Kviksjá skáldskaparins
Lesa meiraÞetta er saga svörtu geitarinnar Púnatsjí, í grófum dráttum, en eins og gengur og gerist með dæmisögur er hægt að skoða þessa einföldu sögu frá ýmsum hliðum og fá þannig ólíkar sýnir á bæði samfélagið sem hún sprettur upp úr og okkar eigið samfélag.Það er ekkert hægt að stjórna svona tjörn
Lesa meiraÞá taka við taka blaðsíður þar sem enginn texti er til staðar. Lesendur fylgjast með Fífu falla dýpra og dýpra ofan í tjörnina. Að lokum sjá þeir heilan helling af Þau ákveða að hætta að reyna að stjórna tjörninni, „það er ekkert hægt að stjórna svona tjörn hvort sem er“. Börnin og lesendur átta sig á því að sumu er ekki hægt að stjórna. Náttúran og vatnið eru öfl sem eru ofar okkar mætti og við þurfum að bera virðingu fyrir. Þó að mannfólkið leggi eignarhald á svæði eru samt aðrar lífverur sem við deilum plássi með og eiga alveg jafn mikið í umhverfinu og við.Kettir, konur og hryllingur – Gestir og hrollvekjunóvellur Hildar Knútsdóttur
Lesa meiraGestir er nýjasta hrollvekjunóvella Hildar Knútsdóttur en undanfarin ár hefur hún sent frá sér fjórar stuttar og hrollvekjandi spennusögur með konum og köttum í aðalhlutverkum. Sú fyrsta Myrkrið milli stjarnanna kom út árið 2021, önnur bókin Urðarhvarf árið 2023, þriðja bókin Mandla árið 2024 og fjórða bókin Gestir árið 2025. Bækurnar gerast í sama söguheimi og eiga margt sameiginlegt þrátt fyrir að vera ekki eiginleg sería. Það er til dæmis auðvelt að ímynda sér aðalsöguhetjurnar að versla í Bónus á sama tíma án þessa að vita af hvor annarri.Líf í orðum
Lesa meiraSéra Pétur er söguhetja af tagi sem lesendur Jóns Kalmans þekkja vel. Unnandi bókmennta, ástríðufullur elskhugi. Órólegur andi. Þó engir gulir kafbátar sigli innan um hvalina sem óbeint hleypa meginatburðunum af stað, og aldir séu í það að Elvis fæðist eru skáld aldarinnar aldrei langt undan hugarheimi séra Péturs. Bæði klassískir á borð við Saffó, Katúllus og Óvíð, en líka síðmiðaldamaðurinn Petrarca og svo sjálfur Shakespeare, sem er nýsestur í helgan stein þegar atburðirnir gerast.Sögur og sálarlausar vélar
Lesa meiraPersónugalleríið í Gólem, séð í gegnum augu sögukonunnar okkar, skortir að einhverju marki raunveruleika. Engar persónanna bera eftirnöfn og margar ekki eiginnöfn; þær eiga sér hvorki baksögu né þjóðerni og eru oft hreinlega vélrænar í tilsvörum sínum (í sumum tilvikum af góðum og gildum ástæðum). Upplifun lesanda er ekki endilega að sparað hafi verið til við sköpun þeirra, heldur mun fremur að þessi flatneskja eigi uppruna sinn í deyfð og áhugaleysi sögukonunnar þegar kemur að öðru fólki, eftir áföllin í æsku og allt það tráma sem hún upplifði á leið sinni til að gerast agent á vegum fyrirtækisins. Aðrar manneskjur eru sneiddar mannleika í sýn hennar á heiminn.Lesið í þögnina
Lesa meiraÍ þessari bók heldur Guðrún áfram að yrkja um svipuð þemu og í fyrri tveimur bókum sínum nema hvað að nú bætist trúin inn en í bókinni má finna fjölmargar vísanir í trúarbrögð, þá einna helst kristna trú, sem sést meðal annars á titlum ljóða á borð við „Jeríkó“, „hebreska í Arnarfirði“, „himnabréf“, og ítrekuðum vísunum í frelsarann og krossfestingar. Hér er þó ekki um neina helgislepju að ræða enda eru ljóðmyndirnar óvæntar og frumlegar eins og búast má við frá höfundi.Sprengikraftur sköpunargleðinnar
Lesa meiraBækurnar Sextíu kíló af sólskini (2018), Sextíu kíló af kjaftshöggum (2021) og Sextíu kíló af sunnudögum (2024) mynda epískan þríleik Hallgríms um lífið á hinum ímyndaða Segulfirði. Prósi Hallgríms hér er þéttofinn öllum þeim þráðum sem einkenna stíla hans. Þannig er hér höfundur sem kynnir lesanda fyrir aðstæðum – verklagi og húsakosti, höfundur sem lætur gamminn geysa með gróteskum líkamleika, höfundur sveitarómantíkur, róttæka ádeiluskáldið sem dregur kjör alþýðumanna fram í dagsljósið og óþekka skáldið sem á það til að draga sprelllifandi fólk inn í frásögn sína.Börn og glæpasögur
Lesa meiraÞrír höfundar senda í ár frá sér þrjár nýjar glæpasögur sem eiga það sameiginlegt að snúast um rannsókn á málum tengdum börnum. Í Voðaverk í Vesturbænum er það Birnir sem slasast alvarlega og bæði Einar Starri í Týndur og Kría í Ég læt sem ég sofi hverfa að því er virðist sporlaust. Það fylgir því sérstaklega mikill óhugnaður þegar börn eru fórnarlömb glæpa. Það keyrir upp tilfinningarnar og spennuna þegar glæpasögur róa á þessi mið og tefla saman sakleysi barnsins við hryllilega glæpi.Mál er að binda
Lesa meiraÍ “Hraðferð” er lagt út af mannsævinni og hún sett í samhengi við glímu við náttúruöflin. Mörg ljóð bókarinnar eru atlögur að því að rýna í tilvistargátuna, og flest kalla á endurtekinn lestur til að ljúkast upp.