Beint í efni
 • vatnið brennur kápa

  „Tengiliður á milli tveggja heima“

  Bókin er listilega vel smíðuð hrollvekja sem fléttar saman goðsagnaminnum og dulspeki við álagavald tónlistarinnar og leikur sér að mörkum veruleika og fantasíu, galdra og geðveiki, og heldur lesandanum í heljargreipum fram á síðustu blaðsíðu.. .  
  Lesa meira
 • dj bambi

  Höfundur um texta, texti um höfund

  Nafnapælingar eru mikilvægar í öllum verkum Auðar Övu, en kannski aldrei eins mikilvægar og í DJ Bamba. Þannig er Logn hafnað af stórum hluta fjölskyldu sinnar sem neitar henni um að bera nafn Guðríðar ömmu sinnar. Amman er sú eina sem hún trúði fyrir því sem barn að sér liði illa og skipar því sérstakan sess í huga hennar. Logn hefur tekið upp nafn sitt til bráðabirgða og bíður samþykkis fjölskyldunnar fyrir því að fá að bera nafnið Guðríður Logn. Amman var líka sú sem byrjaði að kalla „drenginn“ Bamba, þar sem hún skrifaðist á við ítalska konu og Bambi er stytting á bambino (barn). Nafnið DJ Bambi notaði Logn þegar hún starfaði sem plötusnúður á námsárum sínum og tvíburabróðir hennar hélt síðan áfram að kalla hana því nafni eftir að amman dó.
  Lesa meira
 • kona kápa

  Að skrifa hið ósegjanlega

  Á síðasta ári komu út á íslensku fjórar bækur eftir þrjá nýjustu handhafa Nóbelsverðlaunanna í bókmenntum. Tvö verkanna; Þannig var það: Eintal, leikþáttur eftir Jon Fosse og Kona eftir Annie Ernaux fást við endalokin, þótt með ólíkum hætti sé. Þetta eru knappar sögur þar sem horft er inn á við – djúpt inn í manneskjuna og á lífsferil hennar allan. Í Unga manninum er líka tekist á við minningar og fortíð, af djúpum og einlægum vilja til þess að skilja og skilgreina. Paradís er margradda og útleitin saga sem fjallar um ungan dreng í Austur-Afríku í byrjun tuttugustu aldar. Gurnah tekst á við stór umfjöllunarefni, meðal annars kúgun og arðrán nýlendustefnunnar, sem fyrr segir. Það er mikið undir, margar persónur og heil heimsálfa.
  Lesa meira
 • heim fyrir myrkur kápa

  Óhreinu börnin hennar Evu

  Gróteskan er eitt verkfæranna sem notað er til þess að vekja beyg hjá lesandanum – líkt og óhugnanlegar þjóðsögur og sögur af gömlum sjálfsmorðum. Í Heim fyrir myrkur er kannski ekkert rotnandi lík í sjónmáli eins og í sumum fyrri bókanna, en umgjörðin sem er sköpuð nær heldur betur að velgja lesanda undir uggum.
  Lesa meira
 • ból kápumynd

  Af jöklasorgum og öðrum

  Ástin á Íslandi er einn af mikilvægustu þráðum sögunnar. Djúp tengslin við þetta land mótsagna, þar sem við búum okkur ból þótt við eigum á hættu að missa það aftur, „þar sem hvert fell og hver hóll er til alls vís“ (22). .  . .  
  Lesa meira
 • taugatrjágróður

  Mannhafið innra með okkur

  Það mætti segja að Taugatrjágróður sýni fram á hættur þess að vera ofurnæmur á annað fólk og hleypa of mörgum inn í taugakerfi sitt. Enginn er eyland og manneskjan lifir lífi sínu alltaf í samspili við annað fólk en ef við erum of áhrifagjörn og látum stjórnast af lífi og tilfinningum annarra er hætta á því að við glötum sjálfum okkur í leiðinni. Undir lok bókarinnar streyma minningarnar fram í vitund sögukonunnar og hún minnist allra þeirra fjölmörgu persóna sem hún hefur rekist á og hafa haft áhrif á hana
  Lesa meira
 • blóðmjólk

  Glæpasaga úr Epal

  Eiginlega ætti að setja Blóðmjólk í járnkassa og grafa hana í jörðu, því hún er einstök heimild um líf nútímakvenna í Reykjavík. Kvenna úr ákveðnum kreðsum,  sem hafa áhyggjur af því að vera orðnar miðaldra þrítugar (lesið bara Twitter (X) ef þið efist um að svoleiðis fólk sé til!) en líka áhyggjur af stýrivöxtum og plastnotkun. Þær streitast við að elda „allt lífrænt og frá grunni“ og eru haldnar stöðugum frammistöðukvíða.
  Lesa meira
 • hrím

  Ímyndað ísaldar Ísland

  Í Hrím kennir ýmissa grasa en í henni er bæði að finna þroskasögu, ástarsögu og fantasíu. Þrátt fyrir að sagan gerist á Íslandi, nánar tiltekið á norðurlandi í kringum Mývatn og Húsavík, er sögusviðið mjög frumlegt og ekki fer á milli mála að þetta er fantasía. Það sem helst hliðrar þessu Íslandi yfir í heim fantasíunnar er dýraríkið í þessu kunnuglega umhverfi. Öll dýrin í Hrím eru risavaxin og eru af mun fleiri tegundum en hafa nokkru sinni fundist á Íslandi.. .  
  Lesa meira
 • stelpur stranglega bannaðar

  Misskilningur vindur upp á sig

  Stelpur stranglega bannaðar! er skrifuð í léttum og gamansömum dúr, en lýsir því hvað það getur verið ótrúlega snúið að vera unglingur og takast á við flóknar tilfinningar. Fjölskyldan og vinirnir leika stórt hlutverk í lífi flestra á unglingsárunum en hlutverk og samskipti taka breytingum sem oft er erfitt að aðlagast og sætta sig við.
  Lesa meira