Beint í efni

Amma fer í sumarfrí

Amma fer í sumarfrí
Höfundur
Björk Bjarkadóttir
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2006
Flokkur
Barnabækur

Af bókarkápu:

Þegar litli bærinn hennar ömmu er laus við þjófa og ræningja ákveða amma og Óli að bregða sér í frí. En ekki er allt með felldu á sólarströndinni þar sem þau ætla að hvíla sig og fyrr en varir eru amma og Óli komin í æsispennandi eltingarleik við vasaþjófa.

Amma fer í sumarfrí er sólrík og skemmtileg saga fyrir upprennandi leynilöggur og aðra fjöruga krakka.

Úr Amma fer í sumarfrí:

„Amma, ég er svangur,“ másar Óli.

„Jæja,“ svarar amma, „ætli það sé ekki kominn tími til að tylla okkur og borða nestið. Vittu hvort þú sérð ekki eitthvert fallegt og notalegt ský sem við getum sest á.“

„Já en amma þó! Það er ekki hægt að sitja á skýjum!“

„Ekki það?“ svarar amma móðguð og hlammar sér niður á hvítan hnoðra. Óli sest hissa við hlið hennar. Auðvitað! Með ömmu er allt mögulegt. Það er komin nótt þegar þau koma á áfangastað. Óli sofnar um leið og þau lenda og amma heldur á honum inn á hótelið.

Fleira eftir sama höfund

Gíri Stýri og veislan

Lesa meira

Amma og þjófurinn í safninu

Lesa meira

Mamma er best

Lesa meira

Allra fyrsta orðabókin mín

Lesa meira

Allra fyrsti atlasinn minn

Lesa meira

Elsku besti pabbi

Lesa meira

Grallarar í gleðileit

Lesa meira

Tullete Tolle og Ullster

Lesa meira

Kærlighedsmagi: en bog om gammel magi og trolddom

Lesa meira