Beint í efni

Bókmenntavefur Borgarbókasafnsins

Bókmenntavef Borgarbókasafnsins er ætlað að kynna og auka áhuga á íslenskum samtímaskáldskap innan lands og utan og gera upplýsingar um hann aðgengilegar á einum stað.

Bókmenntavefurinn, var opnaður árið 2000 þegar Reykjavík var ein af Menningarborgum Evrópu. Hann var settur á laggirnar sem hluti af samstarfsverkefni sex Menningarborga ársins og hlaut verkefnið styrk frá Evrópusambandinu. Borgarbókasafn ákvað síðan að halda áfram að byggja vefinn upp og geymir hann nú upplýsingar um á annað hundrað íslenska samtímahöfunda. Fyrsti ritstjóri vefjarins var Kristín Viðarsdóttir.

Á vefnum má finna upplýsingar um íslenska samtímahöfunda sem skrifa skáldskap af öllum toga, skáldsagna- og smásagnahöfunda, ljóðskáld, barnabókahöfunda og leikskáld. Hver höfundur á sína undirsíðu og þar er m.a. æviágrip, pistill frá höfundi, ritaskrá og textabrot úr verkum. Einnig er á síðunni yfirlitsgrein um verk höfundar. Vefurinn er á íslensku og ensku.

Ritstjórn Bókmenntavefjarins er í höndum Borgarbókasafnsins og Bókmenntaborgarinnar og er Úlfhildur Dagsdóttir núverandi ritstjóri vefjarins.