Bók frá 1992 endurútgefin sem rafbók og hljóðbók.
Svandís Dóra Einarsdóttir les.
Um bókina
Líf Margrétar er enginn dans á rósum en aðeins sextán ára að aldri er hún nauðug gefin sýslumanninum Páli. Sem betur fer er hún umvafin góðu fólki, þar á meðal Halldóru vitru, dularfullri konu sem vill halda fortíð sinni leyndri og sem sumir segja að sé göldrótt. Dag einn er hryllilegt morð framið á prestsetrinu. Páll sýslumaður rannsakar málið en það er ekki mikið um vísbendingar. Veit Halldóra vitra eitthvað meira um málið?