Úr bókinni:
Sauðamenn
Þeir hverfa á föstunni.
Hvert þeir fara veit enginn.
Sumir
sjást ekki framar.
Öðrum skilar
hefðin með nauðung heim
þangað sem gaddurinn
frystir fúlt loftið,
óbreytt, kyrrt
til eilífðarnóns;
og virðast aldrei
samir síðan ...
Höfðu þeir setið
seiðveizlu, álfajól?
eða stormarnir gárað
geðið og blóðið
í fjarlægri, framandi byggð
þar sem viðrað er út
úr dalskorum, hugum og húsum?
(26-7)