Beint í efni

Dularfulla hjólahvarfið

Dularfulla hjólahvarfið
Höfundur
Brynhildur Þórarinsdóttir
Útgefandi
Bókabeitan
Staður
Reykjavík
Ár
2022
Flokkur
Barnabækur

Myndir eftir Elín Elísabetu Einarsdóttur

Um bókina

Enn er eitthvað dularfullt á seyði í hverfinu. Reiðhjól hverfa úr hjólaskýlinu við blokkina sem Katla, Hildur og Bensi búa í. Krakkarnir taka til sinna ráða og reyna að komast til botns í málinu. Rannsóknin tekur óvænta stefnu en skyldi þeim takast að leysa gátuna, aftur?

Úr bókinni

Hildur dæsti vesældarlega. "Bensi er í sóttkví og við getum ekki hist og heldur ekki talað saman."

"Af því hann missti símann sinn ofan í klósettið," skríkti Katla.

Hildur gaf henni olnbogaskot.

Pabbi leit áhyggjufullur á Hildi. "Æ, hver er smitaður, er það mamma hans?"

"Já, og pabbi hans líka. Hann er í sóttkví hjá mömmu sinni," útskýrði Hildur dauf í dálkinn.

"Er mamma hans mikið veik?" spurði pabbi?

Hildur yppti öxlum og varð skömmustuleg á svipinn. Katla bjargaði henni með því að spyrja pabba: "Hvernig töluðu krakkar saman í gamla daga, sko þegar þú varst lítill og það voru engir símar til?"

Pabbi hló. "Við gátum nú alveg hringt. Það voru öll heimili með heimasíma."

Hildur varð þung á brún. "Þau eru ekki með heimasíma."

Pabbi hugsaði sig um. "Þið getið farið út á svalir og hrópað á milli."

Hildur hryllti sig. "Þá heyra allir í hverfinu hvað við erum að tala um. Það er ekki hægt því við þurfum að leysa glæpamál."

"Glæpamál?" Pabbi klóraði sér í skegginu. "Hvað eruð þið nú að brasa?"

(s. 17-18)

Fleira eftir sama höfund

Við sem græðum á móðurmálinu

Lesa meira

Greiddi ég þér (fyrir) lokka

Lesa meira

Þetta er afar skrýtin þjóð!

Lesa meira

Í Guðrúnarhúsi

Lesa meira

Lúsastríðið

Lesa meira

Hérna...

Lesa meira

Rúsína Rjómaróva sigrar brjálað ljón

Lesa meira

Raunsæið varð að fantasíu. Bent Haller, einn fjölhæfasti rithöfundur Dana, kemur til Íslands

Lesa meira

Er glansmyndin að upplitast? Svíar taka útlendingum misopnum örmum

Lesa meira