Beint í efni

Blávatnsormurinn

Blávatnsormurinn
Höfundur
Brynhildur Þórarinsdóttir
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2012
Flokkur
Barnabækur

Bergrún Íris Sævarsdóttir myndskreytti.

Um Blávatnsorminn:
Sóla og Ylur búa á leynilegasta stað landsins, Silfurbæ í Sólarfirði. Þar klifra þau í kristalsfjöllum, svamla í heitum sjó og háma í sig sæhesta-augu. Vinirnir upplifa eitthvað nýtt og skemmtilegt á hverjum einasta degi og hér segir frá hættulegasta ævintýrinu sem þau hafa nokkurn tíma ratað í.

 

 

Úr Blávatnsorminum:
Silfurbæjarskóli er lokaður á sumrin eins og allir aðrir skólar á Íslandi. Föstudaginn 27. ágúst hefst skólastarfið á ný. Skólahald hefst alltaf á þeim degi því þá á bæjarstjórinn afmæli.

Það eru mikil hátíðarhöld í Silfurbæ þennan dag. Dagskráin hefst á því að Bjargfríður bæjarstjóri blæs í lúður og býður öllum bæjarbúum uppp á risastóra súkkulaðiköku á ráðhústorginu. Silfurbæjarkórinn syngur afmælissönginn og allir hrópa húrra þegar Bjargfríður blæs á kertin á kökunni. Kertin eru mörg og þegar Bjargfríður hefur jafnað sig eftir blásturinn er dansað í kringum plómutréð við undirleik lúðrasveitarinnar. Strax að dansinum loknum ganga börnin í halarófu út í Silfurbæjarskóla meðan skólabjöllunni er hringt jafn oft og aldur bæjarstjórans segir til um.

Þú skalt ekki halda að skólabyrjunin breytist ef skipt verður um bæjarstjóra. Lög Silfurbæjar kveða á um að aðeins þeir sem fæddir eru 27. ágúst geti orðið bæjarstjórar. Yl finnst þetta vera hryllileg lög. Glóð litla systir hans á nefnilega afmæli 27. ágúst. Hann getur ekki hugsað sér að litla hermikrákan eigi eftir að stjórna bænum og þar með honum sjáflum. Sóla hlær bara að þessu. Hún getur vel séð Glóð fyrir sér sem bæjarstjóra. Svo eiga reyndar tveir aðrir krakkar afmæli 27. ágúst, bendir hún á. Það er ekkert víst að Glóð þurfi að flytja í gyllta ráðhúsið þegar hún verður stór.

(26-7)

 

 

 

 

 

Fleira eftir sama höfund

Óskabarn : bókin um Jón Sigurðsson

Lesa meira

Áfram Óli

Lesa meira

The Saga of Njáll

Lesa meira

Af Artúri konungi, Gunnari á Hlíðarenda og Fróða Bagga: Fornsagnamatreiðsla fyrir börn

Lesa meira

Allt í lagi Reykjavík

Lesa meira

Af lopakörlum og prjónakerlingum

Lesa meira

Byrgir söguþekkingin sýn? Sýning á bronsstyttum þriðja ríkisins

Lesa meira

Dóu afinn og amman? Viðtökur grunnskólabarna við Njálu

Lesa meira