Beint í efni
  • pólstjarnan fylgir okkur heim

    Ljóðasöngur um vonina

    Með hjálp ritlistarinnar fangar hún síðan á kjarnyrtan hátt atvik úr lífinu, tilfinningar, hughrif og vangaveltur. Endurlit til fortíðar ná jafnt til bernsku, ungdóms og fullorðinsára; og snúa meðal annars að ástinni, ferðalögum, mótmælum og samskiptum við vini og ættingja. Minningarnar sem vakna eru margar hverjar ljúfsárar, þar á meðal sú sem fjallar um samband ljóðmælanda og látinnar móður.
    Lesa meira
  • ferðalok kápa

    Á síðustu stundu

    Með Ferðalokum styrkir Arnaldur Indriðason þann grun að krimmakonungurinn ætli að gera sögulegar skáldsögur að varanlegri aukabúgrein á ritvelli sínum.
    Lesa meira
  • 100 kvæði kápa

    Varnarmúr íslenskunnar: Fimmtíu ár með Þórarni Eldjárn

    Þórarinn Eldjárn hefur þann sjaldgæfa hæfileika meðal höfunda að geta ort fyrir börn eins og þau séu jafningjar hans. Þetta sést glöggt í nýjustu barnaljóðabók Þórarins, Dótarímum
    Lesa meira
  • vatnið brennur kápa

    „Tengiliður á milli tveggja heima“

    Bókin er listilega vel smíðuð hrollvekja sem fléttar saman goðsagnaminnum og dulspeki við álagavald tónlistarinnar og leikur sér að mörkum veruleika og fantasíu, galdra og geðveiki, og heldur lesandanum í heljargreipum fram á síðustu blaðsíðu.. .  
    Lesa meira
  • dj bambi

    Höfundur um texta, texti um höfund

    Nafnapælingar eru mikilvægar í öllum verkum Auðar Övu, en kannski aldrei eins mikilvægar og í DJ Bamba. Þannig er Logn hafnað af stórum hluta fjölskyldu sinnar sem neitar henni um að bera nafn Guðríðar ömmu sinnar. Amman er sú eina sem hún trúði fyrir því sem barn að sér liði illa og skipar því sérstakan sess í huga hennar. Logn hefur tekið upp nafn sitt til bráðabirgða og bíður samþykkis fjölskyldunnar fyrir því að fá að bera nafnið Guðríður Logn. Amman var líka sú sem byrjaði að kalla „drenginn“ Bamba, þar sem hún skrifaðist á við ítalska konu og Bambi er stytting á bambino (barn). Nafnið DJ Bambi notaði Logn þegar hún starfaði sem plötusnúður á námsárum sínum og tvíburabróðir hennar hélt síðan áfram að kalla hana því nafni eftir að amman dó.
    Lesa meira
  • kona kápa

    Að skrifa hið ósegjanlega

    Á síðasta ári komu út á íslensku fjórar bækur eftir þrjá nýjustu handhafa Nóbelsverðlaunanna í bókmenntum. Tvö verkanna; Þannig var það: Eintal, leikþáttur eftir Jon Fosse og Kona eftir Annie Ernaux fást við endalokin, þótt með ólíkum hætti sé. Þetta eru knappar sögur þar sem horft er inn á við – djúpt inn í manneskjuna og á lífsferil hennar allan. Í Unga manninum er líka tekist á við minningar og fortíð, af djúpum og einlægum vilja til þess að skilja og skilgreina. Paradís er margradda og útleitin saga sem fjallar um ungan dreng í Austur-Afríku í byrjun tuttugustu aldar. Gurnah tekst á við stór umfjöllunarefni, meðal annars kúgun og arðrán nýlendustefnunnar, sem fyrr segir. Það er mikið undir, margar persónur og heil heimsálfa.
    Lesa meira
  • heim fyrir myrkur kápa

    Óhreinu börnin hennar Evu

    Gróteskan er eitt verkfæranna sem notað er til þess að vekja beyg hjá lesandanum – líkt og óhugnanlegar þjóðsögur og sögur af gömlum sjálfsmorðum. Í Heim fyrir myrkur er kannski ekkert rotnandi lík í sjónmáli eins og í sumum fyrri bókanna, en umgjörðin sem er sköpuð nær heldur betur að velgja lesanda undir uggum.
    Lesa meira
  • ból kápumynd

    Af jöklasorgum og öðrum

    Ástin á Íslandi er einn af mikilvægustu þráðum sögunnar. Djúp tengslin við þetta land mótsagna, þar sem við búum okkur ból þótt við eigum á hættu að missa það aftur, „þar sem hvert fell og hver hóll er til alls vís“ (22). .  . .  
    Lesa meira
  • taugatrjágróður

    Mannhafið innra með okkur

    Það mætti segja að Taugatrjágróður sýni fram á hættur þess að vera ofurnæmur á annað fólk og hleypa of mörgum inn í taugakerfi sitt. Enginn er eyland og manneskjan lifir lífi sínu alltaf í samspili við annað fólk en ef við erum of áhrifagjörn og látum stjórnast af lífi og tilfinningum annarra er hætta á því að við glötum sjálfum okkur í leiðinni. Undir lok bókarinnar streyma minningarnar fram í vitund sögukonunnar og hún minnist allra þeirra fjölmörgu persóna sem hún hefur rekist á og hafa haft áhrif á hana
    Lesa meira