Úr Bréfi til mömmu:
Elsku Mamma,
ég fann mig knúinn til þess að skrifa nokkrar línur jafnvel þó ég viti að þær verði aldrei lesnar.
Ég vil að þú vitir að ég elskaði þig þó svo að ég hafi ekki alltaf látið það í ljós.
Ég sakna þín og iðrast.
Mamma á hverju kvöldi sækja minningarnar á mig svo stíft að mig langar ekki til þess að lifa. Þær halda fyrir mér vöku og þegar mér tekst að sofna læðast þær inn í drauma mína. Ég vakna, sundaraður og tættur - aðeins hluti af sjálfum mér.
Mamma, minningarnar láta mig aldrei í friði. Þær eru jafn lifandi fyrir mér og jafn ógnandi sem hungruð hjörð úlfa.
Mamma, ég á engan griðarstað.
Ég viðurkenni að ég var ekki alltaf sanngjarn og ég vil að þú vitir að ég skammaðist mín stundum þó svo að ég léti það ekki í ljós.
Manstu síðustu jólin þín?
Ég var vondur við þig - Mamma - og ég skammaðist mín.
(3)