Beint í efni

Bókmenntagöngur

Bókmenntaborgin býður upp á ókeypis bókmenntagöngur um mið- og vesturbæ Reykjavíkur með leiðsögn sem hægt er að fara í hvenær sem er. Hægt er að velja um göngur með leiðsögn á íslensku, ensku, spænsku, þýsku og frönsku.

Göngurnar eru í rafrænu formi og það er því jafnvel hægt að „ganga“ þær úr sófanum heima þótt við mælum nú miklu frekar með því að bregða sér í göngutúr og rölta um þessar bókmenntaslóðir í borginni. Fólk nálgast göngurnar með því að hlaða niður appinu Reykjavik Culture Walks, hvort sem er fyrir iPhone eða Android síma. 

Náðu í gönguappið fyrir IOS 

Náðu í gönguappið fyrir Android.

Bókmenntaborgin
  • Í appinu eru nú sex göngur á íslensku, fimm á ensku, tvær á spænsku, tvær á frönsku og ein á þýsku.

    Meðal annars er þarna að finna ensku gönguna Literary Reykjavík, sem kynnir bókmenntir frá mismunandi tímum, aðra göngu á ensku þar sem glæpasögur Arnaldar Indriðasonar eru í brennidepli og íslenska krimmagöngu með þátttöku nokkurra af okkar þekktustu glæpasagnahöfundum. Þá er ein ganga helguð slóðum Nóbelsskáldsins Halldórs Laxness í miðbænum og er hún bæði á íslensku og ensku. Enn önnur ganga á íslensku fer með okkur um slóðir nokkurra bóka Braga Ólafssonar í Vesturbænum.

    Einnig er ganga á þýsku sem kynnir íslenska bókmenntasögu frá söguöld til okkar tíma og ganga á íslensku, ensku og frönsku um landnámið í Reykjavík sem er unnin af Borgarsögusafni Reykjavíkur. Þá er einnig ganga á frönsku með listamanninum Philippe Guerry sem var gestahöfundur í Reykjavík 2018.

    Spænsku göngurnar eru annars vegar glæpasagnaganga og hins vegar ganga þar sem ýmsar bækur frá ólíkum tímum koma við sögu. Fleiri göngur munu síðar bætast við.

    Göngurnar eru aðgengilegar í smáforritinu Reykjavik Culture Walks og er hægt að hlaða þeim niður frítt eins og áður sagði í App Store  og Playstore á  öll iPhone eða Android tæki. 

    • Slóðir Halldórs Laxness í miðbæ Reykjavíkur. Leiðsögumaður er Haukur Ingvarsson og með honum eru Guðni Tómasson og sjálfur Halldór Laxness.
    • Söguslóðir verka Braga Ólafssonar í Vesturbænum. Leiðsögn: Kristín Svava Tómasdóttir og Guðrún Lára Pétursdóttir.
    • Glæpasagnaganga í miðbænum með Úlfhildi Dagsdóttur og nokkrum íslenskum krimmahöfundum.
    • Kennileitin í Kvosinni. Í hvaða búning hafa rithöfundar klætt kennileiti í miðbænum? Leiðsögn: Úlfhildur Dagsdóttir.
    • Landnámið í Reykjavík. Gengið um landnámið í Kvosinni þar sem rætur Reykjavíkur liggja. Leiðsögumaður er Sólrún Inga Traustadóttir fornleifafræðingur.
    • Borgarmyndir - Reykjavík Snapshots. Franski listamaðurinn Pierre Guerry vann þessa göngu í gestadvöl í Reykjavík. 

     

    • Arnaldur Indriðason. Gengið um slóðir glæpasagna Arnaldar Indriðasonar í miðbænum. Leiðsögn: Úlfhildur Dagsdóttir.
    • Hinsegin bókmenntir - Queer Literature. Leiðsögn: Úlfhildur Dagsdóttir.
    • Halldór Laxness. Slóðir Nóbelsskáldsins í miðbæ Reykjavíkur. Leiðsögn: Meg Matich.
    • Landnámið í Reykavík - Settlement of Reykjavík. Gengið um landnámið í Kvosinni. Leiðsögn: Angelos Parigoris.
    • Reykjavík bókmenntanna - Literary Reykjavík. Leiðsögn: Daisy Newman.
    • Landnámið í Reykjavík - La colonisation de Reykjavík. 
    • Reykjavík Snapshots - Ganga með Philippe Guerry. 
    • Glæpasagnaganga - Novela Negra de Reykjavík. Leiðsögn: Eir Rovira Hólmfríðardóttir.
    • Reykjavík bókmenntanna - Introducción a la literatura Islandesa. Leiðsögn: Eir Rovira Hólmfríðardóttir.
    • Kynning á íslenskum bókmenntum - Islandische Literatur. Leiðsögn: Björn Kozempel.