæti gert í framtíðinni? Kannski gæti ég orðið leikari.

(s. 227-228)

 

More from this author

The Outlaw (Útlaginn)

Read more

Gnarr : how I became the mayor of a large city in Iceland and changed the world

Read more

Hegðun, atferli, framkoma (Behaviour, Conduct, Mannerisms)

Read more

Tvíhöfði (Twoheaded)

Read more

The Indian

Read more

The Pirate

Read more

Áramótaskaup 2007 (Annual Television Comedy Special)

Read more

Með mann á bakinu (The Man on the Back)

Read more

Kannski á morgun (Maybe Tomorrow)

Read more