Beint í efni

Allt kom það nær

Allt kom það nær
Höfundur
Þorsteinn frá Hamri
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2011
Flokkur
Ljóð

Úr bókinni:

Sauðamenn

Þeir hverfa á föstunni.
Hvert þeir fara veit enginn.

Sumir
sjást ekki framar.

Öðrum skilar
hefðin með nauðung heim

þangað sem gaddurinn
frystir fúlt loftið,
óbreytt, kyrrt
til eilífðarnóns;

og virðast aldrei
samir síðan ...

Höfðu þeir setið
seiðveizlu, álfajól?

eða stormarnir gárað
geðið og blóðið
í fjarlægri, framandi byggð

þar sem viðrað er út
úr dalskorum, hugum og húsum?

(26-7)

Fleira eftir sama höfund

Ljóð í Islande de glace et de feu. Les nouveaux courants de la littérature islandaise

Lesa meira

Frásagnir Þórbergs

Lesa meira

Börnin við fljótið

Lesa meira

Íz sovremennoj íslandskoj poezii

Lesa meira

Jólasveinabókin

Lesa meira

Jóladraumur : reimleikasaga frá jólum

Lesa meira

Jólagestir hjá Pétri

Lesa meira

Jólagjöfin

Lesa meira

Jólagleði

Lesa meira