Beint í efni

Bókmenntahátíð í Reykjavík hefst 6. september

Bókmenntahátíð í Reykjavík fer fram dagana 6. - 9. september og er hátíðin nú haldin í þrettánda sinn. Bókmenntahátíð fer fram í Norræna húsinu, Iðnó og víðar. Á henni gefst gestum einstakt tækifæri til þess að hitta íslenska og erlenda rithöfunda, heyra um nýjar bækur og fá innblástur frá öllum heimshornum.

Meðal höfunda á hátíðinni í ár eru Yaa Gyasi, Eka Kurniawan, Jón Kalman Stefánsson, Morten Strøksnes, Esmeralda Santiago, Han Kang, Sjón og Auður Ava Ólafsdóttir. Heildarlista yfir höfunda er að finna á vef hátíðarinnar: bokmenntahatid.is.

Bókmenntahátíð í Reykjavík var fyrst haldin árið 1985 og síðan þá hafa tæplega 300 erlendir rithöfundar sótt Reykjavík heim af þessu tilefni.

Viðtöl og fyrirlestrar fara fram á ensku. Höfundar lesa upp á móðurmáli sínu og verður þýðingum varpað upp á skjá. Ókeypis aðgangur er að viðburðum hátíðarinnar nema bókaballinu.

Bókmenntahátíð á Akureyri 5. september 

Sú nýbreytni er í ár að Bókmenntahátíð teygir sig út fyrir Reykjavík og verður dagskrá á Akureyri þriðjudaginn 5. september. Rithöfundarnir Esmeralda Santiago, Anne-Cathrine Riebnitzsky, Anton Helgi Jónsson og Arnar Már Arngrímsson eiga stefnumót við heimamenn þar sem meðal annars Anne-Cathrine Riebnitzsky og Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður fara á trúnó.

Dagskrá í Hofi Akureyri 5. september:

  • Kl. 11.30-13.00 Hamragil: Höfundamót: Esmeralda Santiago og Anne-Cathrine Riebnitzsky. Lesendur segja frá upplifun sinni af bókum höfundanna. Spurningar úr sal.
     
  • Kl. 17.00-19.30 Hamrar: Konur, sjálfsmynd og flutningar: Esmeralda Santiago rithöfundur og Arnar Már Arngrímsson rithöfundur fara á trúnó. Upplestur úr nýútgefnum verkum Pastels: Margrét H. Blöndal, Hlynur Hallsson, Megas, Þórgunnur Oddsdóttir, Kristín Þóra Kjartansdóttir. Konur og stríð – fjölskyldur í skáldskap: Anne-Cathrine Riebnitzsky og Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður fara á trúnó.

Dagskrá Bókmenntahátíðar í Reykjavík:
 

Þriðjudagurinn 5. september

  • Kl. 16:00-17:00 Hljómskálagarður: Krikketsýning: The Authors, félag krikketspilandi rithöfunda frá Bretlandi, sýnir krikket og kennir helstu atriði íþróttarinnar.
     
  • Kl. 21:00-22:00 Stúdentakjallarinn: Hvað er krikket? The Authors segja frá sjálfum sér og ritstörfum sínum og leiða áhorfendur í allan sannleika um töfra krikketsins í spjalli við Stefán Pálsson.
     

Miðvikudagurinn 6. september

  • Kl. 16:00-16:45 Iðnó: Fjarstaddi höfundurinn í samstarfi við PEN á Íslandi: Avijit Roy var rithöfundur frá Bangladesh sem myrtur var fyrir tveimur árum. Sjón, forseti PEN á Íslandi, og Naila Zahin Ana frá Bangladesh fjalla um Roy og verk hans.

  • Kl. 16:00-17:00 Stúdentakjallarinn: Blekfjelagssíðdegi: Meistaranemar í ritlist við Háskóla Íslands lesa stefnuyfirlýsingar sínar.

  • Kl. 17:00 Ráðhúsið: Setning Bókmenntahátíðar í Reykjavík: Auður Ava Ólafsdóttir og Eka Kurniawan flytja setningarræður ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í Reykjavík.
    Tónlistaratriði með Tómasi R. Einarssyni, Gunnari Gunnarssyni og Sigríði Thorlacius.
     
  • Kl. 20:00-20:50 Iðnó: Pólitík tungumálsins: Pallborð með Jonas Hassen Khemiri og Auði Övu Ólafsdóttur. Stjórnandi: Rosie Goldsmith.
  • Kl. 21:00-21:50 Iðnó: Sögur og átök: Pallborð með Yaa Gyasi og Tapio Koivukari. Stjórnandi: Antje Deistler.
     

Fimmtudagur 7. september

  • Kl. 11:15-12:00 Norræna húsið: Ævisöguleg ljóðlist og pólitík sjálfsins: Pallborð með Maju Lee Langvad og Evu Rún Snorradóttur. Stjórnandi: Halla Þórlaug Óskarsdóttir.
  • Kl. 12:00-12:30 Norræna húsið: Allt sem ég man ekki: Viðtal við Jonas Hassen Khemiri. Stjórnandi: Rosie Goldsmith.
  • Kl. 12:30-13:00 Norræna húsið: Heimför: Viðtal við Yaa Gyasi. Stjórnandi: Antje Deistler.
  • Kl. 13:00-13:45 Norræna húsið: Ekki bara noir – litróf norrænna glæpasagna: Pallborðsumræður með Lone Theils, Jónínu Leósdóttur og Ragnari Jónassyni. Stjórnandi: Katrín Jakobsdóttir.
     
