Beint í efni

Allt getur gerst

Allt getur gerst
Höfundar
Auður Jónsdóttir,
 Þórarinn Leifsson
Útgefandi
Námsgagnastofnun
Staður
Reykjavík
Ár
2005
Flokkur
Barnabækur

Um Allt getur gerst

Það getur verið erfitt að flytja til nýs lands. En lífið er oftast fullt af ævintýrum og allt getur gerst eins og í þessari sögu um Möggu sem flutti til Danmerkur.
Sagan er einkum ætluð nemendum á aldrinum 10–13 ára. Hún er í flokki auðlesins efnis en sögubækur í þeim flokki eru einkum ætlaðar börnum sem eiga erfitt með að lesa langan, samfelldan texta. Myndskreytingar eru ríkulegar. Hljóðbækur til lestrarþjálfunar fylgja flestum auðlesnu sögubókunum þar sem textinn er lesinn skýrt og ætlast til að nemandinn fylgist með í bókinni um leið og hann hlustar.

Myndir eftir Þórarinn Leifsson.

Úr Allt getur gerst

Snákur undir rúmi

Eftir þjarkið við pabba
var ég hætt að hlakka til
að hitta Maríó aftur.

Þjarkið hafði komið mér í vont skap.

Allt var glatað
en pabbi var glataðastur af öllu glötuðu.

Hann vildi flytja hingað.
Hann var jafn frekur og Matti.

Það var honum að kenna
að ég var ein
og myrkfælin í nýju herbergi.

Fleira eftir sama höfund

Gifting

Lesa meira

Stjórnlaus lukka

Lesa meira

Vetrarsól

Lesa meira

Algjört frelsi

Lesa meira

Annað líf

Lesa meira

Smásaga í Wortlaut Island

Lesa meira

Daarginds

Lesa meira

Folket i kjällaren

Lesa meira

Dem i kælderen

Lesa meira