Beint í efni

Baskerville hundurinn

Baskerville hundurinn
Höfundur
Tony Evans
Útgefandi
Námsgagnastofnun
Staður
Reykjavík
Ár
2011
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um þýðinguna

The Hound of the Baskervilles eftir Arthur Conan Doyle í endursögn Tony Evans. Friðrik Erlingsson þýddi.

Myndefni eftir Felix Bennett.

Um bókina

Baskerville hundurinn er í flokki bóka þar sem þekktar skáldsögur eru endursagðar á léttu máli. Þetta er ein kunnasta saga glæpasagnahöfundarins Athur Conan Doyle um leynilögreglumanninn snjalla, Sherlock Holmes. Hver saga er 55 bls. með viðauka þar sem greint er frá bakgrunni sögunnar og því sem upp á vantar, ásamt ábendingum um viðbótarefni sem tengist sögunni. Einnig eru þar nokkrar pælingar um ýmislegt sem gott er að hafa í huga við lestur sögunnar.

Sherlock Holmes og Watson læknir standa frammi fyrir óhugnanlegri og flókinni ráðgátu þegar Charles Baskerville finnst látinn með andlitið afmyndað af skelfingu. Hræðileg skepna leikur lausum hala á Dartmoor heiðum. Hver er hávaxni, dularfulli maðurinn sem sést ráfa um heiðarnar að næturlagi? Getur Holmes komið í veg fyrir að nýr eigandi Baskerville setursins verði næsta fórnarlamb bölvunar sem hvílir á ætt hans eða mun skepnan skelfilega hafa betur að lokum?

 

 

Fleira eftir sama höfund