  • Kl. 16:00-18:00 Stúdentakjallarinn: Bókmenntabarsvar með Antoni Helga Jónssyni og Kristínu Svövu Tómasdóttur.
     
  • Kl. 20:00-20:50 Iðnó: Maður og náttúra: Pallborðsumræður með Fredrik Sjöberg og Morten Strøksnes. Stjórnandi: Antje Deistler.
  • Kl. 21:00-22:00 Iðnó: Ljóðaupplestur með Maju Lee Langvad, Aase Berg, Christine De Luca, Bubba Morthens, Antoni Helga Jónssyni og Kött Grá Pje.
     

Föstudagur 8. september

  • Kl. 10:00-10:50 Norræna húsið: Morgunkaffi með ljóðskáldi: Christine De Luca segir frá verkum sínum og uppáhaldsljóðum yfir kaffibolla í bókasafninu.
  • Kl. 11:30-12:00 Norræna húsið: Flugnagildran: Viðtal við Fredrik Sjöberg. Stjórnandi: Antje Deistler.
  • Kl. 12:00-12:30 Norræna húsið: Grænmetisætan: Viðtal við Han Kang. Stjórnandi: Rosie Goldsmith.
  • Kl. 12:30-13:15 Norræna húsið: Fegurðin og ljótleikinn: Pallborðsumræður með Eka Kurniawan og Jóni Kalman Stefánssyni. Stjórnandi: Rosie Goldsmith.
     
  • Kl. 14:00-16:00 Háskóli Íslands, Askja 132: Um alræði: Timothy Snyder flytur fyrirlestur Jóns Sigurðssonar hjá Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands. Kynnir: Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson.
  • Kl. 15:15-16:00 Háskóli Íslands, Veröld - Hús Vigdísar: Uppskrift að lífi: Esmeralda Santiago fjallar um þýðingar á eigin verkum hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.
     
  • Kl. 16:00-18:00 Stúdentakjallarinn: Blekfjelagssíðdegi: Félag meistaranema í ritlist við Háskóla Íslands stendur fyrir upplestrum þar sem þemað er ENDIR.
     
  • Kl. 20:00-20:50 Iðnó: Upplestur á eigin máli með Hiromi Kawakami, Tapio Koivukari, Etgar Keret, Arnaldi Indriðasyni og Sigrúnu Pálsdóttur.
  • Kl. 21:00-21:50 Iðnó: Holdið og valdið: Pallborðsumræður með Aase Berg, Han Kang og Kristínu Eiríksdóttur. Stjórnandi: Björn Halldórsson.
  • Kl. 22:00-22:45 Iðnó: Heimsbókmenntirnar í hnotskurn: Upplestur með John Crace.
     

Laugardagur 9. september

  • Kl. 11:00-11:50 Norræna húsið: Hvað getum við lært af 20. öldinni? Viðtal við Timothy Snyder. Stjórnandi: Halldór Guðmundsson.
  • Kl. 12:00-12:50 Norræna húsið: Form og fantasía: Pallborðsumræður með Etgar Keret og Sjón. Stjórnandi: Rosie Goldsmith.
  • Kl. 13:00-13:50 Norræna húsið: Sögur, uppruni, sjálfsmyndir: Pallborðsumræður með Esmeröldu Santiago og Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Stjórnandi: Jón Yngvi Jóhannsson.
  • Kl. 13:00-13:30 Norræna húsið: Sögustund: Ingibjörg Ásdís Sveinsdóttir sagnaþulur segir söguna af Búkollu með beinum, steinum og greinum og með þátttöku áhorfenda (aldur 6-9 ára).
  • Kl. 13:30-15:30 Norræna húsið: Skáldað í eyðurnar: Lóa Hjálmtýsdóttir leiðir listasmiðju.
  • Kl.14:00-14:30 Norræna húsið: Konur og stríð: Viðtal við Anne-Cathrine Riebnitzsky. Stjórnandi: Max Easterman.
  • Kl. 14:30-15:00 Norræna húsið: Hafbókin: Viðtal við Morten Strøksnes. Stjórnandi: Antje Deistler.
  • Kl. 15:00-15:30 Norræna húsið: Stiklað á stóru: Viðtal við John Crace. Stjórnandi: Rosie Goldsmith.
     
  • Kl. 15:00-16:30 Borgarbókasafnið í Grófinni: Bókmenntaganga um söguslóðir Tímaþjófsins í fylgd Steinunnar Sigurðardóttur.
     
  • Kl. 22:00-01:00: Iðnó: Lokahóf og bókaball: Hljómsveitin Royal leikur fyrir dansi. Miðasala við innganginn.
     

Sunnudagur 10. september

  • Kl. 14:00-16:00 Háskóli Íslands, Veröld - Hús Vigdísar: Orðstír - höfundar og þýðendur: Fjölbreytt dagskrá um þýðingar þar sem handhafar Orðstírs, heiðursverðlauna þýðenda, og fleiri þýðendur af íslensku á önnur mál spjalla við höfunda sem þeir hafa þýtt í gegnum árin.