Lesið í þögnina
Lesa meiraÍ þessari bók heldur Guðrún áfram að yrkja um svipuð þemu og í fyrri tveimur bókum sínum nema hvað að nú bætist trúin inn en í bókinni má finna fjölmargar vísanir í trúarbrögð, þá einna helst kristna trú, sem sést meðal annars á titlum ljóða á borð við „Jeríkó“, „hebreska í Arnarfirði“, „himnabréf“, og ítrekuðum vísunum í frelsarann og krossfestingar. Hér er þó ekki um neina helgislepju að ræða enda eru ljóðmyndirnar óvæntar og frumlegar eins og búast má við frá höfundi.Sprengikraftur sköpunargleðinnar
Lesa meiraBækurnar Sextíu kíló af sólskini (2018), Sextíu kíló af kjaftshöggum (2021) og Sextíu kíló af sunnudögum (2024) mynda epískan þríleik Hallgríms um lífið á hinum ímyndaða Segulfirði. Prósi Hallgríms hér er þéttofinn öllum þeim þráðum sem einkenna stíla hans. Þannig er hér höfundur sem kynnir lesanda fyrir aðstæðum – verklagi og húsakosti, höfundur sem lætur gamminn geysa með gróteskum líkamleika, höfundur sveitarómantíkur, róttæka ádeiluskáldið sem dregur kjör alþýðumanna fram í dagsljósið og óþekka skáldið sem á það til að draga sprelllifandi fólk inn í frásögn sína.Börn og glæpasögur
Lesa meiraÞrír höfundar senda í ár frá sér þrjár nýjar glæpasögur sem eiga það sameiginlegt að snúast um rannsókn á málum tengdum börnum. Í Voðaverk í Vesturbænum er það Birnir sem slasast alvarlega og bæði Einar Starri í Týndur og Kría í Ég læt sem ég sofi hverfa að því er virðist sporlaust. Það fylgir því sérstaklega mikill óhugnaður þegar börn eru fórnarlömb glæpa. Það keyrir upp tilfinningarnar og spennuna þegar glæpasögur róa á þessi mið og tefla saman sakleysi barnsins við hryllilega glæpi.Mál er að binda
Lesa meiraÍ “Hraðferð” er lagt út af mannsævinni og hún sett í samhengi við glímu við náttúruöflin. Mörg ljóð bókarinnar eru atlögur að því að rýna í tilvistargátuna, og flest kalla á endurtekinn lestur til að ljúkast upp.Valkyrjur, váboðar, nornir - og fótbolti
Lesa meiraMeð því að vefa saman spennandi frásögn og minni úr fornbókmenntum þjóðarinnar nær Kristín Ragna að kynna þau fyrir innihaldinu á nýstárlegan hátt sem mun sennilega kveikja áhuga hjá mörgum á áframhaldandi grúski.Konur elska konur
Lesa meiraÍ fyrstu skáldsögu Brynju Hjálmsdóttur, Friðsemd, mætir okkur sömuleiðis sérstök aðalpersóna, ólík flestum sem ég man eftir. Eftirminnileg er hún kannski ekki í augum annarra persóna, hún Friðsemd, sem eins og nafnið gefur til kynna er hlédræg, heimakær og dálítið kvíðin kona sem vill hafa stjórn á aðstæðum og halda sig utan hringiðunnar, en hún birtist lesandanum engu að síður sem óvæntur andblær. Hún elskar konur heitt en þó á annan hátt en sögukonan í Eldri konum, enda er hér um skáldverk af allt öðru tagi að ræða: framtíðarsögu sem fjallar um glæp og byggir markvisst á, og skopast að, glæpasögum sem formi og grein.Minnisvarði um ferð
Lesa meiraTitillinn er ekki einvörðungu heillandi staðarheiti heldur vísar hann á snjallan hátt til lyfsins risperdal sem hefur sefandi áhrif á flest einkenni geðklofa, sjúkdóminn sem skáldið hefur persónulega reynslu af eins og komið hefur fram í viðtölum við hana. Segja má að í bókinni séu tvær ljóðabækur í einni því hún skiptist í tvo afar ólíka hluta. Fyrri hlutinn er ljóðabálkur þar sem Ásdís yrkir á einlægan og áhrifaríkan hátt um veikindi sín en í þeim seinni er samansafn ljóða þar sem ljóðmælandi greinir meðal annars frá umhverfi sínu, ferðalögum, tilveru og líðan.Harðar saga og hryðjuverkanna
Lesa meiraAnnað sem hann gerir frábærlega er að nota tónlist til áhrifsauka, og þá ekki síður að lýsa henni. Í einum af eftirminnilegustu köflum bókarinnar hlustar ein persóna hennar á kassettu með prufuupptökum kunningja síns og Stefán lýsir því sem hann heyrir þannig að það er næstum hægt að tengja rafmagnsgítar og endurskapa demóin. Annað tónlistartengt minnir líka á svartan húmor höfundarins: lagalistinn sem hljómar á X-inu, eftirlætisútvarpsstöð hins svartklædda og þungbúna Harðar, meðan atburðarásin nær hámarki, endurspeglar snilldarlega stemminguna í borg undir umsátri. „Riders on the Storm“ með Doors, „Rain when I Die“ með Alice in Chains og auðvitað R.E.M. slagarinn „It’s the End of the World as we Know It“ eru þar á meðal.. .Listin að gegnumlýsa veruleikann
Lesa meiraÞegar bækur birtast með yfirlýsingu höfunda um að þar sé sótt í eigið líf undir merkjum „skáldævisögu“ gerist gjarnan hið gagnstæða: augu lesandans skima eftir því sem gæti verið uppspuni. Burtséð frá þeirri heimspekilegu eilífðarráðgátu hversu mikið af minningum okkar samsvara því sem „raunverulega gerðist“ eftir ár og áratugi af úrvinnslu, endurmótun og, eftir atvikum, gleymsku.