Um þýðinguna
Ljóð eftir Olav H. Hauge í þýðingu Bersveins: Mig rekur, Laufkofar og snjóhús, Þegar öllu er á botninn hvolft, Vegur þinn, Ég stend hér núna, Gylltur hani, Nú er minn hugur kyr og Hvunndags.
Són: Tímarit um óðfræði 2007 (5), bls. 27-30.
Hvunndags
Stormana stríðu
hefur þú að baki.
Þá spurðir þú ekki
hví þú varst til,
hvaðan þú komst, eða hvar þú gekkst,
þú bara varst í storminum
varst í eldinum.
En það er líka hægt að lifa
í gráma hversdagsins
setja niður kartöflur, raka lauf
og bera birkivendi,
það er svo margt að hugsa um hér í heimi,
eitt mannslíf dugir ekki til.
Eftir dagsstritið geturðu steikt kótilettu
og lesið kínverskan brag.
Laertes gamli klippti til runna
og plantaði fíkjutrjám
og lét hetjurnar berjast um Tróju.